Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N IJjer birtist ný mynd af stærsta skipi heimsins, ,,Normandie“, sem nú ný- verið hefir lokið fyrstu ferð sinni fram og aftur yfir Atlantshaf, milli Le Havre og New York. Selti skipið nýtt met í báðum leiðuni. Það er talið, að skipið hafi siglt inn 7 miljón franka í fyrstu ferð sinni og grætt eina miljón franka á ferðinni. Venjuleg útgjöld skipsins eru talin //% miljón frankar í ferð, en auk þess var vegna fyrstu ferðarinnar varið 1 x/> miljón til auglýsinga og veisluhaldti. Gert er ráð fyrir, að skip- ið fari 22 ferðir á ári oy að tekjurnar verði 7 miljónir í ferð á sumrin, en Ó á vetrum. Það nýtur ríkisstyrks, sem svarar þeirri upphæð, sem fer til uf- skrifta á skipinu. Myndin að ofan sýnir stangarstökks- mann, sem illa fór fyrir. IJann vatl sjer að visu fimlega yfir sláina, en stökkstöngin brotnaði í sömu svifum, og pilturinn kom illa niður, eins og myndin ber með sjer. Jill og Michael Green í Bromley, Eng- landi eru eflaust einu börnin, sem fara fljúgandi í skólann að staðaldri. Þau eru 8 mínútur á leiðinni, en voru tvo tíma að ganga. Sjá myndina að ofan til hægri. Charles Miller, sem er síðasti ríðandi landpóstur í Bandaríkjunum sjesl hjer á myndinni vera að skila pósiin- um af sjer í hendur eftirmanns síns, flugpóstsins, sem tekið hefir við af honum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.