Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Stefna hans var hárrjett. Höf- uðskilyrðið, fyrir aukinni vel- vild alþjóðar til dýranna, var og er enn það, að grundvöllur- inn sje þegar lagður á barns- árunum. Þegar í 2. liefti „Dýravinar- ins“, 1887, hvetur Tryggvi menn til stofnunar dýraverndunarfje- laga. Einkum heitir hann á kven- því fjelagi, á titilblaðinu. Mun það og seinna hafa veill nokk- urn styrk til útgáfu ritsins. Næsta hefti gaf Þjóðvinafjelag- ið út, og ætíð síðan, þar til 1916, að hætt var við útgáfuna. Iíom ritið út í Kaupmannahöfn 1885 lil 1892, en í Reykjavík síðan. Frá 1885 til 1911 kom ritið út stöku árin, en síðan 1914 og 1916. Alls komu út 16 hefti. Forseti Þjóðvinafjelagsins var Tryggvi Gunnarsson fi’á 1880 til 1911 og aftur 1914—1917. Hlaul „Dýravinurinn", þegar í upphafi, miklar vinsældir, ein- livei’jar þær mestu, sem nokk- urt rit hefir feng'ið hjer á landi, enda vandaði Tryggvi mjög til þess. Hann skrifaði sjálfur mik- inn fróðleik, skemtilegar sögur og hvatningagreinar í „Dýravin- inn“, sem jafnan var prýddur mynduni, er mjög jók á vin- sældirnar, þvi að sjaldan sáust myndir i öðrunx ritum hin fyrstu útgáfuár lians. Af sögum þeim, er Tryggvi hafði sjálfur skrifað og hirti í ritinu, má vekja athygli á „Eggjafje- lagið“ og „Fundarhaldið“, sem honum var kærast að kæmi fyrir augu barnanna. Efni fyi-sta lieftisins var að mestu þýtt úr dönsku. En eigi leið á löngu þar til það varð nær ein- göngu innlent. Að því studdu, ásamt Tryggva, margir hinir mætustu og ritfærustu ínenn þjóðarinnar, með sögum sínum. Efni „Dýravinax-ins“ var fyrst og fremst sniðið fyrir börn og unglinga. Með því vildi Tryggvi ná sambandi við æsku landsins. „Vemdarhlynur dýranna". Táknmynd i'ir bronce eftir Ríkarö Jánsson. Greypt í minnisvarða Tryggva Gunnarssonar i AlþingishúsgarÖinum. þjóðina til foruslu i þessu efni. Vakti þar tvent fyrir honum. Annað var það, að liann treysti eðlisfari kvenna til mannúðar- verka, og áleit þeim verðugt að framkvæma hugsjónamálið. Að hinu leytinu vildi liann vafalaust henda konum á tækifæri til þess að þjálfast í skipulagsbundnum fjelagsskap. Var honum ljóst, að aukinn fjelagsþroski þeirra gat orðið til þess að ljdta undir rjett- mætar kröfur þeirra til áhrifa á önnur mál þjóðarinnar. Þannig vildi hann stuðla að framgangi á tveim rjettlætiskröfum samtímis. Eigi urðu samt konurnar til þess að stofna fyrsta fjelagið. Það lenti í hlut karlmannanna. Á Akranesi var það stofnað, 17. febr. 1894, en lifði skamma stund. Síðan voru mynduð mörg fjelög víðsvegar um land, en fæst þeirra lifðu lengi. Það tók Tryggva sárt, hve illa gekk að halda fjelögunum saman, en eigi að siður stefndi hann ávalt sjálf- ur, með sömu þolgæðinni og þrautseigjunni, að markinu. Loks var Dýraverndunarfje- lag Islands stofnað 13. júlí 1914. Var Tryggvi Gunnarsson þegar sjálfkjörinn formaður þess. Gengdi hann þvi starfi til dauða- dags, 21. okt. 1917, þá rúmlega 82 ára. Meðan hans naut við var liann lifið og sálin í þeim fje- lagsskap. Einnig gladdi það Tryggva mjög, er fjelagið hóf að gefa út eigið málgagn, „Dýraverndar- ann“, nú fyrir 20 árum, 15. mars 1915. „Vonandi er, að blaðið stækki og kaupendum fjölgi, þeim og skephunum til gagns“, segir hann um blaðið í 16. og síðasta hefti „Dýravinarins". í „Dýraverndaranum“ mun nú að finna einhverjar bestu lieim- ildirnar um æfistarf Tryggva; auk þess má benda á ágrip al’ æfisögu liaiis í „Andvara“ og „Tímanum“. Mikill ávöxtur af hinu kær- leiksríka starfi Tryggva Gunn- arssonar kom fram í löggjöf- inni. Má þar tilnefna lög um friðun fugla og eggja, og fleiri friðunarlög dýra, lög um út- flutning lirossa o. fl. Lengi liafði hann borið þá þrá í brjósti, að selt yrðu í landinu lög um dýraverndun, líkt og hjá öðrum menningar- þjóðum. Er Dýraverndunarfje- lagið var stofnað, fjekk hann komið á stefnuskrá þess, meðal annars, þessu ákvæði: „að vinna að því að fá sett lög í landinu um verndun dýra“. Hann var einn þeirra, er fjelagið kaus til að semja frumvarpið að dýra- verndunarlögunum. Hann kom því á framfajri á Alþingi, sem samþykti, 30. ágúst 1915, al- menn lög um dýraverndun. Konungur staðfesti lögin 3. nóv. sama ár. Eru þannig á þessu ári liðin 20 ár frá því að þau voru sett. Það var Tryggvi Gunnarsson, sein reisti, með vegunum upp úr Reykjavik, spjöldin, sem á var letrað: „Gefið hestunum að drekka“. Vafalaust liefir þessi einstaka hugulsemi lians orðið til þess að margur hesturinn fjekk svaladrykk. Allir vita, að Tryggvi Gunn- arsson var upphafsmaður dýra- verndunarlireyfingar á Islandi. Hitt munu færri vita, að liann var einnig helsti forvígismaður dýraverndunar í Færeyjum. Framhald bls. Vi. Tryggvi Gunnarsson í Alþingishúsgurðinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.