Fálkinn - 09.04.1932, Blaðsíða 6
Sunnudags hugleiðing.
ef'tir Pjetur Sigurðsson.
,,/'<( mœlti Jesiis við' lœvi-
sveina sína: Vilji einhver
fylgja mjer, j)ú afneiti hann
sjálfum sjer og taki upp
kross sinn og fylgi mjer“.
Matt. 10. 2h.
Sá, sem girnist að fylgja Kristi
i upphefð hans, að likjast hon-
um i lífi og starfi, að reynast
lausnarmaður þess þjóðfjelags,
sem hann lifir í, að þjóna eins
og Kristur, að lifa sigursælu lífi
eins og hann, verður þá líka að
fara leið Krists, hina einu sem
liggur til sigurs. „Vilji einhver
fylgja mjer“, segir liann, „þá
taki hann upp kross sinn og
fylgi mjer“. Jesus bar kross, en
ekki æfinlega. Lærisveinn Krists
hlýtur að bera sinn kross, en
iiann þarf ekki að bera hann
æfinlega. Hann á að bera „ok“
Krists alla æfina, en það ok er
„inndælt“, því það hjálpar til
að bera byrðar lifsins; en kross-
inn verður lærisveinn Krists að
bera á ákveðinn stað. Kristur
bar sinn á ákveðinn stað, — á
aftökustaðinn. Þar dó hann á
krossinum. Lengra gat hann
ekki farið með krossinn. Næsta
spor var dýrðleg upprisa. Læri-
sveinninn verður að bera kross
sinn líka á aftökustaðinn. Þar
verður hann að deyja. — Deyja
frá sjálfselsku, valdafíkn, á-
girnd og öllu því, sem gerir
hann ólíkan Kristi. Allstaðar
kvarta menn um deyfð og þrótt-
leysi fjelagslífsins. Þar er ekk-
ert vorlíf, enginn upprisukraft-
ur, engin upprisa, engin hvíta-
sunna. Hversvegna ekki? Vegna
þess að krossinn vantar í líf
manna, hina söiinu fórnfýsi.
Menn tala um áhugamál sín,
en vilja litlu fórna. Áhugamál
vor eiga fáa píslarvotta, þar er
líka lítið upprisulíf, lítill vor-
gróður, lítill kraftur. Krossinn
var áberandi i lífi Krists. Hann
reis líka upp í mætti og mikilli
dýrð, ekki aðeins af gröfinni,
heldur líka í lífi og hjörtum
lærisveina sinna. Hann reis upp
í sál heimsins, sem gróður-
magn hi’ns eilifa vors. Krossinn
varð áberandi í lífi lærisveina
Krists. Þeir sigruðu lika allan
heiminn. Krossinn var áberandi
i lífi hinna fyrstu kristnu. Blóð
þeirra blandaðist blóði villi-
dýranna, sem rifu og tættu þá
í sundur í leikhúsum og sigur-
höllum rómversku valdhaf-
anna, en sú kristni sá líka dýrð-
lcgan upprisudag. Krossinn var
áberandi í lífi siðabótainann-
anna, en þar braust líka fram
vorlíf það, sem sprengdi af sjer
ldakabönd hins andlega og
dimma veturs og hristi af sjer
visnað hýði líflausra siðvenja.
Davíð Livingstone gaf upp and-
ann biðjandi á hnjánum um-
lyktur af myrkri og villimensku
Afríku. Hann bar kross sinn
alla leið, en ljómi upprisunnar
leikur jafnan um nafn þess á-
Klausturlíf fyr og nú.
gæta manns. Abraliam Lincoln
bar einnig kross sinn alla leið.
Hann dó sem píslarvottur þess
málefnis, sem hann barðist fyr-
ir. Það sigraði, og vorblær og
ilmur upprisulífsins andar
manni í móti í æfisögu þess
mikla manns, — lausnarmanns
hinna bágsgtöddu.
Samkvœmt ákvæðum frú 1215 eiga Dominikansmunkar að gera bæn
sina sjö sinnum á dag. Mgndín sýnir munka á bœn.
fíeglur þær, sem Dominikus gaf fgrir bregtni áhang-
enda sinna árið 1215 eru í fullu gildi enn i dag, þó að
taisímar og ritvjelar sjeu nú komin í klaustrin, sem
fulitrúar 20. aldarinnar.
Dgravörður í klaustri. Engum framandi er hleypt inn
um klausturdgrnar fgr en hann hefir gert ítárlega
grein fgrir erindi sínu.
Munkareglurnar gömlu hafa
sjeð sinn fífil fegri en hann er
nú.Því að fyrrum voru þær stór-
veldi og klaustrin að ýmsu leyti
þeir vermireitir andlegrar menn-
ingar, sem háskólar og aðrar lik-
ar mentastofnanir eru nú. Bak
við klausturmúrana og liin lok-
uðu hlið þrifust víða vísinda-
iðkanir, sem liafa haft stórkost-
lega þýðingu fyrir sögu þjóð-
anna * og andlega þróun og
klaustrin voru að þessu leyti
undanfari vísindastofnana nú-
tímans, bæði hjer á landi og
annarsstaðar. Þá var það kirkju-
valdið, sem rjeð meiru en ver-
aldlega valdið, kirkjan liafði
náð bæði auð og völdum og á-
lirif liennar voru svo rík, að
konungar og keisarar urðu að
lieygja sig fyrir henni. Hún var
ríki í ríkinu og sum klaustrin
voru andleg stórveldi fyrir á-
hrif þau, sem frá þeim komu.
Nú er þetta orðið breytt. Hið
veraldlega vald kirkjunnar er
horfið að mestu og þó að margt
sje enn skrifað í klaustrunum
þá eru þau nú ekki framar þau
vísindasetur, sem áður voru
þau, því að aðrar stofnanir hafa
tekið þar við. Visindastarfsemi
er algjörlega óháð trúarbi-ögð-
unum, en klaustrin eru nú hæli
þeirra, sem vilja draga sig út
úr skarkala veraldarinnar og
lifa lífi sínu lausir við truflanir
utan að. En hin forna þýðing
klaustranna gevmist enn, ekki
síst hin sögulegu rit munkanna,
sem varðveitt hafa frá gleymsku
mikilsvarðandi þætti úr sögu
flestra menningai-þjóða, bæði
íslendinga og ánnara.
Á miðöldunum var klaustur-
regla Dominikansmunka einna
voldugust og frægust. Þessi regla
var stofnuð 1215 af Spánverjan-
um Dominikanusi, sem tekinn
var í helgra manna tölu eftir
dauða sinn. Begla þessi fjekk
viðurkenningu Honoríusar páfa
þriðja 22. desember 1216. „Do-
mini canes“ (hundar herra'ns)
voru þessir menn kallaðir og
átti aðalhlutverk þeirra að vera
það, að ná i „villuráfandi sauði“
eða vantrúarmenn og hvetja þá
til betri siðar. Áttu munkarnir
allir að vera prestlærðir menn.
Seiniia varð þessi regla alræmd,
sem forusturegla triivillinga-
dómfjins (inkvisitionarinnar) og
varð um tíma nær einvöld í sum-
mn löndum. Breiddist hún jafnt
út fyrir landamæri Evrópu og
urðu reglubræðurnir yfir 150-
000 þegar flest var. í Danmörku
voru munkar þessir kallaðir
svartbræður og reislu þeir m.
a. klaustur í Lundi, sem þá var
danskur bær, og í Noregi eign-
uðusl þeir klaustur í Niðarósi,
Bergen, Ósló og Hamri. Fræg-
astur allra guðfræðinga þess-
arar reglu var Tómas frá
Aquino.
En fleiri reglur komu til sög-
unnar og samkomulagið milli
þeirra var ekki altaf til fyrir-
myndar, því að reglurnar voru
cins og ríki, sem herjuðu hvert
á annað. Fransiskusarreglan
var stofnuð af Frans frá Assisi
og staðfest af páfa 1223, og
skömmu síðar nunnuregla Glöru
liinnar helgu og „tertiærregl-
an“; var þetta betlimunkaregla
og gengu þeir undir nafninu