Fálkinn - 09.04.1932, Blaðsíða 16
10
F Á L K I N N
SVAN A SMJÖRLÍKI
hefir þrátt fyrir þaö, aö það aldrei hefir lofað meiru en það hefir efnt,
náð sjerstökum vinsœldum allra þeirra neytenda, sem hafa reynt það.
Ennþá munu þó vera allmargar húsmæður, sem aldrei hafa reynt SVANA-smjörlíki. Það er því
ekki úr vegi fyrir þær, að gera einatilraun og bera SVANA-smjörlíki saman viö annað smjörlíki.
Þjer ættuð að reyna:
hvernig bragðið er,
hvernig það smyrst á brauðið,
hvernig er að steykja og brúna úr því,
hvernig er að baka úr því o. s. frv.
og þjer munuð sanna, að árangurinn verður sjerlega góður.
Það er sannleikur:
Að Svana-smjörlíki er búið til úr bestu
efnum sem fáanleg eru til smjörlíkisgerðar
Að það er samansett af verulegri, vís-
indalegri og verklegri þekkingu.
Að hins ítrasta hreinlætis er ávalt gœtt
við framleiðsluna.
Að h.f. SVANUR er eina smjörlíkisgerðin
hjer á landi, sem stöðugt hefir efna-
fræðing í sinni þjónustu.
Að mælikvarðinn á pökkunum er til mik-
illa þæginda við bökun og matartilbúning.
Að S v a n a-smjörlíki yfirleitt þolir allan
samanburð við hvaða smjörlíki sem er.
BAUL U-mjólkin
sem framleidd er í hinni nýju og full-
komnu mjólkurverksmiðju í Borgarnesi,
er nú seld i flestum versl. bæjarins.
Gæðin jafnast fyllilega á við bestu er-
lendu mjólkurteg., sem hjer eru seldar.
Forstjóri hinnar nýju verksmiðju er þaul-
reyndur sjerfræðingur í þessari grein.
Reynið B A U L U - m j ólkin a.
STYÐJIÐ INNLENDAN IÐNAÐ Á ÖLLUM SVIÐUM.
Engar tegundir
af brendu og möluðu kaffi er hjer
hafa verið á boðstólum hafa notið
jafn mikilla og almennra vinsælda og
kaffið í keim blár'dndóttu meó rauða bandinu.
8 ára reynsla tryggir gæðin.