Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N ------ 0AMLA B í Ó -------- Um lffið að tefla. Afar spennandi franskur löfí- reglusjónleikur eftir sögu Ge- orges Simenon, gerður undir stjórn Julien Duvivier. ASal- hlutverkin leika: HARRY BAUR, INKIKINOFF, GINA MANES og MARCEL BOURDEL. Þessi ágæta mynd verður sýnd á næstunni. 75 ÁRA ÍÞRÓTTAGARPUR. I langhlaupi á skíðum sem haldið var í Þrændalögum í vor var elsti þátttakandinn 75 ára gamall. Heitir hann Haldor Sirás og er gamall skíðagarpur. Að vísu varð hann ckki meðal þeirra fremstu í hlaup- inu, en hafði þó verið minna eftir sig þegar að marki kom eftir 50 kílómetra göngu en flestir þeir yngri. Meðal annara þátttakenda voru sonur hans og sonarsonur. Fjölbreytt úrval 13397-19 LARUS 6. LÚÐVI6SS0N, — Skóverslun. — PROTOS Siemens heimsþektu raftæki. Ryksugur. Bónvjelar. Kæliskápar. Eldavjelar. Hárþurkur. Hitapúðar. Fæst hjá raftækjasölum. Hljóm- og UM LÍFIÐ AÐ TEFLA. Iifni þessarar myndar er tekið úr sögu hins alkunna glæpasögu- höfundar Georges Simpnon, sem manna mesl er lesinn af höfundum í þeirri grein síðan Edgar Wallace fjell frá. Segir hún frá flóknu glæpamáli, sem Maigret lögreglu- fulltrúi hefir til rannsóknar og tekst um síðir að komast að sann- indum í, eftir langa og erfiða rann- sókn. En upphaf þessa glæpamáls er það, að ungur og lífsleiður svali- ári lætur falla orð um það á opin- berum stað, að hann vilji borga þeim manni 100.000 franka, sem stúti frænku sinni ríkri, sem liann er einkaerfingi eftir. Um leið og hann lýkur orðinu dettur seðill niður við fætur hans og skrifað á hann: „Tek boðinu. Sendið heiin- ilisfang frænku yðar, lylda og teikningu af húsaskipun í umslagi merktu M. V. á pósthúsið í Boule- vard Raspail“. Svallarinn hefir ekki hugmynd um, liver skrifað hefir seðilinn en tek'ur boðinu og sendir skilríkin á pósthúsið. Og nú hefst hin spennandi saga. Ríka frænkan er myrt, en enginn veit hver gert hefir. Fingraför manns finnast á veggnum í hcr- berginu og maðurinn sem á þau næst. En Maigret lögreglufulltrúi þykist samt ekki viss um sekt hans. Hann leitar áfram og beitir ým:-.- talmyndir. um slóttugum hrögðum til þess að hafa uppi á hinum eiginlega morð- ingja. Hvað eftir annað er komið að honum að framselja inálið til dóms og þá mundi fingrafaramað- urinn verða dæmdur til dauða, og hvað eftir annað hættir hann við og byrjar nýja rannsókn. Er öll sagan eins og hún væri tekin út úr daglega lífinu og lýsir mætavel starfsaðferðum lögreglunnar í stór- borgunum. En til þess að svifta ekki áhorfaiidann ánægjunni af ó- vissunni verður ekki skýrt frá þvi lijer, hver hinn seki er. Það gerir myndin best sjálf. Aðalhlutverkið í mynd þessari, reglufulltrúann, leikur hinn ágæti franski skapgerðarleikari Harry Baur, sem var frægur leikari á leikhúsum áður en hann rjeðist til kvikmyndanna og nú þykir einna mestur allra hinna yngri leikara Frakka. Og með honum eru ein- tómir úrvalsleikarar, flestir frá stóru leikhúsunum í París, svo sern Marcel Bourdel frá Comedie Francaise. En kvenhlutverkið leikur hin undurfagra Gina Manes. Mynd- in verður sýnd á GAMLA BIO bráðlega. LITLA BÚÐIN. í þessari mynd, sem er þýsk óperetta frá Ufa Film kemnr kvennagullið Willy Fritch á ný ljós- lifandi fram á sjónarsviðið, í gerfi ungs greiía. Og mótleikari hans er Káthe von Nagy, hin skemtilega, gletna og fallega ungverska leik- kona. Það er ekki vert að rekja efnið i þessari mynd nema rjett í aðai- atriðunum. Tvær systur, dæt ir hershöfðingjaekkju heita Leonine (Dagny Servais) og Gerti (Káthe von Nagy). Leonine er gift, en leið á manninum sínum því að hann getur ekki veitt henni nema lítið af þessa heims lystisemdum, og kemst hún því í þing við gámlan greifa (Gustav Waldau) og ætlar að strjúka með honum suður i lönd. Gerti er stúdent og iðjusöm og sívinnandi, og þegar hún kem- ur heiin í sumarfríið lieyrir hún um atferli systur sinnar og greit’- ans. Og hún einsetur sjer að af- stýra jieirri óhæfu, að systirin strjúki með greifanum, — Marenzi heitir hann. Nú ber svo við að hún hittir Marenzi greifa, ungan og cfnilegan mann (Willy Fritcli) og nú læst hún vera ástfangin af honum, hiður hann um stefnumót, þegar hún veit að hann ætlar að hafa stefnumót við systur hennar, og þessháttar. Verður úr þessu hinn grátbroslegasti misskilningur og allskonar æfintýri, því að það er alls ekki ungi greifinn, sem Leonine hefir verið í þingum við, heldur faðir hans. Og svo endar nátlúrlega alt vel. Leonine sætlist við Anton garminn, mann sinn, en Gerti trúlofast unga greiíanum. ----- NÝJA BÍO ------------ Litla búðin. Sprenghlægileg þýsk söngmynd, tekin af UFA undir stjórn Rein- liold Schúnzel, með söngvum eftir Alhert Fischer. Aðalhlut- verkin leika WILLY FRITCH, KATHE von NAGY, ADELE SANDROCK og GUSTAV WALDAU. Sýnd bráðlega. BAIiON v. RIBBENTORP var forseti sendinefndar þeirrar, sem Þjþðverjar gerðu út til Eng- lands í sumar, til þess að semja við Breta um nýjar flotamála- og flug- málasamþyktir. Varð árangur af samningum þessum mikill svo að Frökkum þykir nóg um eindrægni þá, sem nú er orðin milli Þjóð- verja og Breta. Myndin hjer að ofan er af Ribhentorp baróni. Fálkinn er besta heirailisblaðið. Það er líf og fjör i þessari mynd, eliki síst næturþættinum á heimili greifans, þegar gamla frænkan kemur til skjalanna. Bíógeslir hjer þekkja svo vel nöfn þeirra leik- enda, sem nefndir liafa verið, að þeir þurfa engra meðmæla með, en auk þeir'ra eru þarna margir leik- endur í spaugilegum hlutverkum. Myndin er gerð upp úr leikritinu „Die kleine Trafik“ en Réinhold Sc.húnzel liefir stjórnað myndtök- unni. Hljómleikarnir sem eru smellnir og skemtileglr, eru eftir Alberl Fischer. Hefir myndin gelið sjer ágætis orð þar sem hún hefir farið um heiminn hingað til, „Litla Búðin“ verður sýnd á NÝJA BÍÓ á næstunni. SPORTVÖRUR: Sjálfblekungar (nafn grafið á ókeypis.) Sjónaukar, Ferða- hnífar, Áttavitar o.fl. sportvörur Gleraugnabúðin Laugaveg 2. Alt með Eimskip.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.