Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 6
6
F A L K i N N
Lönguhlfðarfeðgarnir.
Saga eftir Lars Thorvall.
Það voru mörg ár síðan Hallvarð-
ur í Lönguhlíð hafði farið fyrstu
ferðina sína niður í sveil til að fa
lánaða peninga. Þá fór hann til Jó-
hanns í Bæjarseli. Þeir þektust vel
úr æsku og höfðu meira að segja
beðið sömu stúlkunnar báðir, en
Jóhanni veitti miður. Stúlkan hjet
Elín og var nú húsfreyja í Löngu-
hlíð. En Jóhann i Bæjarseli var
ekki að erfa síkt. Þegar Lönguhlíð-
armaðurinn köm og bað ásjár, fjekk
hann peningana undir eins. Jóhann
bjó til skuldabrjef og Hallvarður
skrifaði undir. Siðan hafði hann
oft komið að Bæjarseli í sömu er-
indum og Jóhann hafði altaf verið
ið greiður og hjálpsamur. Og töl-
urnar á skuldabrjefinu hækkuðu ár
frá ári.
Nú var Hallvarður í peningavand-
ræðum á ný. Hann þrammaði fram
og aftur um stofugólfð og var i
rosa skapi. Alt var að fara til fjand-
ans. Jón sonur hans hugsaði ekki
vitund um neitt, sem að búskapn-
um vissi. Hann hafði ekki tíma til
þess, sjerðu! Hann var að æfa sig,
endásendast sveit úr sveit og taka
þátt í skiðamótum. Og jörðin og bú-
skapurinn fjekk að eiga sig. Og svo
þessi sífelda kreppa sem aldrei lag-
aðist. Markaðsverðið á korni og
búsafurðum fór sílækkandi, en skatt-
ar og gjöld síhækkandi. Alt var á
afturfótunum.
Hallvarður þrammaði um gólfið
fram og aftur. Svo staðnæmdist hann
við herbergisdyrnar. Jú, hann yrði
að bregða sjer til hans Jóhanns i
Bæjarseli, ennþá einu sinni. Hann
átti ekki annars völ.
Og um nónið setti hann Brún fyr-
ir sieðann sinn og ók vetrarbrautina
suður í sveit.
Hallvarði var vel tekið i Bæjar-
seli. Jóhann bauð honum inn í betri
stofuna og konan bar honum mat
og kaffi. En þegar Lönguhlíðarbónd-
iiyi fór að minnast á peninga togn-
aði á andlitsbjórnum á Jóhanni.
„Nei, nú er nóg komið!“ sagði
bann. „Jeg get ekki hjálpað öðrum
þangað til jeg kemst á vergang sjálf-
ur‘.‘
Hallvarði brá i brún.
„Ef þú neitar mjer um hjálp
flosna jeg upp af jörðinni“, sagði
hann.
„Þá verðurðu að flosna upp, sagði
Jóhann kuldalega.
Hallvarði rann svo i skap, að
hann átti bágt með að stilla sig.
„Ekki hafði jeg haldið, að Jó-
hann í Bæjarseli væri slíkur nirf-
ill og svíðingur!“ hrópaði hann. En
ef þú heldur að þú sjáir Lönguhlíð-
arbóndann falla á knje fyrir þjer
þá skjátlast þjer“.
Svo barði hann hnefanum i horð-
ið og svo að hollarnir hoppuðu,
spratt upp af stólnum og vatt sjer
út.
Lönguhlíðar-Brúnn lötraði veginn.
í sleðanum sat Hallvarður og nugs-
aði. Horfurnar voru ekki bjartar.
Skuldir og skattar á allar hliðar. Nú
vissi hann engin ráð framar. Nú var
úti um Lönguhlíðarbóndann.
Beggja megin vegarins var skóg-
urinn með sligaðar greinar undir
snjóþyngslunum. Alt i einu kom
honum nokkuð í hug, hún Jensína
á Brúnum, rika stelpu-kerlingin inni
i dal. Btst að hann kæmi við hjá
henni. Alt var hey í harðindum.
Hallvarður rjetti úr sjer, rykti í
tnumana og hottaði á hestinn og eft-
ir hálftima kom hann í hlaðið a
Brúnum.
Þaö hefði verið synd að segja að
Jensína á Brúnum væri lagleg. Hún
var horuð og beinamikil. iiárið var
rautt og gisið og greitt i hnút uppi
á hvirfiinum. Gertitennurnar henn-
ar fóru illa. Þær voru altaf að detta
og glömruðu milli skoltanna þegar
hún talaðí. Og svo var hún svo brók-
arsjúk að þa ðtók engu tali.
Lönguhliðarbóndinn mintist ekki
á peninga við hana. Svo vittaus var
hann ekki. Hann setti upp broshýr-
an bliðusvip og sagði:
„Jeg á að hetfsa þjer frá syni mín-
um, honum Jóni!“
Jensína ljek á alls oddi af kæti.
Hún tritiaði unt stofuna og hió:
„Og blessi hann. Bað hann að
lieiisa nijer, ljúfurinn“.
„Við höíum talað um, að ef þú
vildir koma i orlof til okkar um jól-
in þá værirðu innilega velkomin!11
Jensina tók saman höndunum og
gólaði: „Þú skilur að jeg set mig
ekki úr færi að heintsækja hann
Jón. Okkur kvenfólksræflunum finst
altaf svo mikið til um skiðagarpana.
Þeir eru svo karlmannlegir og
hraustirf1.
liallvarður fjekk góðgerðir. Jen-
sína tritlaði urn og njeri á sjer hend-
urnar af kæti. Hann yrði endilega
að muna að heiisa honum Jóni,
sagði hún. Það var orðið áliðið þeg-
ar Halvarður lijelt heimleiðis.
Hann var í talsvert betra skapi
þegar hann hjelt heim. Nú hafði
hann gert sitt, og nú kom til Jóns
kasta að gera sitt. Reyndar var ekki
víst, að drengnum litist sjerlega vel
á Jensinu, því að fegurðin draup
ekki af henni. En hún átti peninga,
og það voru einmitt þeir, sem mest-
ttr hörgullinn var á i Lönguhlíð
núna. Hann yrði að tala alvarlega
við Jón og þá mundi alt falla i
ljúfa löð.
Jón í Löngulilið var laglegur ung-
ur piltur. Hann var hár og grannur
en þrekinn urn herðarnar og bar
með sjer að hann rnundi vera ramm-
ur að afli. Hann var mestur skíða-
garpur þar um slóðir og i næstu
bygðum. Hann flaug skíðagötuna
hversu hlykkjótt sem hún var og
virtist óþreytandi.
Frammi i sveil bjó skrítinn mað-
ur sem kallaði sig Ólaf búlausa.
Fólk vissi fátt um hann. Hánn Var
kominn af fátækum en hafði farið
ungur til Ameríku — var þar i
mörg ár og kom allvel efnaður til
baka. Hann var rnjög áhugasamur
um íþróttir. Þeir urðu góðvinir, Jón
og hann. Óli búlausi tignaði Jón og
taldi víst að hann yrði meistari í
skíðagöngum.
Það var önnur manneskja sem
ekki sá sólina fyrir Jóni, og það var
hún Astríður, vinnukonan í Löngu-
hlíð. Hún var fögur eins og álfadís,
og þau Jón og hún höfðu heitið
hvoru öðru æfilöngum trygðum.
Hallvarður í Lönguhlíð og sonur
hans töluðu ekki oft saman. Hall-
varður var gramur Jóiii fyrir skíða-
göngurnar og ýmislegt annað, sem
Jón var að fikta við. Og þessvegna
var Jón heldur fár við föður sinn
og hafði ekki hugmynd um, hve
bágar fjárhagsástæður hans voru.
Eitt kvöldið bað Hallvarður son
sinn um að tala við'sig. Þeir gengu
frant í kamersið og Hallvarður lok-
aði hurðinni.
„Það kemur geslur hingað um
jólin“, sagði hann.
Jón horfði spyrjandi á föður
sinn og svaraði ekki.
„Það er hún Jensína á Brúniim,
sem jeg á von á“, hjelt Hallvarð-
ur áfram.
Sonurinn vissi ekki hvaðan á
hann stóð veðrið, en sagði ekki
neitt.
„Jeg vil að þú verðir notalegur
við hana, svo að hún kunni við
sig“, hjelt Hallvarður áfram.
„Ekki skal jeg bíta af henni haus-
inn“, sagði Jón. Og svo sneri hann
sjer við og fór út.
Jensína á Brúnum kont annan dag
jóla. Hún hafði dubbað sig upp og
var í skjannagulum silkikjól og
kringum liárhnútinn hafði hún hetla
víggirðingu af stórum kömbum. Hal-
varður tók á nióti henni á lilaðinu
og bauð henni inn. Hann var skraí-
hreifinn og i besta skajti. En Jen-
sína kærði sig kollótta um karlinn.
Hún var með allan hugann hjá Jóni
og greip báðum höndum um hend-
ina á honum þegar hann heilsaði
henni, stóð fast upp að honum og
ljómaði eins og nýfægður kopar-
ketill, en tennurnar glömruðu i
hvoftinum.
Jón vissi bráðum ekki sitt rjúk-
andi ráð. Hún elti hann á röndum,
njeri sjer upp að honum og brann
af ást. Hún spurði hann um alt
milli hirnins og jarðar — hvort það
væri ekki erfitt í skiðagöngum —
hvort það væri ekki gott að hafa
þykka og hiýja sokka — hvort mað-
ur yrði ekki þyrstur i göngunum —
hvort það væri ekki gott að láta
mjúka hönd strjúka af sjer svitann.
Jón svaraði ha og já allan liðlangan
daginn. Hann var orðinn svo hund-
leiður á blaðrinu í henni, að hann
langaði mest til að reka liana heiin.
En Hallvarður kumraði og var i ess-
inu sínu. Alt virtist vera á góðri
leið.
En Astríði leið illa einn daginn
þegar þau Jón hittust í, hlöðunni, sá
hann að hún hafði grátið.
„Af hverju ertu að gráta, væna
mín?“ spurði hann og þrýsti henni
að sjer.
Það komu kiprur kringum munn-
inn á henni: „Pabbi þinn segir hverj-
uin sem hafa vill, að bráðum muni
verða brúðkaup í Lönguhlíð. Þú
ált að giftast í vor, segir hann“.
„Og hverju á jeg að giftast?“
„Mjer skilst að þú eigir að giftast
henni Jensínu á Brúnum“.
Þá hló Jón. „Detlur þjer í hug að
jeg giftirt þeirri gálu! Nei, sú sem
jeg ætla að giftast héitir Ástríður“,
sagði hann og strauk tárin af kinn-
unum á henni. Ástríður brosti til
hans. Svo sleit hún sig af honum og
flýtti sjer inn í eldhús.
Eina nqttina vaknaði Jón við óg-
urleg öskur. Hann settist upp i rúm-
inu og lilustaði. Nú heyrði liann
hrópað aftur. Það kom ol'an af lofli,
þar sem Jensína lá. Hann klæddi
sig lauslega og flýlti sjer þangað.
þegar hann kont upp stóð hún uppi
í rúminu og veinaði, og áður en
hann vissi af tók hún undir sig
stökk og hengdi sig um hálsinn á
honum.
„Æ, jeg er svo hrædd!“ vældi
hún. „Jeg lield að það sje mús undir
rúminu. Þakka þjer fyrir að þú
komst og frelsaðir mig!“
Hann reyndi að losa sig en það
er ekki laust sem skrattinn heldu.'.
Hún hjekk á honum eins og blóð-
suga, og þrýsti kinninni að andliti
hans, og óð elginn svo að skrölti í
gerfitönnunum:
„Jeg er svo veik og hrædd! Jeg
þarf sterkan og hugrakkan mann
til að vera hjá nijer! Ó, Jón, þú ert
sterkur og liugaður!"
Svo sagði hún — og röddin titr-
aði af ást:
„Elskarðu mig, Jón?“
En nú var Jóni nóg boðið. 'Hann
vildi ekki hafa þessa spriklandi
fuglahræðu hangandi um hálsinn á
sjer lengur. Hann tók viðbragð og
sleit hana af sjer og fleygði henni
upp í rúmið.
„Liggðu kyr og haltu þjer i skefj-
um, afstyrmið þitt!“ sagði hann
reiður og fleygði sænginni yfir
hana. Svo fór hann og skelti hurð-
inni á eftir sjer. Ðaginn eftir var
Jensína fúl og fálát. Hún leit ekki
þangað sem Jón var og. eftir nónið
fór hún heim að Brúnum.
Og veturinn leið.
Einn morgun í mars var Jón frammi
í eldaskálanum og var að þurka
korn. Þá kom móðir lians inn til
hans og hjelt á blaði í hendinni.
Hún var rauðeygð og þrútin í and-
liti og árin runnu niður eftir kinn-
unum.
„Líttu á!“ sagði hún og rjetti Jóni
brjefið. Hann leit yfir það og það
vár eins og kalt vatn rynni hon-
um milli skinns og hörunds. Brjef-
ið var frá hreppstjóranum. Tilkynn-
ing um, að nauðungaruppboð yrði
haldið á Lönguhlíðinni, el'tir kröfu
Jóhanns á Bæjarseli. Það var eins
og hnífur væri rekinn i Jón. Nauð-
ungaruppboð — jörðin á annara hend
ur -— hann og foreldrar hans heim-
ilislaus. Nei, nei! Það mátti aldrei
verða. Það var í dag — eftir þrjá
tima! Hann sneri sjer að móður
sinni.
„Hversvegna hefir þú ekki sagl
mjer þetta fyr?“
„Jeg.hefi ekki haft hugmynd um
það fyr en nú, að jeg fann brjefið
á skrifborðinu hans föður þíns“.
,.Hvar er liann?“
„Jeg veit ekki. Ilann fór eitthvað
í gær og síðan liefi jeg ekki sjeð
hann“.
Jón liugsaði sig dálitið um. Það
var eldur í augum hans og andlitið
harðnaði af einbeittum vilja.
„Jeg verð að fara niður í sveit
undir eins. Þetta ntá aldrei verða“,
sagði hann.
Hann liljóp fram í stofu og hafði
fataskifti í einu vetfangi. Svo batt
liann á sig skíðin sín, hjó stöfun-
um í snjóinn og brunaði af stað.
Það var afleit færð. Skarinn svo
harður að varla var liægt að festa
skíðin á lionum. En Jón ljet það
ekkert á sig fá. í dag lá honum á!
Hann varð að ganga harðar en
liann hafði nokkurntíma gert áður,
ef hann ætti að komast til lirepp-
stjórans áður en uppboðið byrjaði,
,og kæmi liann of seint í dag, þá
væri úti um Lönguhlíðarfólkið. Hann
brunaði á fleygiferð niður hlíðaru-
ar. Það livein og suðaði fyrir eyr-
unum á honurn af hraðanuin og
hann varð votur um augun af gust-
inum. Kvistir og greinar slógust i,
andlilið á honum svo að hann sveið
undan og hann þversneri sjer og
rendi sjer einskíðis til þess að kom-
ast hjá trjám og kjarri. Þetta var
ægileg skíðaferð, en hver taug var
þanip eins og bogastrengur í lík-
ama Jóns og honum urðu erfiðustu
beygjurnar og brekkurnar eins og
leikur.
Niður heiðina fór hann í einum
samfeldum spretti. Stafirnir gengu
eins og hjól og það bullaði undan
skíðúnum þegar hann æddi áfram.
Hann gekk beint upp brekkurnar
og virtist ekki þreytast.