Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 11
YNftftU UttNbyftNIR Skemtilegur leikur. Hjerna er leikur, seni jeg hugsa aö ykkur komi lil að þykja gaman að. í fyrstunni var hann gerður handa farþegunum á skemtiskipun- uin til að stytta sjer stundir við á þilfarinu, því að þar er ágætt að leika hann. En það er líka ágætt að leika hann á slje'ttum is eða á mai- bikaðri flöt, eða hvar sem völlurinn er nógu háll og sljettur. Leikbrautin á að vera nálægt átta metra löng og merkinu er skift í reiti, sem eru merktir eins og sýnt er á teikning- unni. Til þess að skjóta með notið þið kústskaft, sem fjöl er negld á, og svo þurfið þið nokkra ofurlitla trjehlemma til að skjóta. Hver þátttakandi í leiknum iær sinn hlemm og svo skjóta þeir hon- um á mark i sömu röð, aðeins eilt skot i hverri umferð. Sigurinn er i þvi fólginn að láta hlemminn lenda þar í markinu, sein hæsta talan er. Sá sem fyrstur kemst upp í 50 hefir únnið leikinn, en til þess að manni reiknist vinningur þarf hlemmurinn að liggja inni í tölureitnum án þess að hann snerti strikin í kring um hann. Tveir af reitunum gefa 10 í frádrátt, eins og þið sjáið, svo að það er áríðandi að læra að reikna skotin rjett út og forðast þessa reili. Vilji maður reyna að slá tvær flug- ur i einu höggi, gerir maður tilraun til að liitta hlemm frá öðrum með sínum eigin hlemm — ef hann ligg- ur þá á reit — og spyrna honum út af reitnum. Þó horgar þetta sig ekki, ef maður missir sjálfur af að ná reit fyrir það. Þegar allir í leiknum hafa skotið, er talið livað hver hefir mörg stig og hlemmarnir teknir upp og svo hefst ný umferð. .4 ð hæna smáfuglana að. A þessari mynd sjáið þið hvað börnin gera erlendis til þess að hæna smáfuglana að görðunum, svo að þeir eyði skordýrum á sumrin og sjeu til skemtunar í görðunum. í garðinum stendur stofn af út- dauðu trje. Stofninn hefir verið not- aður til þess að búa til sumarbústað handa fuglunum, og þið getið sjeð á teikningunni, að aðferðin er ofur einföld. Með vissu millibili eru sag- aðir bútar úr trjenu og þeir holaðir að innan og húið til gat á þá. Svo eru bútarnir feldir inn í trjeð aftur og limdir eða kíttaðir fastir við það. Til þess að kettirnir ónáði ekki smáfuglana i trjánum eru lægstu greinarnar sagaðar af þeim, svo að stofninn sje greinalaus næstu mann- hæðina af trjenu. Þá kemst köttur- inn ekki upp í trjeð. Og þegar fugl- arnir eiga unga, eru þeir varðir á- rásum mauranna með þvi að setja ílugnanet utanum trjestofninn, skaml frá rótinni, svo að maurarnir kom- isl ekki upp. Skuggamyndir. Ef þú hefir ljósleitt, helst hvitt, þil og sæmilega sterkt ijós getur þú búið til fjöldan allan af skugga- myndum með höndunum og fingr- unum. Hjerna sjerðu nokkrar þeirra á myndinni. Þú getur látið kanínuna hreyfa eyrun með þvi að hreyfa fingurna og líka geturðu látið hana hreyfa framlappirnar, öndina geturðu látið vaga áfram og stinga niður nefinu og fálkann geturðu látið lireyfa vængina, ef þú ert sæmilega liðug- u r i fingrunum. Fiskiferð litla bróður lauk vel þrátt fijrir alt. Efnileg stúlka. Þessa mynd, ásamt eftirfarandi upplýsingum hefir „Fálkinn" fengið senda frá einum af lesendum sinum. Greinin er um unga stúlku, en stóra og efnilega, og hafa eflaust önnur börn gaman af að lesa hana: „Mynd þessi er af Áslaugu Ólafs- dóttur, Skeggjastöðum á Langanes- strönd. Jeg lilutaðist til, að hún kæmi fyrir augu almennings, af því að jeg liygg Áslaugu eiga fáa — að minsta kosti alt of fáa sína jafningja, um ágæta heilbrigði. Áslaug er 9 ára. í mars, síðastlið- inn vetur, var hún 144 cm. á hæð og 39 kg. að þyngd. Faðir hennar sagði mjer i vetur, að hún hefði aldrei fengið kvef, nje orðið lasin, þvi síður veik. Nær því frá fæðingu hefir Áslaug hvern dag fengið þvott úr sjó eða sjóbað. Einnig daglega hæfilegan skamt af þorskalýsi. Á liðnum vetri fjelck hún að fara með föður sínum til Reykjavíkur og vera hjer einn mánuð. Rafljós sá Áslaug í fyrsta sinn á s/s Esju og bíla í fyrsta sinn þegar hingað kom. Hana langaði mjög til að læra sund og gerði liún það þegar liingað kom, samkvæmt leyfi foreldra sinna. Ekkert var gert til þess, að verja Áslaugu fyrir farsóttum þeim, seiu þá áreiltu börn og unglinga í Reykja- vík. En þessir kvillar náðu ekki tangarlialdi á henni. Og má hver hafa sina skoðun um það, hvers- vegna hún slapp við þá. —- —- — Ef liin unga, vaxandi kynslóð fær að lifa af hollri fæðu í hreinu andrúmslofti, úti og inni, við mikil og fjötbreytt viðfangsefni og leika sjer, eins og börn yfirleitt eiga fjölbreytta löngun til, þá hygg jeg, að kuldabylgja sú, sem nú kem- ur unglingum furðu ört í kynni við kistunagla svarta dauða, púðurieðju og rósalit, hjaðni eða falli fyrir hækkandi sól og sumri þróttríkraf æsku. Áslaug og þau börn önnur, sem bera boð um mjög sennilegan ágæt- an árangur góðrar aðstöðu og mik- illar umhyggju við uppeldisstörf, minna alla — eldri sem yngri, að hlúa vandlega að kjarnviðunum þróttríku, sem i börnunum húa. Marteinn Bjarnason“. ---------Það er vissulega umhugs- unarvert, sem brjefritarinn segir, i frásögn sinni af Áslaugu. Og mætti það bæði verða ykkur börnunum á hennar aldri, og foreldrum allra barna að umhugsunarefni og til eftir- breytni. KÁTU SÖNGVARARNIR. Þetla er skemtilegur leikur, einkum ef marg- ir taka þátt í honum. Það er bundið fyrr augun á einum þátttakandanum og allir hinir skipa sjer í hring kringum hann. Þegar vísunni er lok- ið staðnæmast allir og blindingur- inn bendir á einhvern í hópnum. Sú sem hann bendir á skal syngja vís- una aftur. Blindingurinn á svo að geta hver það var sem söng. Geti hann rjett, þá verður sá sem söng blindingur næst, en geti liann rangt verður hann að halda áfram að vera blindingur þangð til hann hefir get- ið rjett. HVER ANHAÐI Á SPEGILINN? í þessum leik verðurðu að hafa ein- hvern í vitorði með þjer. Þú ferð út og segist skuli nefna þann, sem andi á spegilinn meðan þú sjert úti. Þegar þú kemur inn aftur á sá, sem er í vitorði með þjer að sitja í al- veg sömu steilingum og sá sem and- aði á spegilinn, svo að þú getir þekt hann úr. Tóta frænka. Alt með Eimskip.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.