Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.11.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Hvaft er Ijósmynd. Sumir hlutir eru svo alvanalegir, að þið sjáið þá svo að segja dags daglega. Og því oftar sem þið sjáið þá, því siður dettur ykkur í hug að forvitnast um, hvernig þeir sjeu gerðir og á hvaða náttúrulögmáli gagnsemi þeirra byggist. Þegar þið t. d. sáuð bifreið i fyrsta sinn, eða þegar þið töluðuð í síma í fyrsta sinn, þá jmtli ykkur hvorttveggja merkilegt og brutuð heilann um, hvernig stæði á því, að siminn skyldi geta flutt hljóðið úr fjarlægum stað, eða hvei-nig iiifreiðin færi að kom- ast upp brekkuna. En smátt og smátt fanst ykkur þetta svo sjálfsagt að þið hættuð að hugsa um það. Eins var það í fyrsta skifti sem þið hlustiiðuð á útvarp. Ykkur fanst þetta blátt áfram galdur, að söngur og ræður skyldi geta komið inn í stofuna til ykkar úr fjarlægum slað, jafnvel alla leið langt sunnan úr Evrópu. En liegar þið höfðuð hlust- að á útvarpið í nokkur kvöld fanst ykkur þetta alveg sjálfsagt. En væri nú ekki fróðlegt að vita hvernig stendur á þvi, að þið gelið látið heyra til ykkar i síma lands- hornanna á milli, hiustað á útvarp sunnan úr Rómaborg og ekið í bif- reið upp snarbrattar brekkur? .Ekki gel jeg nú samt skýrt jjetta fyrir ykk- ur, þvi að það er of margbrotið til þess. En jeg ætla að reyna að segja ykkur frá, hvernig á þvi stendur, að það er hægt að taka myndir af dauðu og lifandi og geyma þær árum sam- an. Ljósmyndunarlistin er ekki sjer- lega gömul. Það eru ekki nema 100 ár siðan að Frakkinn Daguerre fór að taka ljósmyndir á málmplötur. Einstaka myndir af jiessu tagi eru enn til hjer á landi. Nú er sumarið liðið og þar með sá timi ársins, sem best er að ljós- mynda á. Sum ykkar ciga kannske litla ljósmyndavjel, sem þið hafið notað í sumar. En nú skuluð þið læra, hvernig ljósmyndin verður til. Þvi að j)ó að j)ið eigið vjel, þá kunnið þið ef til vill ekki annað, en þrýsta á lokarann, taka út plötuna eða filmuna og fara með hana í framköllun, og sækja svo aftur góð- ar eða vondar myndir. En það er ekki nóg. Sjálfa myndatökuna j)ekkið j>ið. Þið stefnið ljósopinu á hlutinn, sem þið ætlið að taka myndina af, getið ykkur til um fjarlægðina og hve lengi þurfi að lýsa og vídd ljósopsins og hleypið svo lokunni. En hvað er það sem nú skeður? Það er nú skritið. Ljósopið tekur við myndinni, sem maður ætlar að taka, safnar geisl- unum saman og dreifir þeim aftur á plötuna eða filmuna, en í henni er silfur, sem heldur myndinni fastri. Venjulegast gerist þetta á 1/25 úr sekúndu, en þegar vjelin er tjósnæm og birtan sterk getur myndin mót- ast á filmu á altað 1/2000 úr sek- úndu. Silfurdustið, sem er á filmunni verða aðeins fyrir áhrifuin af geisl- um, en hinsvegar verkar dimman ekkert á það. Og geislarnir verka mismunandi mikið, eftir því hvort þeir eru sterkir eða veikir. Slerk- ustu geislarnir mest, en minna eftir því, sem þeir eru daufari. Þannig kemur fram munurinn á ljósi og skugga í myndinni. Það hvítasta, sein tekið er varpar sterkustum geislum inn i vjelina. Frainköllunin og „negativiö Silfurdustkornin, sem ljósið hefir verkað mest á, verða svört i fram- kallaranum, en j)ar sem j)au korn eru, sem ljósið hefir ekki verkað á, verður filman gagnsæ. Filman er framkölluð í dimmu herbergi, þar sem aðeins iná láta týra á rauðu ijósi, því að rauðu geislaritir eru þeir einu, sem ekki hafa áhrif á silf- urkornin. Ef ljós kæmist að film- unni eða plötunni, meðan verið væri að framkalla hana mundi hún verða tilveg svört. Þegar filman hefir ver- ið framkölluð er hún þvegin og lögð í bað, sem gerir hana ónæma fyrir áhrifum ljóssins (fikserbað). 1 j)essu haði þvæst af henni það af silfur- dustinu, sem ljósið hafði ekki verk- að á, og þá fyrst þegar þessu er lok- ið er óhætt að láta ljós skina á hana. Nú er filman ])vegin vandlega úr vatni og skoluð lengi og að því loknu er hún hengd til þurks. Þessi mynd, sem nú hefir fengist, er kölluð neikvæð mynd eða „nega- tiv“ því að ljós og skuggi í henni er öfugt við j)að, sem vera skal á rjettri mynd. Hún er glær og gagn- ,,Kopian“ cðn afritið. sæ, þar sem myndin á að vera svört og tekst j)ar sem myndin á að vera ljósust. Nú er eftir að taka einskonar ,,af- HIN ÁGÆTA LUX HANDSÁPA VERNDAR FEGURÐ UPPÁHALDS KVIKMYNDADÍSARINNAR YÐAR. Hafið þjer fundið liina einstöku mýkt Lux-sápulöðursins? Aðeins þetta löður hekiur hörundinu sí- mjúku. Þessvegna nota kvikmynda- dísirnar hana til að varðveita fegurð sína -— jæssvegna nota allar fagrar konur- hana. tivit sem mjöll — og angar af ilmandi blómum. „AÓ' eins hraust og mjúkt hörund stenst hin sterku Ijós kvikmyiiflst- salanna. Mjer fnst Lux-handsápan ómetanleg. Hún heldur hörundinu ávalt hœfu fyrir myndatökurnar". XLTS 52 -IO LUX ftarf SAPA LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. ENGLANO FELUMYND. - um hans eru þó á eftir þeim. Get- Áfram, áframl Kongssonurinn hef- urðu fundið J)á? ir náð konungsdótturinni úr víginu, ____x_____ þar sem ljóti ræningjaforinginn og __________________________________ illjiýði hans hafa haft hana í haldi. Væntanlega hepnast þeim flóttinn : ■■■■■■■■•■■*■■■■ ••••■■••■■■■■•■•>•■■■■■ en ræninginn og tveir af fylgifisk- steypur“ eða „kopiur“ eftir film- unni, á hvitan pappír. Er um tvær pappírstegundir að velja: mjög við- kvæman pappir, sem tekur við mynd inni að kalla má' strax og þarfnast aðeins gasljóss eða rafljóss til þess að verða fyrir Ijósáhrifunum, eða dagsljóspappir, sem J>arfnast lengri tíma og sterkara ljóss. Fyrnefndi pappirinn er þannig, að myndin kemur ekki fram á honum, fyr en hann hefir verið látinn í framkall- ara, alveg eins og filman áður, og hverfur hún af pappírnnm og verður svört, nema lnin sje „fixeruð" á eft- ir. En á dagsljósapappírinn kemur myndin fram án þess að framkallari sje notaður á eftir, en hinsvegar verð ur að „fixera“ hana undir eins, án þess að hún verði fyrir áhrifum Ijóss á miili. Þetta er nú gangurinn í málinu. Hann er ekki eins margbrotinn og maður skyldi halda. Tóta frænka. ——-x----- | Silturplettvörur ■ ■ ■ ■ Silfurplett-borðbúnaður, [ : Kaffi-stell, Rafmagnslampar, m ■ ■ [ Burstastell, Ávaxtaskálar, ■ ■ ■ Blómsturvasar, Kryddílát, ■ ■ ■ j Blekbyttur og- margt fleira. ■ ■ ■ HVERGI ÓDÝRARA. ■ ■ ■ ■ I Versl. Ooðafoss í 1 1 Laugaveg 5. Sími 436

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.