Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Tryggvi Gimnarsson. Framhald frá bls. 5. Beitti hann sjer fyrir því um margra ára skeið, og fjekk til að hefjast lianda í því efni ýmsa helstu áhrifamenn þar, meðal annara amtmannshjónin, ritstjóra og skólastjóra. Sýnir þetta, að tilfinning hans fyrir líðan dýranna var ekki bundin við heimahagana; auk þess sem það sýnir, livilíkur áhrifamaður hann var. Mikið gagn vann TryggviGunn- arsson dýrunum á langri og bless- unarríkri æfi sinni. En þar með var ekki lokið áhrifum hans. Látinn vildi hann tryggja fjár- hagsgrundvöll dýraverndunar- innar á íslandi. Með erfðaskrá sinni gaf hann til starfseminn- ar í landinu mestan hluta eigna sinna. Þá myndaðist „Tryggva- sjóður“, sem í fyrstu nam rúm- um 50 þús. kr., en var orðinn um síðustu áramót, frekar 79 þús. kr. Er stjórn Dýravernd- unarfjelagsins falin umsjá sjóðsins, samkvæmt skipulags- brjefi hans. Má hún ráðstafa lielmingi ársvaxta sjóðsins til starfsemi fjelagsins. Er stjórn fjelagsins hafði fengið umráðarjett yfir „Tryggvasjóði“, varð þvi kleift að kaupa Tungueignina. Er það verndunarstöð fjelagsins. Þarf eigi að lýsa þvi „hvílikt nauð- synjaverk mannúðar og menn- ingar hefir unnið verið með stofnun hennar“, hinn 4. mars 1918. Þörfin var mikil á slíkri stöð fyrstu árin eftir að fjelagið keypti Tungu. Á síðari árum, er lestaferðir og flutningar á hest- vögnum hafa lagst niður að mestu, og bílar urðu aðal flutu- ingatækin, er þörfin á rekstri stöðvarinnar ekki eins brýn og fyrr. Á áttræðisafmæli Tryggva Gunnarssonar Ijet Dýravernd- unarfjelag íslands flytja hon- um kvæði, er ort hafði Guð- mundur skáld Guðmundsson. Þykir hlýða að birta lijer þrjú fyrstu erindin úr kvæði þessu: „Hestar, geitur, kýr og kindur, kettir, hundar, vininum Tryggva gamla, góða, góðan dag i ljóðum bjóða. Fuglar hiinins hjartans kveðju honum senda. Verji hann öllum sóknum sorgar sá, er fyrir hrafninn borgar. Mannvin þann og inálleysingja megin vörðinn blessi guð í góðri elli og geislum yfir „kallinh“ helli“. Þegar litið er á framkvæmdir Tryggva Gunnarssonar í þágu dýraverndunarinnar, verður ljóst, að það er ekkert smáræðisstarf, sem hann liefir int af höndum. Hann beitti sjer fyrir þvi að hafa áhrif á almenningsálitið. Hann hreytti til mikilla hóta hugsunarhættinum, jók mjög mannúð manna með dýrunum, aðallega með riti sínu „Dýra- vininum". Hann kom af stað dýraverndunarfjelögum víðs- vegar um landið. Hann hafði mikil áhrif á löggjöfina; meðal annars kom því til leiðar, að sett voru strangari og fyllri lög gegn illri meðferð á dýrum, en áður höfðu sett verið í land- inu. Og margt fleira gerði liann fyrir dýrin. Slíkir menn eru mjög sjald- gæfir. Skyldust elsku til dýranna var ást Tryggva Gunnarssonar til blóma og trjáa. Alþingisliúsgarðurinn er einn þáttur verka lians. Af því verki hafði hann margar gleðistundir. í garðinum naut liann síðustu unaðsstundanna, hið seinasta sumar, er hann lifði, við að hlúa að nýgræðingnum þar og við ilm blóma. í þessum garði kaus liann sjer legstað. Þar hvílir hann nú, í steinhvelfingu þeirri, er liann hafði sjálfur látið gera sjer þar. Ofap á steinhvelfingunni, á steinstöpli, stendur brjóstmynd af Tryggva, eftir Ríkarð Jónsson, steypt í eir. Kaupmannastjett Reykjavikur reisti lionum minnisvarðann, sem er hinn fegursti, enda mikið listaverk. „Stöpullinn undir brjóst- myndinni er skreyttur utan með einskonar brúamyndum, er tákna verklegar lramkvæmdir Tryggva. En að ofanverðu í stöpulinn að framanverðu er greipt lágmynd úr kopar. Fremst á miðri plötunni rís upp trje eitt mikið, í líkingu við pálma, og er á það letrað: „Verndarlilynur dýranna". Þessi hlynur táknar alúðarfulla um- liyggju Tryggva Gunnarssonar fyrir dýrunum. Á neðanverða plötuna eru mótuð öll íslensk húsdýr, í ýmsum stellingum, er virðast una i ró, og í skjóli trjes- ins, sem breiðir lim sitt yfir þau. En í liminu eiga fuglarnir aðsetur sitt, og sjást þeir einnig á myndinni. Á bak við dýrin sjást íslensk fjöll, m. a. mynd af Búlands- tindi, sem er engu líkari en pýramída, gerðum af risahönd- um og er þar með táknaður liinn mikli manndómskraftur Tryggva". Er minnisvarðinn var afhjúp- aður, 12. des. 1917, var sungið fagurt kvæði, er Þorsteinn rit- stjóri Gíslason liafði ort. Sein- asta erindi kvæðisins er þannig: ,^Og þegar vorið vermir mörk og vaknar líf í greinum, og aftur lifna blöð og hjörk og blóm í hlje af steinum, — sem fyrrum enn þau fagni þjer með fyrstu brosum sínum. Við æfidraum þinn undu hjer í urtagarði þinum“. Sagan mun skipa Tryggva Gunnarssyni á bekk með bestu og mikilhæfustu sonum þjóðar- innar, og framtíðin geyma minningu lians. En mestur ljómi mun standa af mannúðarverk um hans, dýravininum Tryggva Gunnarssyni. Ludvig C. Magnússon. MARTA EGGERTH, hin vinsæla kvikmyndadís og söng- kona, sem flestir bíógestir lijer hafa margsinnis sjeð og heyrt, fór í sum- ar í kynnisför til Parisar. Var henni tekið þar eins og drotningu. Hjer sjest lnin á brautarstöðinni Gare du Nord í París, með fangið fult f blómum og hrosandi eins og hest í kvikmynd. HITABELTISSJÚKDÖMAR. Framh. af hls. 7. on taugaveiki ber talsverðan á- rangur, og lyf gegn svefnsýki. Evrópuþjóðir, sem lagt hata mikla áherslu á fjölgun fólksins, þykjast þurfa ný lönd í Afrík i, handa landnemum. Reynslan bendir þó ekki á, að þetta niuni verða. Hvítir menn hafa ekki sest að, svo teljandi sje, nema í Suður-Afríku og við Miðjarðar- hafið. Annarsstaðar í Afríku eru aðeins 300 þús. hvitir menn. Enginn veit hvort livítir menn muni geta sest að fyrir fult og alt í hitabeltislöndunum, og lialdið þar líkamlegu og andlegu atgjörfi, kynslóð fram af kyn- ;lóð. Mr. Gaylor í Massachusette hefir heimsmet í því, að halda niðri í sjer andanum. Um daginn reyndu lækn- ar hann —og hann hjelt í sjer and- anum i 14 mínútur og 2 sekundur. -----------------x----- Um daginn var maður að grafa skurð rjett fyrir utan Linz. Bíll kom þjótandi fram lijá, og og misti auka- bílhringinn í því. Maðurinn hrópaði á eftir hílnum, en hann hjelt áfram með fullri ferð. Við athugun á bíl- hringnum kom í Ijós, að hann var fullur af silfurpeningum, sem híl- stjórinn hefir ællað að smygla úr landi. Það hefir ekkert til hans spurst siðan. Sunnudags hugleiðing. Eftir Pétur Sigurðsson. Mannræktun. Það hafa farið fram harðvít- ugar Gyðingaofsóknir í Þýska- landi. Ef ekki væru til nema iveir menn í heiminum, annar Þjóðverji en liin Gyðingur, og Þjóðverjanum yrði það á óvart að drepa Gyðinginn, livað mundi Þjóðverjinn þá gera? — Hann mundi fremja sjúlfsmorð. — Öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, öll gæði og fegurð jarð- arinnar, yrði honum einskis virði, ef enginn væri maðurinn. Þetta sýnir liest, að maðurinn hefir mest gildi fyrir manninn, og þó ofsækja menn hver annan í blindni sinni. Þar sem það er vitanlegt, að maðurinn er manninum meira virði, en alt annað, þá á hann lika að leggja meiri alúð við mannræktun, en alt er hann ræktar. Margir fallegir bleltir á landi hjer, bæði tún og trjágarðar, vitna nú um það, hversu má hreyta óræktarmóum, mýrum og holtum í blómlegan gróður. En — mikið erfiði, þolgæði og mikla trú hefir þetta ræktunar- starf kostað. Munu þeir ekki hafa liugsað stundum, sem unnu hetta verk: Ætli það horgi sig, ætli þetta lánist nokkurn-tíma? Og þótt það lánist, getur þetta ekki orðið aftur að óræktarmó og flagi? Mannræktunin þetta að fegra, fullkomna og bæta mann- lífið, útheimtir mikið erfiði, þol- gæði og mikla trú. Oft finst þeim, sem verkið vinna, árang- urinn vera lítill, og stundum liugsa þeir sjálfsagt: Ætli það horgi sig? — Um slíkt má ekki liugsa. Þeir sem rækta landið, njóta gæða þess, og komandi kynslóðir. Þeir sem rækta mann- lífið vinna sér sjálfum, en þó sjerstaldega næstu kynslóðum ómetanlegt gagn með því. Eng- in bölsýni má komast að lijá þeim mönnum, sem eru sam- verkamenn skaparans við það að rækta mannlífið eða gróður landsins. Þeir sem rækta land- ið byrja oflast með litla bletti, sem þeir láta svo stöðugt stækka. — Það er líka gott við mannræktun að byrja með litla bletti, smá hópa, er stöðugt stækki. Þetta geta verið söfnuðir, skólar, eða fjelagsskapur í ein- liverri mynd. Það er gott fyrir menn að koma saman í smá hópum til þess að lesa góðar bækur, tala saman, hugsa og ræða viðfangsefni mannsandans sameiginlega. Þar auðgar liver annan og örfar. Það er ræktunar- starf. Þannig þyrftum við að efla menningu okkar, og þá fyrst og fremst andlega menn- ingu, meira en við liöfum gert i seinni tíð. Guðs blessun fvlgir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.