Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1932, Síða 8

Fálkinn - 09.07.1932, Síða 8
8 F A L K I N N Á síðasia afmælisdegi William Shake- speare, hins ódauðlega skálds Eng- lendinga, var Hamlet valinn til sýn- ingar, enda er sá leikur einna vinsæl- astur af öllum leikjum skáddsins. Aðr- ar þjóðir hafa regnt að leika Hamlet og önnur leikrit Shakespeares sem nú- tíma leikrit, láta persónurnar vera í nútímabúningum og því um líkt, en Bretar hafa meslu skömm á slílcu. — Myndin hjer til vinstri er tekin af einu atriðinu í teiknum eins og hann var sýndur í London nú síðast. Páfinn er mesti framfaramaður og gerir ýmsar umbætur í hinu litla ríki sinu og tekur upp nýjungar, sem sum- um fyrirrennurum hans mundu þykja ganga guðlasti næst. Iiann hefir komið upp símastöð fyrir páfagarð og nú hef- ir hann látið gera járnbraut, sem er í sambandi við ítölsku ríkisbrautirnar. Hjer sjest eimlestin, en Pjeturskirkjan í baksýn. Myndin hjer að ofan gefur nokkra liugmynd um, hve risavaxin hin stærslu farþegaskip heimsins eru. Hún er af skipinu Berengaria, tekin meðan skipið lá i þurkví, til þess að fá gert við skemdir, sem urðu á stýrisumbúnaðin- um. Fólkið á landgöngubrúnni næst á myndinni er eins og flugur í saman- burði við risann í baksýn. lþróttir eru iðkaðar af kappi við am- eríkönsku háslcólana ekki síður en við þá ensku og eru flestir ameríkanskir stúdentar, sem vilja heita menn með mönnum fjölliæfir íþróttamenn. En uppáhalds skemliíþrótt þeirra er golf. Ameríkumenn hafa tekið upp þá ný- lundu, sem Englendingar lcunna elcki við, að leika golf við hljóðfæraslátt. Hjer sjest þesslconar skemtun. Myndin er tekin á Wilson College í Kaliforníu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.