Fálkinn


Fálkinn - 09.04.1932, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.04.1932, Blaðsíða 7
F Á L K I N N Mimktir að' tala saman i andihjri klaustnrsins. Dominikanar hafa jafnan átt ágœta gnöfrœöinga. Þarna i bákasafni klaustnrsins ern til gnðfræðibækur alls- konar, eigi siðnr mótmælenda en kaþólskra manna. grámunkar. Þá má nefna Jesú- ítaregluna, sem Ignatius Loy- ola stofnaði og í'jekk staðfest- ingu pála á árið 1510 með þeim aðaltilgangi að efla veldi kirkj- unnar og páfans út á við og inn á við. Hefir regla þessi löngum verið ásteytingarsteinn ýmsra, ekki síst fyrir ýms siðfræðiboð- orð er þeir halda fram og orka þykja tvímælis. Regla þessi varð páfadómnum hinn besti skjöld- ur í baráttunni við inótmæl- endatrúna og' breiddist mjög út i kaþólskum löndum. Mátti segja, að þeir kiptu líka fótun- um undan bæði Dominikan- munkunum og Fransiskusar- mimkunum. Eftir frönsku stjórn arbyltinguna mátti segja, að saga Dominikána væri úti í Frakklandi og loks var þeim 500 munkum þessarar reglu, sem eftir voru í Frakklandi vís- að úr landi árið 1880. En klaust- ur hafa þeir enn í ýmsum lönd- um og er hið stærsta þeirra í Þýskalandi. — Myndirnar sem fylgja þessari grein eru teknar í þýsku Dominikanaklaustri. Klaustrin sem stofnuð voru hjer á landi í kaþólskri tíð löld- ust ekki til neinnar af framan- nefndum munkareglum heldur til Ágústínusarreglunnar og Benediktsreglunnar. Fyrnefnda rcgJan byggir boðorð sín á lioð- um Ágústíns kirkjuföður en stofnandi hinnar seinni er Bene- dikl frá Nursia og fylgir þessi klausturregla baðum þeiin, scm liann setti binu fræga klaustri sinu á Moiite Cassino árið 529. Fyrir lok 12. aldar böfðu fimm klaustur verið sett á ís- landi. Ilið fyrsta þeirra var klaustrið á Þingeyrum, Utofn- að snemma á 12. öld og vígl al' Katli biskupi, en upptökin að þessari klausturstofnun mun Jón helgi Hólabiskup hafa átt. Þetta klaustur varð frægt hæði fyrir auð og lærdómsiðkanir; þar var Karl Jónsson ábóti í 38 ár (1109 1207), sá er Sverris- sögu reit og um sama leyti voru þar tveir frægir lærdómsmenn aðrir, Oddur Snorrason og Gunnlaugur Leilsson, báðir merkir sagnritarar. Skrifuðu þeir báðir á latínu. Næsta klaustrið var stofnað á Munka- Þverá árið 1155, af Birni Gils- svni biskupi. Meðal merkra inerkra manna í þvi klaustri má uefna Nikulás Bergsson og Berg Sokkason, og á Munka- Þverá fjekk .Tón biskup Arason fyrstu mentun sína. Bæði þessi klaustur töldust til reglu Bene- dikts frá Nursia. Fyrsta Ágústínaklaustrið hjer á landi var stofnað að Þykkva- hæ í Álflaveri 1168 og varð Þor- lákur lielgi fyrsti forstöðumað- ur þess. Frægasti maður þess varð Brandur Jónsson, er þar varð ábóti um miðja 13. öld; þar var Eysteinn Ásgrímsson, höfundur „Lilju“ líka um eilt skeið. Næsta klaustrið var stofn- Þjónandi mnnknr við matargerð i eldhúsinn. Klanstrið matreiðir ekki aðeins handa mnnkunum, en held- nr einnig uppi matgjöfnm til fálæk- linga í nágrenninu. að í Flatev á Breiðafirði og samkvæmt Ágúslínarreglu; var það flutt þaðan og að Helga- felli eftir 12 ár J1184). Eigi vita menn með vissu um, að nein bókmentaafrek hafi verið unn- in þar, en sennilegt þvkir, að Eyrbyggja saga sje skráð í Helgafellsklaustri. Næst var stofnað fyrsta nunnuklaustrið á íslandi, að Kirkjubæ á Síðu, árið 1184, en síðan verður hlje á, þangað til Viðevjarklaustur er stofnað. Var það vígt af Magnúsi bisk- upi 1226, en Þorvaldur Gissur- arson og Snorri Sturluson eru taldir að hafa átt þátl í stofnun þess. Viðeyjarklaustur varð ríkt klaustur og merkt og kemur all- mikið við siðbótarsöguna, sem kunnugt er. Þá er að nefna Möðruvallaklaustur og nunnu- klaustrið á Reynistað en livor- ugt þeirra varð frægt. Síðasta klauslrið scm stofnað var hjer á landi var að Skriðu. Var það eina klauslrið á Austurlandi og ekki stofnað fvr en á fimtándu öld. í Saurbæ i Eyjafirði er talið vist að klaustur bafi verið stofn- að fyrir lok 12. aldar og undir- búningur niun liafa verið til jiess að stofna klaustur i Hít- ardal, í Vestmannaeyjum og á Keldum. En svo óljósar eru sög- urnar um þetta, að ekki verður sagt, hvort þessi klaustur hafa uokkurntima orðið til. Um klausturlifnað lijer og erlendis hefir ýmislegt verið rilað og benda sumar þær sög- ur á, að meinlætalíf og lirein- lifi liafi ekki upp á háborðið allstaðar. En hitl cr vist, að inn- an klausturveggjanna hafa lif- að ágætir menn, vísindamenn sem hafa reist sjer óbrotgjarna mi'nnisvarða, ekki aðeins í guð- fræði og sagnfræði heldur og í fjöldamörgum þeirra visinda- greina, sem fjarskyldar eru taldar núverandi námsgrcinum prestanna. í byrjun næsta árs kvað Byrd ætla í nýjan leiðangur til suður- heimskautslandanna til ]>ess að rann- saka strandlengjuna milli Hvalaflóa og Wedelshafs en hún er 1500 enskar mílur á lengd. ltíkismaður einn hef- ur lagt honum til skip og mikið af öðrum nauðsynjum til fararinnar ó- keypis. Gert er ráð fyrir að Byrd verði tvö ár i ferðinni. Hann ætl- ar að hafa aðalstöð sína við Maud- fjöll,. 400 mílum nær suðurskautinu en bækistöð hans var i síðustu ferð, er hann flaug til heimskautsins. Hef- ir hann með sjer mikinn útbúnað, svo sem nokkrar dráttarvjelar, 150 liunda og 4—5 flugvjelar. A British Museum hefir í vetur larið fram endurröðun á egyptska safninu, tilhögun þess breytt, og ýmsu rutt burt, sem ekki þykir svara kostnaði að geyma. Þarna hafa til dæmis verið um 100 miimi- ur undanfarið, en nú eru ekki eftir nema tuttugu. til þess að rýma fyrir nýjum inunum hafa þær múmíurn ar, sem ekki var neitt sjerstakt merkilegt við, verið látnar ofan i kjallara og stendur til að brenna þær með tímanum. Ætli fornmenja- safnið hjerna gæti ekki fengið eina fyrir litið. ----x---- Við uppskurð, sem gerður var á manni nokkrum í Danmörku fyrir nokkrum árum, hafði læknirinn gleymt gasbindi i sárinu. Þegar þetta komst upp höfðaði maðurinn mál gegn sjúkrahúsinu og krafðist skaða- bóta. Hann vann málið og rjetturinn dæmdi honum 2500 kr. í bætur. ----x——— Ráðhúsið í Wien keypti nýlega málverk fyrir 60 krónur. Við rann- sókn kom í ljós, að málverk þetta er eftir Rafael, svo að ráðhúsið hef- ir gert góð kaup núna i kreppunni. ----x---- Fyrir þremur árum giftist ung Parisarstúlka kínverskum liðsfor- ingja og fór með honum austur. Þegar þangað kom var herdeild hans úr sögunni og varð hann að gera sjer að góðu að verða dráttar- strákur (kúlí). Skildi konan þá við hann og var send til París. En nú er Kinverjinn kominn til virðinga aftur og orðinn ofursti. Hefur hann nú sent konunni boð um, að koma aftur. Vísindastofnun ein í Róm hefir beðið um leyfi til þess að opna kistu Alexanders páfa sjötta, til þess að ganga úr skugga ujn, hvort liann hafi verið drepinn á eitri, eins og sumar sögur segja. Alexander var faðir Lucrezíu og Cæsars Borgia, og einn illræmdasti páfi, sem uppi hef- ir verið. Píus páfi hefir neitað að verða við þessari beiðni og vill lofa páfanum að hvíla í friði. Lögreglan í Ungverjalandi er að leita að manni, sem nýlega liefir stolið tveimur ungum stúlkum. Menn halda að hann sje egypskur þræla- sati og muni liafa stolið um 500 stúlkum síðustu þrjú árin, og selt þær pútnahúsum i Suður-Ameriku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.