Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1931, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.11.1931, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Karlmannafatatfskan. Síðustu Lundúnafregnir. Eftir Andrjes Andrjesson, klæöskera. Framh. Það cr ekki eingöngu hin ytri klæönaður, sem tiskan nær til, svo sem fyrri greinar minar hera meö sjer, heldur er það alt, sem klæðst er, sem hún lætur til sín taka; jafn- vel régnhlífar og göngustafi tekur hún undir verndarvæng sinn. Vilji maður líta vel út, tekur hann eflir bendingum tískunnar, sem alt- aftaf samræmir smáatriðin þeim stóru, og myndar samstiltan heildar- svip. Hattar. Iiarðir liattar ern ekki einungis notaðir við samkvæmisklæðnaði, þykja jjeir og líka ágætlega til þess fallnir að nota þá við hversdags jakkaföt i bleytutíð. Halda þeir lengi sínu rjetta lagi jjótt blotni þeir öðru hvoru. Hárhattar, en þó einkum ullar- hattar láta fljótar á sjá, ef þeir verða fyrir bleytu. Lakkið, sem oft er bor- ið í þessa hatta til þess að gera þá stinna, svo að fallegra lag fáist á þá, þolir illa bleytu. Breiðleitan mann klæðir barða- stór haltur betur en mjóleitan. Hins- vegar fer litur eftir öðrum klæðn- aði. Haltar tíðkast nú sem áður í ýmsum litum, og ber töluvert á brúnum, en mest áberandi er grái liturinn. Regnhlifar. Nú eru regnhlífar mikið notaðar i Englandi, eða fult svo mikið sem göngustafir. Þetta þykir máske skrítilega að orði komist, en hjer kemur skýringin. Á einni mjög fjöl- mennri ráðstefnu, sem haldin var í Lundúnum nýlega, var talið, að 68% af þeim, er hana sátu, hafi kom- ið með regnhlif, og var þó veður dásamlega gott. En oft kemur skúr eftir skin, og er ]iá regnhlif heppilegri til þess að vernda góð föt en göngustafur. Ennþá eitt dæmi, er sýnir, að tískan gengur ekki á snið við hagsýnina. Hanskar. Hanskar, sein tilbúnir eru úr kindaskinni, þykja mjög þægilegir, og eru þeir mjög eftirspurðir. Nú hefir tískan komið þyi til leið- ar, að menn eru farnir' að hafa hanskana á höndunum í stað þess, er áður var, er þeir oftast hjeldu a þeim. Illa gengur að útrýma brúna litn- um, jafnvel þótt oft eigi annar lit- ur betur við t. d. grár. Skór. — Ristarhlífar. Svo sem eðlilegl er, eru svartir skór meira notaðir á vetrum, þvi að þá eru klæðnaðir jafnan dekkri að lit heldur en á sumrurn, jafnvel þótt hversdagsfötin sjeu yfirleitt ekki c-ins dökkleit og nú á sjer slað. Ristarhlífar tíðkast nú mjög við hversdagsfötin, en einkum og sjer í lagi er ráðlegt að nota þær í kuld- um, því að þær auka hlýju á fótun um. Eftir því sem vetrartiskan mæl- ir nú fyrir um fatalit, munu ristar- hlífar rjettilega valdar i brúnum eða gráum lit. Flibbar. — Skyrtur. Linir flibbar með löngum hornum hafa náð mikilli útbreiðslu, en bú- ast má við, að þeir verði ekki lengi leiðandi í tískunni. Hinsvegar hafa ini verið búnar til mislitar skyrtur, er tveir samlitir flibbar fylgja. Það út af fyrir sig er reyndar ekki nýtt, en hitt vekur athygli , að flibbar þessir eru með ýmsu sniði, og get- ur því litið út sem maður eigi miklu fleiri skyrtur en í rauninni er. Hálfstifir flibbar tíðkast nú mjög, en jafnan verða gljáaðir flibbar finastir. Gljáaðir flibbar eru nú mest notaðir einfaldir með stórum horn- um. Sje hvítur flibbi notaður, linur, hálfstífaður eða gljáaður, þykir rjett að skyrtan sje einlit, ljósblá, hvít eða perlugrá. Skyrtur tiðkast nú aðallega i blá- um og gráum litum, en svo sem gef- ur að skilja eru þær tilbúnar í alla- vega gerðum, en jafnan ber mest á þessum litum. Röndóttar skyrtur eru feikna mikið í umferð, en ekki ber mikiö á rósóttum. Hálsbindi. Hálsbindi eru mörg og mismun- andi, Dökkir litir eru talsvert áber- andi. Blái liturinn tíðkast nú einna mest, næst kemur grár, þá svartur og hvitur saman. Röndótt bindi eru mjög mikið notuð, og oft sjást drop- ótt. Köflótt hálsbindi með skárönd- um þykja jafnan klæða vel. Prjónuð bindi eru að mestu horfin. Vasaklútar. Fjöldi manna hjer á landi hafa ekki vasaklút í brjóstvasanum, en þó eru nú allir jakkar sniðnir með brjóstvasa i þvi skyrti, að þar skuli vera klútur. Þvi er heldur ekki að neita, að það fer ágætlega vel á þvi, að litill silkiklútur, sem er í stíl við fötin, gægist aðeins upp úr vas- anum. Sloppar — Náttföt. Frá hreinlætis- og heilbrigðislegu sjónarmiði, er nauðsynlegt að skifta oft um föt. Þessvegna mun hafa ver- ið byrjað á því að búa til sloppa og náttföt. Maður, sem kemur heim til sin að kveldi, eftir starf dagsins, og fer úr jakka, jafnvel vesti líka, og klæðist slopp þar til hann fer að hátta, en tekur þá náttföt og sefur í þeim, er áreiðanlega hressari að morgni en sá, sem ekki gerir þetta, heldur er áfram til kvölds i hversdagsfötunum og sefur svo í nærfötunum. Sloppar og náttföt tiðkasl nú með ýmsu sniði og i allavega litum, og efnið, sem notað er i þessar flíkur er margbreytilegt. Eru flíkur þessar röndóttar, rós- óttar og einlitar, en samt ber mest á tiskulitunum. Framh. Sflnxínn rauf þögnina... Skáldsaga heitt eins og sól hitabeltisins. Hún þarfn- aðist kossa, sem endurnýjuðu si og œ ást- arnautn hennar og í brjósti liennar leyndi sér löngun til að hlýta rödd holdsins og gefa upp alla baráttu gegn hinum sívax- andi og skipandi kvenlegu tilhneigingum. Þegar Roberts rifjaði þessar minningar upp fyrir sér, fyrirgaf hann Ölbu undir eins þögnina. Hann grunaði hvað hún hafði orðið að þola. Þótt Nogales leyndi liana vandlega glæpsamlegu framferði sinu og væri í hennar augum ekkert annað en spilafífl, sent altaf hefði hepnina með, hlaut hjónabandslíf hennar að vera næsta gleðisnautt og miðast eingöngu við skap- skifti og lymskulegar athafnir hins undar- lega manns hennar. Og þrátt fyrir alt þoldi hún hann. Hún trcystist ekki til að yfirgefa hann. Eða öllu lieldur, þar sem liún vissi ekki um glæp hans, áleit hún sennilega vera skyldu sina að skilja ekki við hann, hann væri bara þræll ástríðu, sem gæfi enga livíld nje svölun. Djúp meðaumkun gagntók hið mannúð- arríka hjarta Roberts. Nú horfði hann á myndina innilega lirærður. Aldrei liafði liann horft þessum augum á Ölbu. Hann virtist vera að biðja liana afsökunar á þvi að hafa hugsað þungt til hennar og ákært hana saklausa. Alt í einu tók hann hvíta pappírsörk og fór að skrifa: „Ástkæra Alba! — Þjer verðið hissa að la þetta brjef beint til Kairó. En jeg hef nýlega fengið að vita um brottför yðar til Egiptalands með aðstoð eins vinar míns í London, sem jeg bað um frjettir af yður. Nú skil jeg, að brjef mín hafa getað glat- ast, og fyrir það verður mjer hin langa þögn yðar ekki jafn óskiljanleg.- Einmitt nú vildi jeg, að þjer fynduð þá brennandi þrá, sem knýr mig til að hripa þessar línur, einmitt nú, þegar líf yðar er ef til vill ekki sem ánægjuríkast og auður- inn brosir sjálfsagt ekki lengur við yður. Jeg vil láta yður vita, Alba, að jeg elska yð- ur eins mikið nú og fyrir sex mánuðum. Þjer hafið getað dæmt einlægni mína eftir örvæntingu skilnaðarstundarinnar. Því þjer hljótið að muna seinustu kvöld- stundina i leyfinu mínu, kvöldið áður en jeg steig á skipsfjöl. Og yður grunar kanske ekki, að það er sú minning, sem gefur mjer þrek til að standast hina ömur- legu fábrevtni útlegðarinnar. Á meðan jeg er að skrifa yður brosir mynd yðar til min .... Þjer munið myndina, þar sem þjer eruð í kvöldkjól, með safalafeld eins og hvítan baug um brjóst og lierðar. Það er i rauninni ekki þessi mynd, sem jeg sje, heldur þjer sjálf eins og þjer voruð þetta ógleymanlega kvöld, hnipruð saman í um- turnuðu rúminu undir marglitu skini frá litlum lampa, sem lýsti gegnum páskalilj- ur úr silki .... Alba, jeg er hræddur um, að þjer sjeuð ekki hamingjusöm. Jeg veit, að liin hættu- lega ástriða mannsins yðar getur bakað yður þá og þegar skelfileg vonbrigði. Og jeg hef ekki heitari ósk en að geta hug- hreyst yður. En jeg óttast að orð mín, sem koma svo langt að, týnist út í buskann áð- ur en þau ná yður. Ef þjer óttist samúðarleysið og kærleiks- skortinn í kring um yður, sem svo oft hef- ir skygt á yðar fögru augu, munið þá eftir mjer, sem er svo langt í burtu en þó ávalt svo nærri yður. Jeg bið yður í nafni ástar okkar að skrifa mjer langt brjef og segja mjer hvað þjer hafist að í Kairó. Minnist þess, að þarna lengst norður við landa- mæri Indlands er hjarta, sem var yðar og heyrir yður til enn. Jeg bið fyrsta brjefs yðar eins og dauðadæmdur maður bíður náðunar. Kæra Alba, kveljið mig ekki lengur. Hrífið mig úr þessari herfilegu ó- vissu. Sendið mjer einhver boð. Mjer mun finnast það eins og hluti af yður sjálfri. Jeg mun kyssa pappírinn, sem hendur yð- ar hafa leikið um. Og þá mun mjer finn- ast, sem þessi auðnar og hrikalegu fjöll umhverfis virki mitt brosi til mín, en jörð- in verði öll vndislegri og himininn blárri. „Eddie“. V. Eftir nokkuiTa mánaða upplyftingu á her- stöðinni í Kohat, hafði Roberts farið aft- ur til virkis nr. 4. Hann hafði fundið litla ánægj u i að umgangast yfirforingja þá, er hann þekti i Tochi skátasveitinni. Níutiu daga árangurslaus bið! Þegar hann kom aftur í hið víggirta klaustur sitt, hafði hann engar fregnir fengið frá Egiftalandi, ekkert svar við brjefinu, sem liann sendi til Shcpherds gistihússins. Alba hafði nú af óskiljanlegum ástæð- um ekkert látið til sín heyra i næstum því ár. Daginn eftir að hann tók aftur við stjórninni færði subadarinn honum skeyti frá loftskeytastöðinni í Kohat. Roberts hugði, að það væri fyrirskipun um að fara i nýjan eftirlitsleiðangur um héraðið og hlakkaði til þeirrar dægrastyttingar, sem mundi eyða hans dapurlega skapi. Ilann stafaði sig fram úr skeytinu, sem hripað var i flýti af loftskeytamanninum: „Frá Iienderson undirofursta til höfuðs- mann virkis nr. 4. — Læt yður vita að F. D. Nicholson undirforingi skáta Norður Waziristan er skipaður aðstoðarmaður yð- ar. Nicholson undirforingi fer af stað á morgun. Vegna vaxandi stríðshættu send-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.