Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fí itstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. AÖalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sínii 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—0. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaði'ð keinur út livern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á niánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddarabankar. Á hún að segja honum það? II. All jietta hjal um „ófyrirgelanlega synd“ hefir gert óendanlega mikið tjón. Það er ekki víxlsporið sem veldur ævarandi tjóni heldur er það framhaldið í villunni og sivaxaxndi löngun til að gera það serri rangt er. Ef þú ert innilega hryggur yfir því, sem þjer hefir orðið á, en ekki aðeins óttasleginn við að þa'ð komist upp og verði á almennings vitorði, og ef þú hefir snúið frá villu þíns vegar, þá hefirðu sið- ferðislegan rjett til þess að telja þig mann með inönnum. Kenningin og viðkvæðið um „vængbrotna fuglinn“ er siðspili- andi. Við höfum öll syndgað — það segir að riíinsta kosti biblían okkur, svo að þeirra hluta vegna þarf ekki að minna okkur á það. Við vitum það. Mest áríðandi skilyrði lil þess að geta haldið lífinu áfram á rjettan hátt, er að iðrast og gera sjer ljóst hvar maður stendur og verða á þeim grundvelli fær um að byrja það að nýju, „með angistarlausri sannfæringu bæði gagnvart guði og mönnum“. Hvað mann þinn eðá mannsefni áhrærir þá er hann ekki skriftafað- ir þinn. Þú verður að skera úr því sjálf, hvort þú ert verðug til að verða konan hans. Og ef þú vantreystir því, að hann muni verða ánægður með þig eins og þú ert og þú álítur sjálfa l)ig vera, þá er þjer betra að láta hann róa. Neyttu altaf heilbrigðrar skyn- semi og vertu rjettlát gagnvart sjálfn þjer, því að annars geturðu ekki verið rjettlát gagnvart öðrum. Það er mjög auðvelt að veita sjer það óhóf að dekra við sitl eigið sam- viskubit; en sjúklega vansköpuð og heimsk samviska getur gert alvcg eins mikið ógagn eins og alger vöntun á samvisku. Berðu höfuðið hátt. Segðu frem- ur sannleikann en lygina, en mundu samt að stundum getur verið svo ástatt, að fremsta skylda manns er að þegja. En að ímynda sjer, að þú sjert útskúfuð og vonlaus um aldur og æfi, er versta ímyndunarveikin, sem þú getur fengið. Og vertu viss um, að ef þú ert nú i hjarta þínu örugg um, að þú hefir fyrir fult og alt sagt skilið við fyrri víxlspor og heimskupör, þá Samgöngubót á Faxaflóa. Hið nýja skip fjelagsins h.f. Skallagrímur i Borgarnesi, „Laxfoss'1 kom hingað fyrir tveimur dögum og fór fyrstu ferð sína í Borgar- nes í gær. Var skipið aðeins fimm sólarhringa frá Álaborg til Vest- mannaeyja, þrátt fyrir andbyri, en til Vestmannaeyja hafði það farm og tafðisl þar á annan sólarhring. Hefir skipið þegar l'engið eldskírn Ægis og reyndist hið besta, i út- hafsöldunum, svo að væntanlega verður þvi ekki skotaskuld úr þvi, að sigrast á gjálpinni í Faxaflóa. „Laxfoss“, sem nú tekur við ferð- um „Suðurlands" er 125 feta lang- ur, 22 feta breiður, en lestar 300 smálestir. Er það með dieselvjel, 720 hestafla. Með skipinu geta far- ið 250 farþegar innan flóa, en svefnklefar eru þar fyrir 33 og sjúkraklefi. Á þilfari er pláss fyrir 5 bifreiðar, svo að fólk sem ætlar sjer að ferðast nor'ður eða vestur og á bifreið sjálft, getur framvegis losnað við Hvalfjarðarleiðina og farið sjóveg með bílinn sinn í Borgarnes og ekið ]>aðan. Verður þá hægt að komast alla leið tii Akureyrar á einum degi, þegar skip- i'ð fer hjeðan sncmma árdegis. „Laxfoss“ hefir kostað 290 þúsund krónur. Suðurlandið hællir nú Faxaflóa- ferðum og hefir verið selt. En skipsmenn af þvi fara á nýja skip- ið, með hin gamalkunna sægarp Pjetur Ingjaldsson í broddi fylk- ingar, sem er langsamlega methaf- inn í Faxaflóasiglingum og verð- ur eflaust um langan aldur. Þó að þörf reyndist á að endurnýja „Suð- urlandið“ reyndist engin þörf á að endurnýja Pjetur; hann er jafnan síungur og sínýr. Má fagna þeirri miklu samgöngubót, sem fengin er á Borgarnesleiðinni með komu hins nýja skips, sem eflaust verður íil þess að auka stórum ferðalög i Borgartjörð og verða merkur liður í samgöngunum nor'ður i land og vestur um Snæfellsnes. I>aó mun vera sjaldgæft afí tvíburar nái jafn háum aldri oc/ þær systurnar Gnðlaug og Ragnheiður Guðmundsdætur. Þær urðu sem sje áttræðar 0. þ. m. Guðlaug (til vinstri) á heima á Bókhlöðustíg 11, en Ragnheiður á Brekkustíg 3 B. getur og mun ástin halda þjer hreinni og heilbrigðri í framtíðinni. Því að svo vissulega sein mannleg synd er mannleg, þá er guðdómleg fyrirgefning guðdómleg. Frank Crane. PanamashurOurinn 08 strfMættan. Eitt stórblað í New York hefir haf- ið máls á atriði, sem vakið liefir feikna umtal í Bandarikjunum. Seg- ir blaðið í grein, að nokkrir menn, sem eigi hika við að leggja líf sitt i hæltu geti eyðilagt Panamaskurð- inn á tólf tímum. Blaðið bendir á að fjölda margir Japanar sjeu bú- settir með fram skurðinum og dreg- ur engar dulur á, við hverju megi búast ef styrjöld verði milli Banda- ríkjanna og Japana. Svo sem tuttugu mönnum ætti að vera innanhandar að skemma skurð- irin svo á einni nóttu, að hann yrði ónothæfur i marga mánuði. Þeir gætu með dynamiti ey'ðilagt vatnsdælivjel- arnar og vatnsþrýstivjelarnar og gert stífluútbúnaðinn í skurðinum ónot- hæfan. Þeir gætu eitrað vatnið og sprent þurkvíarnar við Balbao í loft upp og sprengt kletta ofan í skurðinn, þar sem brattast er að honum. Oddur Björnsson prentsmiðju- eigandi verður sjötugur 18. júlí. Þorsteinn Hjálmarsson. Á tveim síðustu mánuðum hefir Þorsteinn HjálmarssOri frá Ár- mann sett 3 ný bringusundsmet, á 200 m, tími 3 mín. 08,0 sek og 400 m„ timi 6 mín. 48,0 sek. Éldn metin á þessum vegalengdum átti Þórður Guðmundsson, Ægi, 200 m. 3 min. 10,8 sek. og 400 m., 7 mín. 02,7 sek. En þriðja met Þorsteins er á 500 m„ timi 8 miri. 37,4 sek. Iildra metið átti Jón Ingi Guð- mundsson, Ægi, á 9 mín. 01,0 sek., Hvað gera allir Jiessir Japanar í nágrenni við skurðinn? spyr blaðið. Sumir þeirra þykjast hafa „rakara- stofur“ en þar kemur ekki nokkur íuaður til þess að láta raka sig eða klippa. Aðrir liafa skyrtusaumastof- ur en þar er engin skyrta saumuö. Sumir hafa veitingahús, en þar er ekki seldur nokkur matarbiti. Suinir þykjast stunda veiðar i skurðinum, en ]iað eru engir Önglar á færunum þeirra. Þeir eru að mæla dýpið! N ráðherra er staddur austur við Ölfusá og spókar sig á hlaðinu. Bóndi kemur lil hans, teymandi hestinn sinn og segir: — Iieyrðu þarna manni, haltu snöggvast í hestinn minn meðan jeg skrepp inn í kaupfélagið. — Viti'ð þjer að jeg er ráðherr- ann, svarar hinn og hnyklar brún- irnar. — Jæja, ertu ráðherrann. Jeg ætla nú að treysta þvi að þú stelir ekki honum Mósa minuin samt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.