Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Tryggvi Gunnarsson 1835 Tryggvi Gunnarsson. „Og þaS er víst: ef dýrin mættu mæla, þá mundi verða blessaS nafnið þitt“. Þ. E. I gær voru liöin 100 ár frá því er Gunnlaugur Tryggvi Gunn- arsson fæddist. Á þessu aldarafmæli minnist þjóöin alls þess, er hann vann fyrir land sitt. Minst er íslendingsins, sem ávalt þráði heitast alt það, er hann vissi, að liorfði til heilla þjóð sinni, og verða mátti henni til raunverulegs gagns; gat orð- ið til þess að lyfta af henni oki fátæktar og menningarleysis. Minst er athafna- og umbóta- mannsins, sem var snortinn eld- huga fyrir liugsjónum sínum, gerðist brautryðjandi og hratt í framlcvæmd ótal mörgum stór- vægilegum, verklegum nýjung- um, ættlandi sínu til farsældar og blessunar. Minst er hæfileikamannsins, sem öll störf virtust leika í hönd- um, hvort sem hann var hóndi, lireppstjóri, ljósmyndari, verslun- arforstjóri, hrúar-, skipa- eða húsasmiður, vegagerðarmaður, garð- eða skógræktarmaður, bæjarfulltrúi, þingmaður, banka- stjóri, ritstjóri, eða formaður fjölda fjelaga, er höfðu sitt ætl- unarverkið hvert. Og síðast en ekki síst er minst mannúðarmannsins, sem kendi sárt til, hvenær sem liann vissi einhvern ranglæti beittan, eða að þeir sættu illri meðferð, sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sjer, mannsins, sem fyrst- ur hóf upp merki dýraverndun- ar á Islandi. Af öllum þeim miklu, fjöl- þættu og áhrifaríku fremdar- veFkum, sem Tryggvi Gunnars- son inti af höndum, i þágu lands síns og þjóðar sinnar, á viðburðarikri æfi, var það tvent, sem honum þótti vænst um. Annað voru afskifti lians af högum Jóns forseta Sigurðsson- ar. „Hitt var það, sem jeg hefi skrifað og unnið fyrir dýrin“, segir hann sjálfur í hinu litla broti endurminninga sinna. Hver einstakur þáttur í æfi- starfi Tryggva Gunnarssonar er mjög merkur. Ef lýsa ætti hverjum þeirra rækilega, væru sumir nægjanlegt efni í langa ritgerð, aðrir jafnvel í stóra bók. Verður því alls ekki minst itarlega allra þjóðþrifastarfa hans í stuttri blaðagrein. Að þessu sinni gefst aðeins tækifæri til að rekja lítillega einn þáttinn, mannúð hans. Er það starf hans dýrunum til hjálpar, sem nú verður á drepið. Þegar í æsku mun hugur Tryggva Gunnarssonar liafa hneigst til samúðar með dýr- unum. Hann hefir svo sjálfur frá skýrt, að á ungum aldri liafi hann fundið mjög sárt til með sauðfjenu, er það var rekið á afrjett, og nauðsyn bar til að reka það á sund í ám, er oft- ast voru þá í foráttuvexti. En þá voru engar brýr til í landinu. 1 sögum hans, frá æskuárun- um, um dýrin, kemur og greini- lega í ljós, hve skarpa eftir- tektargáfu hann hefir haft, um háttu dýra, tilfinningu þeirra og vit, og hvílik þau vináttu- bönd voru, er þá þegar tengdu hann við þau. Seinna, er hafin var orðinn forstjóri Gránufjelagsins, varð hann iðulega að takast á hend- ur löng ferðalög, um Norður- og Austurland, meðal annars í fjárkaupum á haustum. 1 haustferðum þessum dvaldist honum oft fram um veturnætur, — 18. október — er veður voru tekin að spillast, og komnar voru hriðar og frost. „Þá var mjer sárasta kvölin að þurfa að sundleggja hestana í ísköldu vatninu“, segir Tryggvi. „Þá kom hrúar-náttúran í mig“, segir hann ennfremur. Og víst má það fullyrða, að þrekvirki það, er hann inti af höndum, á sviði hrúargerðar, hefir hann eklci livað síst af- rekað vegna dýranna. Hann þekti af eigin raun jökulárnar á Islandi; vissi gjörla ógnar- vald þeirra, og hvílíkur voða farartálmi þær voru mönnum og dýrum. „Kunningjafólki mínu í Dan- mörku var jeg svo að segja eitt- hvað af þessum ferðum mín- um og tilfinningum“, segir Tryggvi, og heldur áfram: „Þá vekjast þau upp í Kaupmanna- höfn, Lemche kammerherra, og frænka mín, Benedicte Arne- sen-Kall, og styðja Þjóðvinafje- lagið til að koma út fyrsta heft- inu af „Dýravininum“. Slík eru þá tildrög þess, að liafin var útgáfa „Dýravinar- ins“, fyrsta málgagns dýra og dýravina á íslandi. En ekki er hægt að segja, að sje yfirlætis- bragur á frásögn brautryðj and- ans, er hann skýrir frá tildrög- um málsins og upphafi reglu- 1935 legrar dýraverndunar hjer á landi. Tryggvi Gurinarsson vissi það samt vel, að það var fleira, sem var þess valdandi i þann tíma, en náttúruöflin, að dýrunum á Islandi leið oft illa. Öll alþýða manna var yfirleitt ekki eins þroskuð, um meðferð alla og umgengni við dýrin, og siðaðri þjóð sæmdi. Þá höfðu og gengið yfir land- ið hin meslu harðindaár, eins og frostaveturinn miklil880—81, og næstu ár þar á eftir og lior- fellir átakanlegur, svo sem al- títt var þá, ef eittlivað bar útaf. Á þessu vildi Tryggvi ráða bót, eins og svo mörgu öðru, er mið- ur fór í landinu. Vildi liann koma þeirri hugsun inn hjá hændum, að viðliafa alla fyrir- hyggju um fóðurbirgðir lianda búfje sínu. Og ótal margt fleira vildi liann lagfæra, er snerti að- húnað manna við dýrin. Þá lætur Tryggvi þess ógetið, að hann iðulega varnaði þess, að menn fremdu á dýrunum niðingsverk, einnig áður en „Dýravinurinn“ hóf göngu sína um landið. Skal nú getið eins slíks alhurðar. Eitt sinn kom sveitamaður i kaupstað á Norðurlandi. Hafði liann með sjer fylfullan kapal undir reiðingi. Um morguninn kastaði kapallinn folaldinu, en um miðjan dag hafði bóndi lagt á hryssuna, girt fast á henni, og látið upp á hana tunnuburð. Átti merin að bera þeiinan l>unga heim til lians, og var vegalengdin um þrjár þing- mannaleiðir. Mun Tryggvi hafa orðið að taka alveg ráðin af mannfýlu þessari til þess að koma í veg fyrir, að hann fremdi þessa þrælmensku. Slík dæmi mætti mörg segja af Tryggva. Það sem nú hefir verið á drepið, sýnir ljóslega, livað þörí'in var hrýn á því, að eitt- livað væri aðliafst, er stefndi að því: að glæða kærleik manna til dýranna, og auka þekkingu þeirra á þeim. Það vildi Tryggvi gera. Hann gerð- ist forgöngumaður þess ináls með „Dýravininum“. Fyrsta heftið kom út 25. inars 1885, en þá má telja að regluleg dýraverndunarstarf- semi hefjist lijer. Þannig eru á þessu ári liðin 50 ár frá upphafi þeirrar mannúðarstefnu á ís- landi. „Dýraverndunarfjelag danskra kvenna“ kostaði útgáfu fyrsta heftisins að langmestu leyti, enda er það talið gefið út af Minnisvarði Tryggva Gunnarssonar í Alþingishús- garðinum i Regkjavik.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.