Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Haustdagur. I. Það var einn haustdag, að jeg var illa staddur og í mikl- um vandræðum; þarna í þess- um ókunna bæ, sem jeg liafði lent í, þekti jeg ekki nokkra lifandi sál, átti ekki eyri til í eigu minni og hvergi athvarf. Jeg hafði selt utan af mjer hverja þá spjör, sem jeg gat mögulega verið án og þegar jeg var öldungis rúinn livarf jeg úr hænum og út í úthverfin, þang- að sem jeg vissi að eimskipa- hryggjan var, og þar sem jafn- an var mikil vinna að sumar- lagi; en nú var alt i eyði og tómt þar, enda var komið fram yfir miðjan októher. Jeg ráfaði ál'ram, dragandi á eftir mjer lappirnar í votum sandinum og liafði mig allan við að reyna að koma auga á eilthvað æti. Jeg reikaði milli eyðilegra húsa og yfirgefinna hjalla og liugsaði um livað það væri gott að vera saddur .... Við menningarskilyrði þau sem nú ríkja er miklu auðveld- ara að seðja sálina en líkam- ann. Maður reikar göturnar um- kringdur af stórhýsum, sem hið ytra — og eflaust að innan líka —- bjóða af sjer góðan þokka, og þetta vekur hjá manni alls- konar hugsanir, um bygginga- list, um heilhrigði og aðra spak- lega hluti. Maður mætir fólki sem er vel klætl og Jilýlega — það gerir sjer far um að hafa ákveðið hil milli þín og sjálfs sín, sýnir lofsverðan álniga á, að láta eins og það viti ekki af þjer. Það er dagsanna, hungr- uð sálin mettast auðveldar og betur en likaminn og af þessu er liægt að draga skarp- viturlega ályktun, hinum metta i vil! Kvöldið kom, liann fór að rigna, norðangolan ýlfraði; hún hvein í tómum lijöllunum, buldi á gluggahlerunum í lokuðu veit- ingahúsinu, en öldur fljótsins sungu við liviðunum og fleygðu sjer suðandi upp i sandinn með löndunum, risu og földuðu hvítu, runnu út í fjarlægðina, hregð- andi á leik og eltandi hver aðra .... Það var sem fijótið findi að veturinn var að nálgast og væri að flýja í ofhoði undan klakaböndunum, sem jafnvel í nótt gátu lialdið innreið sina í samfylgd með norðangarðinum. Himininn var þungur og dimm- ur, þar var varla hægt að greina þungu regndropana sem fjellu úr loftinu. Hálfhrotið bátskrifli við hakk- ann, stóru trjen sem skulfu fyr- ir vindi, alt var óendanlega öm- urlegt. Alt í kring var í eyði, mannlaust, dáið; himininn grjet beiskum tárum. Og það var eins og alt sálaðisl í þessari miklu eyðimörk, hráðum yrði jeg eina lifandi veran þarna, og einnig mín beið hitur dauðinn. Alt í einu kom jeg auga á gulklædda veru, gegndrepa og hogna í baki, eins og gróna við jörðina rjett hjá einum hjallin- um. Jeg stóð kyr og fór að furða mig á, livað hún væri að gera þarna. Það var eins og liún væri að krafsa holu með liöndunum í sandinn inn undir hjallþilið. „Ilvað ertu að gera þarna?“ spurði jeg og settist á hækjur lijá henni. Hún rak upp lágt óp og spratt upp. Nú, þegar hún var upp- rjett og horfði á mig með upp- spertum kvíðandi gráum aug- um, sá jeg að þetta var ung stúlka á aldur við mig með ljómandi fallegt andlit, sem þrír stórir marhleltir voru eina inissmíðin á. Þeir spillu útliti liennar þó að þeir að því er virt- ist hefðu verið settir þarna i innbyrðis samræmi, tveir þeirra voru sinn yfir livoru auga og sá stærsti beint yfir nasrótinni. Það voru listamannsfingraför á þessari tilhögun, glögt auga fyr- ir því, livar blettirnir ættu að vera tU þess að líta andlitið sem mest. Stúlkan horfði á mig og smám saman livarf kvíðinn úr augum hennar. Hún tók hend- ina upp úr sandinum, lagaði á sjer bómullar-höfuðsjalið og sagði skjálfandi: „Langar þig líka í eitthvað að borða? .... Grafðu þá, jeg er svo dofin í gómunum. Þarna inni — hún kastaði liöfðinu í áttina til hjallsins — er áreið- anlega hrauð .... kanske pylsa líka. Verslunin i húðinni opnar aftur á morgun“. Jeg fór að grafa og liún horfði þegjandi á mig; eftir stundar- Inð fór liún að hjálpa mjer. Við hjeldum áfram án þess að talast við. Jeg veit ekki livort jeg í þessu augnabliki liugsaði nokkuð uin liegningarlögin, sið- gæði, eignarrjett einstaklings- ins og þvi um likt, sem maður á að liugsa svo stöðugt um, samkvæmt kenningum upp- lýstra manna. Sannleikurinn er sagnahestur og jeg verð að við- urkenna, að jeg hugsaði aðeins uin eitt: að grafa mig inn í búðarhjallinn, og að ,ieg gleymdi öllu nema þvi, sem jeg ef til vill kæmist yfir þar inni. Það var farið að dimma. Köld, rök og nístandi þoka sveipaðist um okkur. Ómurinn af öldusoginu var dimmari en áður, regnið buldi þjettar og háværar á lijallþilinu .... Ein- hverstaðar úr fjarska heyrðist fótatak næturvararðarins .... „Er fjalagólf i húðinni?" Eftir MAXIM GORKI. spurði samverkakona mín lágt. Jeg greindi varla livað hún var að segja og svaraði ekki. „Jeg spurði livort það væri gólf í búðinni? Því að ef svo er, þá vinnum við fyrir gig. Þegar við liöfum grafið hurl sandinn rekustum við kanske á sterka plaiika; livernig eig- um við að brjóla þá.......það væri kanske hetra að mölva læsinguna, hún er sennilega ljeleg“. Það er sjaldan að snjallar liugmyndir fæðast í konulieila, en getur þó stundum komið fyrir. Jeg liefi ávalt metið góð- ar hugmyndir mikils og leitast við að koma þeim í fram- kværnd. Jeg fann læsinguna og mölv- aði liana. Förunautur minn leit sem snöggvasl í allar áltir og steig svo liugdjörf inn í búðina. Hún kallaði upp og úl til mín en þó með allri varkárni. „Bravó!“ Eitt einasla fagnandi orð af konumunni er mjer meira virði en langar lofgerðarrollur af munni karlmanna. En i þá daga var jeg ekki eins kurteis og jeg er nú, og spurði bara stuttaralega, án þess að taka' mark á gleði stúlluinnar: „Er nokkuð þarna?“ „Karfa með flöskum . . .. lómir pokar .... sólhlíf .... blikkfata“. Ekkert af þessu var að ósk- um .... Jeg fann hvernig von mín kulnaði lit. En all í einu kallaði hún fjörlega: „IJæ, þarna kemur það!“ „Hvað ?“ „Brauðið! .... en það er blautt .... taktu!“ Brauðið kom, ásaml hinni nýju vinkonu minni, veltandi niður fyrir fætur mjer. Hún hafði þegar brotið af því hita og var farin að maula .... „Hvað ertu að hugsa! Fáðu mjer brauðið. Við verðum að liypja okkur hjeðan. Hvert eig- um við að fara?“ Ilún starði þreytlum augum út í myrkrið .... Alt umhverf- is okkur var raki, myrkur, öldusog. „Þarna, háturinn .... eigum við að fara þangað?“ „Já, það skulum við gera!“ Og við stjákluðum niður að hátnum og brutum okkur mola af hrauðinu á leiðinni og stungum í munninn. Rign- ingin dundi á okkur, eintivers- staðar út i fjarska lieyrðist hæðilegt blístur, eins og ein- hver stór og sterkur maður, sem ekki kunni að hræðast væri að blístra að allri tilver- unni, að þessum (imurlega haustdegi og að okkur hetjun- um tveimur. Við þetta hlístur fyltist lijartað af sáru vonleysi, en eigi að síður át jeg með græðgi og smna gerði unga stúlkan, sem gekk við hliðina á mjer. „Ilvað heitirðu?“ spurði jeg. „Natasja!" sagði hún hátt og skelti í góminn. Jeg leit á liana og klökknaði enn meir um lijartaræturnar; jeg' stirðnaði i nóttinni og það var eins og skrípamynd minn- ar jarðnesku tilveru glotti framan í mig, köld og eins og ráðgáta. .... Regnið huldi í sífellu á byrðingnum á bátnum, dumha liljóðið fylti hugann ömurleg- um hugrenningum, vindurinn hvein í rifunum á bátnum og nauðaði á hitunum, sem vein- uðu órólega og raunalega. Öld- ur fljótsins niðuðu við eyrina svo einrænt og vonlaust eins og þær væru að segja frá ein- hverju óbærilega mæðandi, sem gerir þær óðar og sem þær verða að flýja undan, en sem þær eigi að síður verða að tala um. Og vindurinn vældi yfir ám og eyrum, vældi og söng raunaljóð. II. Dvölin i hátnum var alger- lega laus við öll þægindi; þar var þröngt og rakt, i kjalsoginu safnaðist regnvatnið fyrir og vindurinn skóf það upp .... Við sátum þögul og skulfum af kulda. Jeg man að jeg var syfjaður. Natasja liallaðist út að borðstokknum og hnipraði sig í kuðung, starði, með hand- leggina um linjen og kinnina á öðrum handleggnum, út á ána með uppspertum augum, sem virtust afar stór, i ná- grenni við hláu blettina .... Hún sat án þess að hrærast, þögul, og jeg fann livernig þessi þögli og þessi óbifanleiki gerði mig smám saman liálf feiminn við hana. Mjer fanst jeg ætti að tala við hana, en vissi ekki hvernig jeg ætli að hyrja. Loks byrjaði hún sjálf. „Hræðilegt líf er þetta!“. Það var djúp sannfæring i rödd liennar. Saml var þetta ekki kvein- stöfum líkt, það var alt of mein- laus til þess. Þetta var aðeins ályktun manneskju, sem hafði tiugsað málið, ályktun sem jeg gat ekki mótmælt. Jeg þagði. Hún leit ekki á mig en sat nú aftur óbifanleg og þögul. „Ef maður aðeins gæti dreg- ið andann“ sagði Natasja skömmu síðar, lágt, hugsandi, en kveinstafir voru engir i orð- um hennar nú fremur en áður, aftur var þetta aðeins mann- eskja, sem tiugsar um lífið, kannar sjálfa sig og kemst að þeirri niðurslöðu, að hún megi ekki einu sinni draga andann, ef hún eigi að verja sig gegn rás viðburðanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.