Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N i Vindsængurnar komust í tísku hjer á Islandi fgr en á Norður- löndum. En í sumar liafa jiær rutt sjer til rúms þar og eru eigi síst notaðar til þess að liggja á þeim á vatni í hitunum. Myndin hjer að ofan er frá Svíþjóð. Hjer þykja þær bestar til að halda á sjer liita í tjöldum. Eitt merkasta hlaupið á veðhlaupahrautinni í Klampenborg við Kaupmannahöfn er það, sem háð er um heiðursverðlaun kon- ungsins, en þau eru fagur bikar úr silfri. 1 sumar vann hlaup þetta hesturinn „Quick March“ en knapinn hjet V. Fehr. Á myndinni sjest konungur vera að óska sigurvegaranum til hamingju. Á miðri myndinni er Scavenius kammerherra. Fimta þing sálarannsóknarmanna var haldið í Osló nýlega und- ir forsæti dr. Thorstein Wereide. Stóð þingið í viku og sótti það fjöldi manna, sem kunnir eru fyrir sálarrannsóknir. Mynd- in hjer að ofan er af setningarfundi þings þessa, sem haldinn var í etdri hátiðarsal háskólans. Liila myndin er af dr. Wereide. Kvikmyndafólkið í Holtywood — en það ræður öllu í þeirri borg — hefir nýlega kosið sjer borgarstjóra. Ilann heitir Al Lichtmann og gekk mikið á í filmbænum þegar hann var kos- inn. Hjer á myndinni sjást frá vinstri: Chaplin, Lic.htmann\ Mary Pickford og Samuel Goldvyn. 1 Rússlandi hafa yfirvöldin áhuga fyrir því,að loftstökk í fallhlíf verði almenn íþrótt. 1 þessu augnarmiði á að reisa 1000 stálturna 60 metra háa víðsvegar um landið, handa fólki að stökkva úr. Hjer sjest maður voga stökk- ið, á myndinni til vinstri. Enska loftmálaráðuneytið hefir í mörg ár verið að gera tilraunir með flugvjelar, sem hægt sje að stjórna frá jörðu, mannlausum. Er þessum til- raunum komið svo langt á leið, að farið er að senda mannlausar vjelar upp í loft ið og láta þær vel að stjórn. Ein slík vjel sjest á mynd- inni til hægri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.