Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 15

Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 16 » N.OTIð IRELLI-hjólbarða. „Ómótstæðilega töfra hefir“ ELISSA LANDI Kvikmyndadísirnar vita, að Lux ilmsápan varðveit- ir fegurð þeirra. Hin mikla og þykka froða er fljót að þvo burt öll óhreinindin, sem spilla hörundsfegurðinni. Þetta einfalda leyndarmál hafa konur um allan heim fundið og nota því Lux handsápu reglulega. Þjer munuð verða hrifin af ilm hennar og ntjúku froð- unni! Reynið eitt stykki í dag! Ómótstæðilegustu töfrar, sem ung stúlka getur átt, er fallegt og sljett hör- und. Reglulegur þvottur með hinni hreinu, ilmandi LUX HANDSÁPU varð- veitir fegurð hör- unds yðar. Stjarna frá Paramount. LUX TOILET SOAP FEGURÐARSÁPA KVIKMYNDADÍSANNA. X-LTS 3(57-50 Lever Brothers Limited, Port Sunlight, England sliku starfi, og þótt hægt fari, vinst þó altaf mikið. Guð er ekki bráðlátur og lífið er ekki bráð- látt, en livort tveggja vinnur stöðugt í rétta átt. — Skáldið segir: „Oft kostaði gæfuna kyn- slóðar æfi að kalsa við brjósts- ins innstu rödd“. — Það getur tekið langan tíma að lokka fram í brjóstum manna hið innsta og besta, en að því ber að stefna — og það vinst. Pirelli-Giímmí. MaSal þeirra ítölsku vörutegunda, sem farnar eru að flytjast hingað á síðustu órum, eru Pirelli-hjólharð- arnir. Eru þeir gerðir af hinum risa- vöxnu ítölsku verksmiðjum, sem kendar eru við stofnanda sinn Giov- an Battista Pirelli, sem látinn er fyr- ir þremur árum. Hann var verkfræð- ingur, en rjeðst ungur til utanfarar til þess að kynna sjer gúmmiiðnað og stofnaði er heiin kom lilla verk- smðju i Milano i ársbyrjun 1872. í fyrstu framleiddi verksmiðjan eink- um sæsíma og fyrsti síminn frá Pirelli var lagður i Ítalíu 1887 og árið eftir annar fyrir Spánverja. Með hverju ári óx framleiðslan og varð fjölbreyttari og nú eru starfsmenn þessa fyrirtækis yfir 30.000. Þessi verksmiðja hefir verið til fyrirmyndar um það, hve vel húri hefir farið með starfsfólk sitt. Þa'ð nýtur t. d. alt ókeypis læknishjálp- ar og spítalavistar og börn þess njóta ýmsra þæginda, svo sem sum- ardvalar í; sveitum ókeypis, kenslu og leikvalla og verksmiðjurnar hafa ókeypis hókasöfn og leikhús fyrir starfsfólkið. Verksmiðjur þessa fyrirtækis erii nú orðnar 14 talsins og framleiða um 300 mismunandi vörutegundir. Er þeim skift i þrjá aðalflokka: A, B og C. í A-flokki eru allskonar vörur til rafmagnstækni: sæsímar, leiðslur, einangrunarefni. í B-flokki alt seiu snertir gúmmí til bifreiða og reið- hjóla, einkum barðar og hringir. Er þessi framleiðsla þegar orðin kunn á íslandi, einkum „Stella Bianca Lux- us-barðar“ og „Græna inrisiglið“. Pirelli fjelagið hefir 4 verksmiðj- ur i Ítalíu, þar af tvær í Milano, en. þar er enn aðalsetur fjelagsins, en um 20 útihú hefir fjelagið víðsvegar í ítaliu Það er meðeigandi í ýmsum fyrirtækjum, er framleiða vörur, er fjelagið þarf lil iðnaðar síns, svo sem bómull, linoleum, leður og raftæki. En sjálfstæðar verksmiðjur og úthú hefir fjelög erlendis, bæði á Spáni, í Englandi, Suður-Ameríku, Frakk- landi, Belgíu, Danmörku og Rúminíu.. Og gúmmiekrur á fjelagið í Singa- pore og á Java. Þetta risavaxna fyr- irtæki er að mestu leyti eins manns. verk — stofnandans. Mannsins sem. setti sjer það mark á unga aldri að koma á fót nýrri iðngrein í Ítalíu. f E1 Pero í Texas kostar 125 doll- ara að fá skilnað. Það er hægt að koma því í kring brjeflega, ef báðir partar eru sammála. HERTOGINN AF GLOUCHESTER -- en svo heitir öðru nafni þriðji son- ur Bretakonungs, Henry — er fyrir skönnnu trúlofaður lafði Alice Mon- tague-Douglas-Scott. Prinsinn er rúmlega 35 ára. Hjer sjást lijónaefn- m á góðgerðabasar einum í London. Verður víst mikið um að vera, er þau ganga í heilagt hjónaband, eigi síður en í fyrra, þegar yngsti hróð- irinn, Georg prins, hertogi af Kent giftist Marínu hinni grisku. Eru þá allir bræðurnir búnir að staðfesta ráð sitt, nema sá, sem mest þykir um vert sjálfur rikiserfinginn, sem nú er kom- inn yfir fertugt, en er ókvæntur enn. í BRENNERSKARÐI. Um Brennerskarð i Alpafjöllum er aðal þjóðleið ítala til nágranna sinna i Austurriki. Með friðarsamn- ingunum fengu Italir allmikinn fláka í Tyrol, og vildu þó víst gjarnan fá meira, og var lengi grunt á því góða milli ítala og Austurríkismanna á eftir, því að frá þeim síðarnefndu var landið tekið, og þóttu ftalir mis- bjóða þjóðerni hinna austurrisku þegna, er komust undir yfirráð þeirra við ábúendaskiftin. Hjer sjest ítalska tollstöðin og landamæra- sleinninn í Brennerskarðinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.