Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1933, Qupperneq 5

Fálkinn - 23.09.1933, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 Dam kapteinn, sú sem var aðstoö- armaðnr Lindberghs i Grænlcmdi og kom hjer við með ,,Jelling“ grátbænir Lindbergh um að sýna sig fgrir mannfjöldanum, sem sam- an var kominn á tollbúðinni. sagðisl ætla sjer, en það var sjaldan, sem hann mintist á það. Síðan Lindbergh lenti á Le Bourgetvellinum við París kvöldið 21. mai 1927, eftir 33% stunda flug frá New York, hef- ir heimurinn munað hvað hann lijet. Því að það var eins og alt ætlaði að tryllast yfir þessu afreki og eflaust hefir eftirtektin sem það vakti orðið meiri fyrir það, hve öllum kom það á ó- vænt. — En þetta sama kvöld komu ótvírætt i ljós ýms þau einkenni mannsins, sem íslend- ingar hafa kynst í sumar. Lindbergh var syfjaður þeg- ar hann kom til París um kvöld- ið og honum virtist það áliyggju efni, að hafa ekki hugsað fyrir því fyrirfram að tryggja sjer næturstað. „Mjer þykir verst að vita ekki hvar jeg á að vera í nótt“, kvað hafm hafa sagt. En hann þurfti ekki að bera kvíð- boga fyrir því. Bandaríkja- •sendiberrann fór með liann heim í sendisveitarhöllina -— og þar svaf Lindbergli til kl. 3 daginn eftir. Sendiherrann fór nieð hann eins og óþroskaðan son sinn, lceypti honum föt og fór með liann hvert sem þurfti, m. a. til Frakklandsforsela, sem hafði óskað að sænia hann krossi heiðursfylkingariimar. Og í samsætunum sem Lindbergh varð að taka þátt í, var það sendiherrann, sem svaraði fyrir hann, þvi að ekki var viðkom- andi, að Lindbefgh gerði það sjálfur. Svo fór hann vestur aftur skömmu síðar, sjóleiðis. Þegar hann kom til New York ætlaði all af göíhmum að ganga og sömuleiðis þegar hánn kom til Wasliington. Lindbergh sjálf- ur kvað hafa sagt um móttök- urnar: „Það er hvíld að fljúga Lindbergh á flotaflugstöðinni i li aupmannahöfn að semja um kaup á bensíni. hafi fylt mörg herbergi. Sam- vfir Atlantshafið, i samanburði við að taka afleiðingunum af því!“ Og alt bendir á, að hann hafi meint J)að. Nú rigndi yfir hann tilboðun- um úr öllum áttum. Lindbergh var ekki fjáður maður og fyrsta stórfjeð, sem hann fjekk voru þessi 5000 pund fvrir Atlants- hafsflugið. Nú komu kvik- myndáfjelögin og buðu hærri upphæðir, ef liann vildi leika i kvikmynd. „Jeg kann það ekki“, svaraði hann. „Og þessutan er jeg ekki til sölu“. Sama svarið fengu fjölleikalms og þesskon- ar stofnanir, sem báðu hann um að sýna sig opinberlega í nokkr- ar mínútur. Lindbergh varð að taka fjölda fólks i þjónustu sina til þess að opna fyrir sig brjef er honum bárust svo og gjafir alískonar, en sagt er að þær sæti voru bonum haldin víðs- vegar um Ríkin og Canada á næstu flugferðum hans og var ein gjöfin frá járnbrautarfjelagi einu vestan hafs: ])lata úr gulli, sem veitti æfilanga heimild til að ferðast ókeypis með hrautum fjelagsins og mun það vera dýrasti járnbrautarfarmiðinn, sem til er i veröldinni. Og beið- ursfélagi varð hann allra flug- fjelaga, sem nöfnum tjáir að nefna. Eftir tilmælum stjórnarinnar sagði hann lausu starfi sinu sem póstflugmaður, en stjórnin veitti honum ofurstastöðu i hernum og fól honum að ferðast um Rikin fljúgandi, sem einskonar opinber erindreki forsetans, svo og til Suður-Ameríkurikjanna. Var hann kallaður „The Flying Vjel Lindberghs er dregin í iægi. Hann sjest sjálfur á öðru flothylk- inu. Ambassador“ þessi árin og fór með ýms erindi fyrir hönd stjórnarinnar. í maímánuði 1929 giftist hann Anne Dwight Morr- ow, dóttur sendiherra Banda- rikjanna í Mexíkó og hefir hún verið óaðskiljanlegur förunaut- ur manns síns siðan. Hún var áhugasöm um flug og tók al- ment flugskírteini eftir að liáfa stýrt kensluflugvjel í níu tíma, en síðan hefir hún lært loft- skeytafræði og vjelfræði, endá jáfnan haft duglegan kennara við hendina þar sem bóndinn var. Má heita að hún hafi jafn- an flogið með Iionum síðan þau giftust, m. a. Var hún með hon- um þegar hann lenti í mestu liættunni, sem fvrir hann hefir komið, er liann varð að nauð- lenda og eldur kom upp í vjel- inni, svo fljótlega að þaú sluppu með naumindum og bæði skað- brend. Lika var hún með Lind- bergh á hinu frækilega flugi til Tokíó, um Alaska og Berings- sund. Það flug fór Lindbergh sem könmmarflug. Voru þá miklar Framh. á bls. 12. Carstensen ritstjóri, þultir útvarps- blaðsins reynir að fá Lindbergh til að segja nokkur orð í úlvarpið. Vjel Lindberghs nýlent á flugbátastöð hersins, i Kaiipmannaliöfn. Frú- in sjest í vjelinni. 1 -•

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.