Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 14
14 F Á L K i N N STÆRSTA LANDFLUGVJEL í HEIMI. Rússneska flugvjelin „Maxim Gorki“ hrapaði eigi alls fyrir löngu yfir flugvellinum í Moskva og fór- ust þar 48 manns. Slysið atvikað- ist á þann hátt, að flugmaður á lit- illi flugvjel var að fylgja risaflug- vjelinni úr hlaði og ljek ýmsar listir kringum hana. En sá leikur varð dýr. Alt i einu rekst hann á stóru flugvjelina og varð það til þess, að slýristæki hennar biluðu og fjell hún til jarðar og gereyðilagðis!. Varð þjóðarsorg í Rússlandi yfir þessum hörmulega atburði. Ráð- stjórnin ákvað þegar í stað, að til minningar um „Maxim Gorki“ skyldu smíðaðar lirjár nýjar flug- vjelar, af nákvæmlega sömu stærð og gerð. Eiga þær að heita „Wladi- mir Lenin“, „Josef Stalin” og „Max- im Gorki“. Myndin hjer að ofan er af „Maxim Gorki“. NÆSTVED 800 ára. gengur skurður, sem gerður hefir Danski bærinn Næstved á 800 ára verið frá Næstved til hafs til þess afmæli í ár og í tilefni af því hefir að bæta aðstöðu bæjarins til sigl- hann haldið hátíð mikla og efnt til inga, svo að hann standi ekki að sýningar, sem er sú stærsta, sem baki Odense eða Randers hvað það haldin verður í Danmörku í sumar. snertir. Hafa Næstvedbúar lagt hart Er hún öll í funkistsíl. Hjer sjest á að sjer til þess að gera hátíðarárið annari myndinni aðal veitingastað- minnisstætt og gagnlegt fyrir bæjar- ur sýningarinnar en á hinni skip- búa. GEGN UM HOLT OG HÆÐIIt. Myndin hjer að ofan er tekin í fyrirlestrarsal póstmálastjórnarinn- ar í Potzdam, þar sem nýlega voru gerðar tilraunir með fjarsýni, er tókust prýðilega. Snerust þær um nýja tegund talsíma, sem eru þannig gerðir. að þeir sem talast við sjá hver annan um leið. Á myndinni sjest þýski símaverkfræðingurinn Banneitz vera að lala við ungfrú Patsacke, sem starfar við fjarsýn- isstöðina í Berlín. Sjest andlit lienn- ar á myndsjá talsimans. ur daglega að sjer fjölda áhorfenda og er jafnan fult í danska sýningar- skálanuin í Brussel. Til samanburð- ar hafa Burmeister og Wafn á sýn- ingunni hreyfiltegund er þeir hafa smíðað, bátamótor, sem hefir þrja STÆIiSTI DIESELMÓTOR HEIMSINS. Eitt, af því sem mesta athygl vek- ur af iðnfræðilegu tægi á heims- sýningunni í Brussel, er eftirinynd sem firmað Burmeister og Wain hafa gert í náttúrlegri stærð, af diselvjel þeirri, sem þeir smiðuðu handa Örstedsværket í Kaupmanna- höfn.Afkaslar hún 22.000 hestöfl- um og er stærsta Dieselvjel í heimi. Hafa Burmeister og Wain haft for- göngu i heiminum í smíði stórra dieselvjela og smíðuðu m. a. fyrstir stór dieselknúin skip lianda Östasia- isk Compangni, er vöktu athygli um allan heim. Þessi fyrirmynd sem er á Brússel- arsýningunni er 14 metra há og er gerð úr stáli og krossviði. Lítill raf- hreyfill, sem falinn er inni i eftir- líkingunni hreyfir stóra hreyfilinn og sýnir gang hans í öllum alrið- um. Þessi risavaxna eftirlíking, sem gefur bestu hugsanlegar hugmyndir um hvernig dieselvjelar starfa, dreg- cylindra og framleiðir 90 hestöfl. En um stærð stóra diesehnótorsins getur maður gert sjer hugmynd, með ]ivi að taka eftir manninum, sem stendur fyrir framan hann. Frh. af bls. 5. göngur á sjó og landi götur og unlferðartæki o. fl. o. fl. Nú er Reykjavík með rjettu liöfuðstaður landsins, nieð góða liöfn, sæniilegum vegum til all’ra slaða nágrénnis og suina líma árs til l'jarlægra staða og margháttuðu menta- og menn- ingarlífi og myndar þannig miðdepil liins íslenska þjóð- lífs. Hjer myndast og mótast flest, er þjóðarsálin lætur frá sjer heyra hvort sem örlögin ætla því framkvæmd til far- sældar eða vansældar. Sören (sem liggur veikur): — Lisa mín, mig langar svoddan ó- sköp í hænsnasteik. Það er það eina sem jeg hefi lyst á. — Það gelurðu ekki fengið; Ung- arnir eru ekki nema fimm og mjer veitir ekki af þeim í erfisdrykkjuna þína.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.