Fálkinn - 22.10.1932, Síða 2
2
F Á L K I N N
GAMLA B1 Ó
Griðrofin.
Leynilögreglu-talmynd á þýsku,
gerð samkvœmt skáldsögu eftir
Edgar Wallace.
ASalhlutverk leika:
Pritz fíasp
Paul Hörbiger,
Szöke SzahaJl.
Myndin verður sýnd bráðega.
EGILS
PILSNER
BJÓR
MALTÖL
HVÍTÖL.
SIRIUS
s
GOSDRYKKIR,
9 tegundir.
SÓDAVATN
SAFT
LÍKÖRAR, 5 teg.
j Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ i
j tryggja gæðin. !
! H.f. ðigerðln
j Effill SkaHagrimsson
ÍSími 390 og 1303.
Reykjavík.
fiúmmístígvjel.
Japönsku ódýru gúministígvjel-
in nýkomin, verðiö lækkað.
Kven-, brún oo svðrt olans Kr. 10.00
TeloU', — • -Nr.13-2- 7.50
Barna-, — • - - 8-11- B.B0
Lárus G. Lúðvigsson,
skóverslnn.
NÝJA BÍÓ
Ast og ðriög.
Talmynd tekin á ensku af R.
K. Ó. — Pathé, búin til leiks af
Paul Stein.
Aðalhlutverkin ieika:
CONSTANCE BENETT,
Paul Cavanaugh og
Joel Mc Crea.
Þessi ágæta mynd verður
sýnd um helgina.
I Matrosaföt
Og
I Frakkar
fallegt úrvál fæst í
[SOFFÍUBÚÐ
Hljóm- og talmyndir.
ÁST OG ÖfíLÖG Mynd þessi er
---------------- tekin af Pathé
og hefst með sýningu af loftárás á
London. Zeppelinskip sveimar yfir
heimsborginni og spúir úr sjer drep-
andi sprengjum, en fólkið flýr eins
og fætur toga niður í kjallarana, sem
þóttu öruggasti griðastaðurinn, þeg-
ar Þjóðverjar gerðu óvinum sinum
þessar ægilegu heimsóknir.
Meðal þeirra, sem rekast á við
þetta tækifæri eru ameríkanski flug-
maðurinn Barry, sem hefir fengið
leyfi frá vígstöðvunum og notar það
í London, og ameríska hjúkrunar-
konan Doris (Constance Benett).
Hann fer með hana niður í veit-
ingakjallara og verður þetta til þess
að þau kynnast og fara að unnast
hugástum. En brátt er leyfistími
Barrys á enda og þau skilja og hann
fer til vígstöðvanna. En áður hafa
þau bundist trygðum og ætla að
giftast undir eins og stríðinu er lok-
ið.
Nokkru síðar fær Doris fregn af
þvi, að Barry hafi flogið inn fyrir
víglinur óvinanna og ekki komið
aftur. Um sama leyti og hún fær þá
harmafregn að hann hafi farist
verður hún þess vör að hún er með
barni. En nú kynnist Doris enskum
aðalsmanni, sir Wilfred, og hann
fellir hug til hennar. Hún lofast
honum eftir að hún hefir sagt hon-
um upp alla sögu um heit sín til
Barry og hann lofar henni að gang-
ast við faðerni barnsins, sem hún
gangi með.
En ári siðar kemur Barry til sög-
unnar. Hann hefir ekki beðið bana,
hinsvegar særst hættulega og þegar
hann hafði frjett að Doris væri gift
hafði hann ekki viljað skrifa henni.
Nú er hann orðinn heilbrigður aft-
ur og vill tala við hana og kveðja
hana áður en hann fer til Ameríku
En undir eins og sir Wilfred verður
þess var, að Barry er kominn aftur
verður hann óður af afbrýðisemi,
krefst skilnaðar og rjetturinn dæm-
ir honum barnið. Barry er farinn
áður en þessi málajok gerast, en
Doris hverfur út í fátækrahverfið
og fer að vinna fyrir sjer. Hún fær
aldrei að heimsækja barn sitt og lif
hennar er öinurlegt. — En nú kem-
ur Barry til Englands aftur og
undir eins og hann heyrir, að Dor-
is er skilin við sir Wilfred, ein-
setur hann sjer að leita hana uppi
og tekst það eftir mikla leit. Það er
þráin eftir Doris, sem hefir rekið
hann til Englands aftur. Þegar hann
finnur hana biður hann hana um
að koma til sín, en Doris neitar því.
Hún hefir fengið ieyfi til að sjá
barnið sitt — í fyrsta skifti eftir tvö
ár og óttast, að ef sir Wilfred kom-
ist á snoðir um, að hún hafi tekið
saman við Barry, muni hann taka
loforð sitt aftur. Óg hún fer að hitta
barnið. En þegar hún kemur á sitt
forna heimili fær hún að vita, að
barnið hefir orðið fyrir slysi sama
daginn og dáið. Og þá er ekkert eft-
ir, sem bindur hana við heimili sir
Wilfreds. Hún flýr heim aftur — en
þá er Barry þar enn. Hún er eina
konan, sem hann hefir elskað og
liann hefir einsett sjer að fara ekki
aftur til Ameríku fyr en hann geti
haft hana með sjer. Og það verður.
Myndin er einstaklega hugnæm
og vel leikin. Paul Gavanaugh leik-
ur Barry en Joel Mc Crea leikur sir
Wifred Drake. Myndin verður synd
á Nýja Bíó um helgina.
GRIÐROFINN. .<Mynd þessi er tekin
------------ af Ondra-Lamacfje-
laginu undir stjórn Lamace og bygg-
ist á einni af alkunnustu leynilög-
reglusögum Edgars Wallace, sem
margir hafa eflaust lesið á dönsku
og er kölluð „Stikkeren". Efnið er
það, að í langan tíma hafa lögregl-
unni borist nafnlaus brjef um alls-
konar glæpi, sem framdir muni
verða á þessum og þessum stað,
bæði morð, innbrot og þjófnaði og
það bregst ekki að þetta kemur
jafnan fram. Lögreglan er alveg
ráðalaus og almenningur fullur
gremju yfir ódugnaði hennar. Henni
tekst að vísu að ná i fjöldann allan
af glæpamönnum vegna upplýsinga
þeirra sem hún fær frá i.griðrofan-
um“, sein svo er nefndur, en al-
menningur krefst þess að hún nái í
hann sjálfan. Griðrofanafnið fær
hann af því, að engum dylst að hann
sje glæpamaður, sem sviki vini sína
í trygðum.
Framhatld á bls. 15.