Fálkinn - 13.07.1935, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
„Ömótstæðilega töfra hefir“
13
ÓÐINSTURNINN Á FJÓNI.
í þessum mánuði var tekinn til af-
nota, skamt frá Odense útsýnisturu
sá, sem sjest hjer á myndinni. Ei
hann næsthæstur allra turna í iiv-
rópu — aðeins Eiffelturninn í París
er hærri — og sá sem er kominn upp
á útsjónarpall turnsins, stendur ail-
miklu hærra, en sá, sem gengur upjj
á hæstu hæð Danmerkur, Ejer Bavne-
höj. Það eru einstaklingar, sem hal'a
hygt turn þennan og ætla að láta
hann renta sig nieð aðsókn skemti-
ferðamanna, sem geta brugðið sjer
þarna upp í lyftu og sjeð yfir all
Fjón og jafnvel lengra, þegar lofl er
tært. Hefir eigendunum orðið að
vonum um aðsóknina, því að þessar
fáu vikur, sem turninn hefir verið
opinn, hefir verið þangað látlaus
straumur ferðafólks, og dönsku blöð-
in segja, að Óðinsturninn veki næst-
um ekki minni eftirtekt en Litlabelt-
isbrúin, hið mikla brúarmannvirki
Dana, sem tekið var til afnota 14.
mai í vor. Fyrsta daginn, sem turn-
inn var opinn, voru yfir 4000 manns
gestkomandi þar, og allir útlendir
skemtiferðamenn, sem lil Fjóns konui
Iáta ekki undir höfuð leggjast að
koma i turninn og sjá Danmörku
„úr loftinu", sem þeir kalla.
* Atlt meö íslenskum skipum! *
Ómótstæðilegustu
töfrar, sem ung
stúlka getur átt, er
fallegt og sljett hör-
und. Reglulegur
þvottur með hinni
hreinu, ilmandi LUX
HANDSÁPU varð-
veitir fegurð hör-
unds yðar.
ELISSA
LANDI
Kvikmyndadísirnar vita,
að Lux ilmsápan varðveit-
ir fegurð þeirra. Hin
mikla og þykka froða er
fljót að þvo burt öll
óhreinindin, sem spilla
hörundsfegurðinni. Þetta
einfalda leyndarmál hafa
konur um allan heim
fundið og nota því Lux
handsápu reglulega. Þjer
munuð verða hrifin af ilm
hennar og mjúku froð-
unni! Reynið eitt stykki í
dag!
Lux Toilet Soap
FEGURÐARSÁPA KVIKMYNDADÍSANNA.
X-LTS 307-50 Lever Brothers Limited, Port Sunlight, England
. . . . ? Hún gat ekki lokið setningunni, en
fór áð gráta.
Maudie Farrell leiddi liana blíðlega að
dyrunum. — Hann skilur alt hann bíð-
ur eftir þjer.
Hún horfði á stúlkuna fara upp stigann,
siðan steig hún sjálf upp í vagninn og ók
burt. Gleðitárin runnu niður kinnar lienn-
ar. Hingað til hafði ástin aldrei uppljómað
líf hennar, en hún gat skilið tilfinningar
þessara tveggja, sem ef til vill liefðu skilið
fyrir fult og alt, ef ekki hjálp hennar liefði
komið i tæka tíð.
Claudia stóð í dyrunum, lmn leit niður
og brjósl hennar gekk upp og niður eins
og af ekka.
Hann gekk skref framar og breiddi út
faðminn. — Elskan mín — yndið mitt
komdu til mín.
Á næsta augnabliki var hún í faðmi iians.
XXI. KAPÍTULI.
Klukkutíma síðar sátu þau í litlu, miðlungi
fínu matsöluhúsi. Ekki lijá Luigi, því að
þann stað var hún fariii að liata, vegna
endurminningánna um sumarkvöldið þegar
Levi hafði snúið fyrstu þættina í snöruna,
sem hún seinna flæktist í. Kinnar Claudiu
voru blómlega rjóðar og augu liennar ljóm-
uðu. Svo fljótar eru konur með suðrænu
blóði öfganna milli. Fyrir klukkutíma var
hún eins og föl og hnípin lilja, en nú eins
og blómleg rós.
Og var ekki full ástæða til þess ? Á þessum
stulta tíma liafði hún fengið óræka sönnun
fyrir trygð unnusta síns. Hún var örugg um
ást hans, og hugrökk af því hún vissi, að
liann mundi standa við lilið hennar i barátt-
unni við heiminn, ef þörf gerðist, og gegn
þeim, sem nú vildu ota benni af stað út í
tortíminguna. Þau böfðu komið seint í mat-
söluhúsið og þeim hafði dvalist lengi að mál-
tiðinni lokinni. Þarna var manntómt inni,
svo að þau gátu talað sín í milli, án þess, að
nokkur heyrði til þeirra.
Laidlaw talaði en unnusta lians horfði á
hann aðdáunaraugum. Salmon hafði sagt að
Carlo hennar væri ekki greindur. Það var
af því Carlo var rólegur og ljet ekki mikið
yfir sjer. Salmon trúði ekki á greind, sem
ekki var samfara ofstopa og hörku.
Hlustaðu nú á, elskan min. Við liöfum
á móti okkur fjelag manna, sem ekki vant-
ar klókindi. Og nú kemur til okkar kasta
að sýna, hvort við getum valdið þeim.
Claudia kinkaði kolli áriægð. Hún var nú
svo örugg í hÖridum elsku Carlo síns. En
vhanlega gat hún ekki fylgst með í ráða-
gerðum lians. Henni var nóg að trúa á hann.
Ef liann segðist geta leikið á þorparana,
var liann viss að standa við það. Svo blint
er traust konunnar.
Sahnon vill fá hjá okkur einhverjar
upplýsingar, sem geti orðið lionum að veru-
legu gagni. Þær skal liann fá. Jeg skal gefa
þjer mikið af uppskriftum, sem þú svo læl-
ur eins og þú hafir lokkað frá mjer þegar
jeg var óviðbúinn.
Þegar liann talaði þessi orð, tók lmn eftir
að munnsvipur hans var livass og' ákveðinn
og augun sem venjulega voru blíðleg', urðu
stálblá og livöss. Hún varð hissa á þessari
snöggu breytingu, sem orðin var á Carlo, sem
að bennar álili var ekki sjerlega sniðugur í
þeirri merkingu, sem Salmon notaði það orð.
— Ætlarðu þá, til þess að bjarga mjer, að
að gefa honum upplýsingar, sem í raun og
veru geta orðið óvinunum að gagni?
Hún vissi livorki upp nje niður er hún
lagði þessa spurningu fyrir hann. Myndi Car-
lo, sem var lieiðarlegur Englendingur, svíkja
föðurland sitt vegna þess, að hann elskaði
hana? Hún vissi, að bún sjálf liafði fært álíka
fórnir. En liún var bara kona og hann karl-
maður. Hún var sjer óljóst meðvitandi um
mismunandi mælikvarða á slíka hluti hjá
karlmönnum og konum.
Hann leit fast á hana og var ekki alveg
laust við, að bros ljeki um varir lums.
Já, Claudia litla jeg veit annars ekki
livers vegna jeg kalla þig litla, því þú ert
meðalstór — en það er víst einhverskonar
gæluorð — þin vegna myndi jeg gera það. Jeg
hef lesið hugsanir þínar. Jeg skal gefa þjer
þessar upplýsingar.