Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Yilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðatskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaðiS kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Hrukkur. Ógrynnum fjár og óendanlegri fyr- irhöfn ver fólk, sem um það hirðir, til þess að bæta útlit sitt. Fegrunarlæknar eru til, að kalla má hvar sem litið er, og flestir þeirra hafa góða atvinnu af þvi, að bæta útlitið á okkur. Grá hár eru reitt á hurt, andlitið fær nudd og böð úr allskonar efna- samsetningum. En hugsar alt þetta fólk, sem ekki er ánægt með andlitið á sjer, um það, hvaða áhrif hugurinn hefir á útlitið ? Áhrifin eru seinverkandi, en þau eru líka viss. Ef maður hugs- ar að staðaldri um það sem ilt er, þá koma þessar hugsanir lika fram i andlitinu að lokum. Hugsi maður altaf um mótlæti, þá nær vonleysið um síðir valdi á manni, og það kem- ur frarn í línunum í andlitinu. Bjartar hugsanir, gott skap og gleði i hugarfarinu munu endur- spegla sig í andlitinu, og fólk, sem í raun og veru er ákaflega ófritt, get- ur orðið undursamlega l'allegt í þeirri hirtu, sem endurspeglast frá mnra manni þess. Andlitsdrættirnir verða smámsam- an fyrir áhrifum frá því sem mað- urinn hugsar, og þessvegna ættum við að temja okkur ])að undir eins frá barnæsku, að líta með bjart- sýnu hugarfari á alt, sem okkur mætir, og gera okkur þetta að vana. Því að enginn fegrunarlæknir er sá til í veröldinni að hann geti sigr- að i samkepni við bjartar og fagrar hugsanir. Ýms af þeim fegurstu andlitum, sem jeg hefi sjeð, og þeim mest að- laðandi, voru alls ekki fögur; en andinn, sem skein út úr þeim, gæddi þau sjaldgæfri og háleitri fegurð. Ólundin lælur alls ekki dylja sig. Hún kemur hrátt fram i mynd nið- urskældra munnvika. Og hrukk- urnar koma fljótast í andlitið á þeim, sem alt hafa á hornum sjer, ■ta sjer gjarnar um, að tala um leiðinlega og mótdræga en um hið skemtilega og fagra. Frank Crane. Tvö villisvin, sem voru í dýra- garði i Sönderby í Danmörku, brut- ust nýlega út í skóg. Þrátt fyrir mikla leit liafa ])au ekki fundist, en fólkið í nágrenni við skóginn er nú skelkað mjög, því villisvin geta ver- ið hættuleg dýr og ráðast oft á menn. LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR: Skugga-Sveinn. í tilefni af aldarafmæli þjóðskálds- ins Matthþasar Jochumssonar i næsta mánuði hefir Leikfjelag Reykjavík- ur tekið til sýningar hið gamla og vinsæla leikrit lians, „Skugga-Svein“, sem sennilega hefir verið sýnt oftar og víðar hjer á landi en nokkur leik- ur annar. Leiksýning þessi var sýnd i fyrsta sinn á miðvikudaginn var. og er Leikfjelaginu tvimælalaust tii hins mesta sóma og sannaði fylli- lega, að þetta gamla leikrit, sem að ýmsu leyti markaði tímamót í sögu íslenskrar leiklistar, á enn sinn tví- mælalausa tilverurjett. Bæði leik- stjórn og leikur var hið prýðilegasta, og umbúnaður aliur á leiksviði heill- andi og fagur. Hafði Freymóður Jó- hannesson málað leiktjöldin, og fylgt sem nákvæmast elstu fyrirmyndinni: leiktjöldum Sigurðar málara, er hann gerði undir frumsýningu leiksins 1805. En búningana teiknaði Lárus Ingólfsson og um undirbúning á leiksviði sá Hallgrímur Baclnnann. Var þetta alt livað öðru prýðilegra. Iiaraldur Björnsson og Soffía Guð- laugsdóttir höfðu leikstjórnina með höndum og ljeku einnig hlutverk Sigurðar í Dal og Gvendar smala. En unnendurna, Harald og Ástu, leika Guðrún Þorsteinsdóttir (dótturdóttir Mattliíasar Jochumssonar) og Her- mann Guðmundsson. Eru þau bæði nýliðar á leiksviði en tókst alstaðar sæmilega og víða með ágætum. Stúd- entarnir voru leiknir af Kristjáni Kristjánssyni og Br. Jóhannessyni. Þá er enn ógetið tveggja stórra hlut- verka. Skugga-Sveinn var leikinn af Ragnari Kvaran, af ágætum skiln- ingi og tókst honum eigi miður að sýníL viðkvæmnina en hörkuna I skapi útilegumannsins, sem ann fjöll- um sínum og á góðar taugar, þrátt fyrir öll sín hermdarverk. Sýslu- manninn ljek Pjetur Jónsson óperu- söngvari. Er hann eflaust „senuvan- astur“ allra þeirra, sem lijer hafa komið fram á leiksviði, enda leyndi það sjer ekki. Það var óblandin á- nægja, að sjá hann í fyrsta sinn á leiksviði hjer, og leikur hans var allur svo eðlilegur og með svo mik- illi kunnáttu og myndugleik, að hann heillaði alla áhorfendur. — í öðrum hlutverkum: Tryggvi Magnússon (Grasa-Gudda), Jón stei'ki (Valdimar Helgason), Jóhanna Jóhannsdóttir (Margrjet), Alfred Andrjesson (Hró- bjartur), Hjörleifur Hjörleifsson (Ög- mundur) og Jón I.eós (Ketill ski-æk- ur). Finnn manna hljómsveit ljek und- ir söngvunum í leiknum, undir stjórn Karls Runólfssonar. Hafði hann sam- ið nýtt lag við: „Ganga nú guðs börn“ og annað við „Búumst skjótt og bregðum hjör“, en Þórarinn Guð- mundsson lag við lokasönginn. Það þarf ekki að draga í efa, að þessi sýning Skugga-Sveins verður fjelaginu til ánægju. Hún ber vott um mikla vandvirkni og er samboðin minningu hins mæta skákls Matthír asar. Myndirnar sem hjer fylgja eru af Ragnari Kvaran og Pjetri Jónssyni. Ennfremur mynd af Hellisdal (næst- síðasta sýningin). Keisarinn í Etiopíu hefir látið sprengja helli allstóran inn í fjall lerigst inn í óbygðum og flytja þang- að alt það dýrasta sem hann á. En það eru kórónur og gullsverð og gimsteinar og perlur og mikið af hreinu gulli. Hann ætlar sjer ekki að láta Mussolini ná i þetta, hvernig sem alt fer. Sigurþór ÓlafsSon smiður á Gaddstöðum á Rangátrvöllum varð 75 ára 10. f. m. Ingim. Guðmundsson bóndi frá Hellu, varð 75 ára /4. þ. m. Frú Guðrún Sveinsdóttir, Skuld, Akranesi, varð 50 ára 11. þ. m. Kristinn Árnason, Bragagötu 30, verður 50 ára 23. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.