Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.04.1932, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Gátur og heilabrot. 1. Jeg er fjórum árum eldri en bróðir minn og hann er átta árum yngri en systir mín. Hún er helmingi yngri en móðir mín, en aldur henriar er % af aldri föður mins Og föður minn vantar 58 ár á, að vera eins gamall og við öll hin er- um til samans. Geturðu nú sagl injer hvað gamall jeg er? 2. Pjetur á tvöfalt fleiri bræður en systur og Anna systir hans á (irefalt l'leiri hræður en systur. Hvað eru bræðurnir margir og systurnar margar? 3. Jeg veiddi fisk hjerna um dag- inn. Hausinn á honum var 9 cm. á lengd. Sporðurinn var jafnlangur og hausinn og helmingurinn af búkn- um samanlagt og búkurinn jafnlang- ur og haus og sporður samanlagt. Hvað var fiskurinn langur allur? (Ráðningarnar finnið þið á öðrum stað í blaðinu, en þið megið ekki líta á þær, fyr en þið hafið reiknað dæmin sjálf). Geiiir þú gert það? Haltu blýanti milli þumalfingr- anna, eins og sýnt er hjerna á fremri myndinni. Svo áttu að hreyfa hend- urnar þannig, að blýanturinn verði eins og sýnt er á aftari myndinni, án þess að missa hann úr höndun- um. Haltu fingrunum vei saman og beygðu þá hvorn yfir annan, þann- ig að fingurnir á hægri hendi fari yfir fingurna á vinstri. Vinstri þumalfingurinn ' fer fyrst yfir og síðan undir þumalfingur hægri handar. Pegar þú hefir gert þetta nokkr- um sinnum ertu orðinn svo fljótur Ilvað var í tóma eIdspltustokknuiri?, að því, að kunningjar þínir sjá alls ckki hvernig þú ferð. að þvi, þó að þú lcikir listina hvað eftir annað fyrir augunum á þeim. Haltu fram eldspílustokk og sýndu áhorfendunum að hann er tómur. Lokaðu honum svo og láttu kunn- ingjana heyra skrölta í eldspítum í honum, og þegar þú opnar hann sjá Jjeir þar fjórar eða fimm spítur. Hvernig er farið að þessu? Það er gert þannig, að ]iú stingur áður eldspitunum undir lokið, eins og sýnt er með punktalínunum á myndinni. Dgrmœtt epli. Hjerna á myndinni sjerðu epli — rannsakaðu það vel — og þú kemst að raun um, að enginn hefir snert á því áður. Jæja. Skerðu það nú í sundur, einn, tveir, þrír, — og þarna liggur tieyringur inni í því. Hvernig stendur nú á þessu? Jú, sjáðu til. sjáðu til. Jeg hefi l'esl tíeyringinn með vaxi eða steríni á blaðið á hnífnum sem jeg notaði, og enginn tók eftir því, vegna þess að jeg hjelt hnifnum þannig, að tí- eyringurinn sneri að mjer. Svo skar jeg eplið sundur, vitanlega með hluta blaðsins, sem tíeyringurinn var ekki á. Þegar eplið fór að opn- asl færði jeg blaðið þannig til, að tieyringurinn fór inn i sárið og svo þrýsti jeg honum föstum á eplið. Hringbragðið. Þetta er gamalt bragð sem altaf er gaman að. Fljótt á litið er það ljett en i rauninni er það talsvert vanda- samt. Þú heldur vísifingrunum eins og sýnt er á el'stu myndinni og hreyfir þá i hring um hvorn annan. Svo lítið beri á „lokar“ þú þumal- og vísifingrum saman, eins og sýnt er á annari myndinni og um leið og maður setur vísifingur á þumalfing- ur hinnar handarinnar lætur mað- ur hringinn detta á borðið. — Það HINIR YNDÆLU SORKAR YÐAR EIGA NKILID^ PESSA SJERSTÖKU UMHYGGJU v v Þvoiö silkisokka yðar daglega úr LUX. HiÖ hreina mjúka lö'Sur varÖ- veitir þá. Jafnvel hinir fíngeröustu og viökvæ- mustu silkisokkar endast von úr viti, sjeu þeir þvegnir daglegá úr LUX. Litlir pakkar 0.30 Stórir pakkar 0.60 LUX heldur flíkum enn lengur sem mjjum M-LX 37 1 -047A IC LEVER BROTHEKS UMlTliD, PORT SUNUGHT, UNCI.AND munu fáir leika þetta eftir. Hafirðu ekki hring getur þú notað band- spotta. sem þú bindur saman. Felumgnd. lljerna sjerðu mynd af úlfinum, sem át hana Rauðhettu og hana ömmu hennar. Þær eru þarna á myndinni líka. Geturðu fundið jiær? Frú Sara Wornack í Texas hefir eignast 34 börn á 30 áruin. Þríbura sex sinnuin fjórbura einu sinni og loks fimmbura, Þetta er ættgengt því að móðir hennar hafði eignast 18 börn áður en hún var orðin þrítug. Frú Wornack er 45 ára en giftisl 15 ára. Lausn d felnmynd. LAUSN Á GÁTUNUM. 1. Jeg er 20 ára, bróðir minn 22 ára, systir mín 30 ára, móðir mín 00 ára og faðir minn 80 ára. 2. Niu synir og fjórar dætur. 3. Hausinn 9 cm., búkurinn 36 og sporðurinn 27 cm. — alls 72 cm. Kreppan í Ameríku virðist ætla að hafa áhrif á Olympsleikina, sem ekki er furða. Þannig hefir orðið 52.468 dollara halli á vetrarleikjun- um í Lake Placid, að því er nýjar fregnir herma. ----x---- Skriða fjell nýlega á gistihús i Ana, sem er smábær skamt frá Trapesunt. Tók liún gistihúsið og drap sex manns. KENNARINN. Ef jeg gef þjer 16 hnetur og segi þjer að skifta þeim milli þin og hans litia bróður jríns, hvað margar fær hann þá. Jónsi: — llann fær sex. Hvaða bull. Geturðu ekki talið, drengur. — Jú, jeg get talið, en hann litli bróðir getur þa'ð ekki,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.