Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.10.1935, Blaðsíða 12
12 F Á L K 1 N N Mazaroff-morðið. DULARFULL LÖGREGLUSAGA EFTIR J. S. FLETCHER. „Og hvað ætlið þjcr að taka til bragðs?“ spurði jeg. ,Hún leit glettnislega á niig og jeg tók eftir því, að hún sfeaut vinstra auganu dálítið rangt, alveg' eins og Mazaroff. Þetta minti mig á það, sem jeg hafði alveg verið að gleyma, að það var dóttir Mazaroffs, sem jeg var að tala við. En hún fór að hlæja — og var ekki að heyra hvort liún væri frem- ur skömmustuleg eða storkandi. „Hvað jeg ætla að taka til hragðs?" sagði hún. „Til þess að gera mömmu og Verner þreytt á þessu, meinið þjer? Jeg giftist auð- vitað öðrum“. Við litum livort á annað og augnaráðið var ekki hægt að misskilja. „Er — er nokkur annar í tafli?“ spurði jeg. Hún leit á mig en augnaráð hennar var hálffalið undir augnahárunum. „Nei“, svaraði liún aðeins. I sama bili snerum við fyrir liorn á gróð- urreit og komum beint i fasið á mr. Elphing- stone. Hann reikaði þarna dreymandi, með einskonar fjallastaf i hendinni, og var auð- sjáanlega mjög sokkinn niður í hugsanir sín- ar. En undir eins og hann sá okkur rankaði hann við sjer. „Nú — þarna eruð þá þið“, sagði hann. „Það er alveg rjett, jeg var víst á leiðinni á móti ykkur. Sheila leit á mig og gaf mjer bendingu um að fara, en áður en jeg var kominn fimtíu skref upp í lieiðina, kallaði Elpliingstone á eftir mjer: „Ef þjer getið ekki borðað með okkur há- degisverð þá komið að minsta kosli í mið- degisverðinn. Og liafið hann vin yðar með yður, hann er velkorainn“. Jeg kinkaði kolli til svars og hjelt áfram upp heiðina, áleiðis að gistihúsinu. Webster stóð úti á ldaði, fyrir framan opn- ar dymar. „Er nokkuð nýtt að frjetta?“ spurði jeg undir eins og hann gat heyrt til mín. „Ekki vitund!“ sagði hann. En svo hætti hann við: „Það sitja tveir menn og bíða yður þarna inni, mr. Holt, þeir eru komnir til að spyrja upplýsinga. Annar er lögregluþjónn og hinn blaðamaður. „Svo að þetta er þá f;arið að fVjetbast, Webster!“ sagði jeg. „Já, nú er það vitanlega orðið hjeraðs- fleygt, mr. Holt“. „Það litur út fyrir það, Webster!“ sagði jeg. Sannast að segja var jeg farinn að halda, að Mazaroff hefði horfið viljandi. Hann þekti umliverfið og vissi, hvar liann gæti komist á næslu járnbrautarstöð. Það voru járnbrautarlínur í fárra mílna fjarlægð á báða bóga. Hver veit nema liann væri þegar kominn til London og sæti þar i makindum, liorfinn í annað skiftið á æfi sinni. En þetta var auðvitað aðeins tilgáta. „Jæja, við skulum koma inn, Webster, og heyra livað gestirnir hafa á samviskunni".. Þeir sátu og hiðu í einka dagstofunni, sem frú Musgrave liafði fengið Mazaroff og mjer til afnota, og það leyndi sjer ekki, að hvor Jjeirra um sig var óþreyjufullur eftir nýj- ungurn, stöðu sinnar vegna. Annar kynti sig sem Manners lögregluþjón frá lögregluslöð amtsins í Marrasdale, en liinn sagðist heita Bownas og vera blaðamaður við eilt lielsta blaðið i nágrenninu og frjettaritari við blöð í London. Þegar jeg hafði sagt þeim það helsta í mál- inu spurði jeg lögregluþjóninn, livað hann ætlaðist fyrir í málinu. „Ja —“, sagði hann spekingslega, „við verðum að tilkynna þetta aðalstöðinni. Og síðan verður hafin ítarleg rannsókn og leit. Auðvitað er það, eins og jeg hefi altaf sagt, einhver af þessum nautrekum, sem hefir fyr- irfarið lionum og tæmt vasa hans. Við verð- um að lála írjettina berast sem víðast, og Bownas verður að sjá um, að liún komi í blöðunum. „Það verður frásögn af þessu í öllum meiriliáttar hlöðum í fyrramálið, hæði i London og annarsstaðar“, sagði Bownas. „Og fyrirsagnirnar með feitu letri. Þjer mun- uð ekki hafa mynd af hinum látna?“ „Nei“, svaraði jeg, „og jeg er eklci lieldur viss um, að Mazaroff þætti vænt um að gert væri veður úr þessu ef hann kynni að koma aftur“. Lögregluþjónninn rak upp hlátur — liann þóttist vita viti sínu og vorkenna mjer heimskuna. Það leyndi sjer ekki, að hann áleit mig óreyndan í svona málum. „Koma aftur!" lirópaði hann. „Hann kem- ur aldrei aftur — með öll þau verðmæti, sem liann liafði á sjer! Morð og rán, það er það og ekkert annað. Þjer munuð ekki vera skyldur lionum, eða livað?“ hjelt liann á- fram og skoðaði mig í krók og kring. „Mjer skildist á Musgrave, að þið væruð á ferða- lagi saman. Góður vinur yðar, er ekki svo?“ „Jú, víst er það svo“, sagði jeg. „Góður vinur“. Eftir að þeir liöfðu skrifað hjá sjer nöfn okkar og heimilisfang kvöddu þeir og fóru. Hvað lögreglan þarna á staðnum liafðist að, veit jeg ekki, en þegar fór að skyggja hafði ekkert frjetst af Mazaroff. Og ekkert frjettist lieldur daginn eftir, og þriðja kvöld- ið eftir hvarf lians fór jeg að telja það mjög sennilegt, að hann hefði horfið með vilja — að hann hefði beinlínis lilaupist á hrott, svo að ekki kæmist upp hver liann væri. Eítir öllu liátterni lians að dæma, gat jeg svo of- boð vel trúað þessu á liann. Og þó — livers vegna skyldi liann liafa gert það? Hann hefði vel getað haldið ferð sinni áfram í bílnum og tekið mig og Webster með sjer. Nú sat jeg hjer eftir, með bæði Webster og bílinn. Svo var það þriðja daginn, þegar rofa tók fyrir degi og jeg lá vakandi í rúmi mínu og var að hugsa, að barið var á dyrnar lijá mjer. Jeg hljóp fram úr rúminu, lauk upp hurð- inni og sá Musgrave og Webster standa á ganginum, hálfklædda. Gestgjafinn leit á mig. „Þeir hafa fundið hann“, hvíslaði hann. „Eða rjettar að segja: þeir hafa fundið —-“. Orðin sátu föst í hálsinum á honum og liann horfði spyrjandi á bílstjórann. Hann átti líka hágl með að koma upp nokkru orði, eu þó tókst honum að stama fram úr sjer: „Þeir hafa fundið lík, mr. Holt“, sagði liaiin. „Uppi í heiði“. „Við Reivers Den“, tók Musgrave fram í, „undir klettunum“. „Og þeir eru komnir með hann hingað“, hjelt Webster áfram. „Hann er — þjer skilj- ið höfuðið —audlitið er óþekkjanlegt, en það eru fötin hans, sem hann er í“. Jeg í'lýtti mjer að komast í fötin og fór mcð þeim í útliýsi eitt, þar sem lögreglu- þjóun einn og skógarvörður - það voru þeir sem liöfðu fundið hann höfðu komið lík- inu fyrir. Jeg ætla mjer ekki að fara að lýsa hjer einslökum atriðum, en jeg lieyrði að einhver var að tauta eittlivað uín, að þarna á heiðinni væri krökt af hreysiköttum, læmingjum og öðrum blóðþyrstum kvikindum. En það var ekki um að villast, að þetta voru föt Maza- roffs og jeg sá líka fæðingarhlettinn, sem lianii hafði sagt mjer frá. Fregnin barst eins og eldur í sinu og Mau- ers kom þegar á vetlvang. Lögregluþjónninn rannsakaði föt Maza- roffs. Það fanst ekki svo mikið sem penny í vösum hans, úr, úrfesti, vasabók og brjef, - alt var á bak og burt. Hann sneri sjer að mjer með drýgindalegu augnaráði, eins og hann hefði unnið sigur. „Jæja, sagði jeg ekki, kapteinn?" tautaði liann. „Morð og rán, er ekki svo? Það var aldrei að efast um það“. Jeg svaraði engu, þvi að jeg var að liugsa um alt annað. Hvernig sem atvikin voru að þessu eða voru elcki, þá var það eitt víst, að Mazarol'f var dauður. Og þarna stóð jeg að líkindum eini maðurinn í veröldinni, sem vissi um leyndarmál hans. Leyndarmál, sem var þannig vaxið, að nú yrði jeg að fara lil Marrasdale Tower og segja þar eina undar- legustu sögu, sem nokkur maður getur hugs- að sjer. 6. KAPÍTULI: MR. CROLE FRÁ BEDFORD ROW. Jeg verð að játa það, að Manners, lögreglu- þjónninn þarna á staðnum, gerði alt, sem liann gat til þess að hlífa mjer við óþæg- indum. „Hvað eigum við að gera?“ sagði hann til svars við spurningu minni. „Hlustið þjer nú á! Af því að ekkert líkliús er til hjer á þess- um hjara veraldar, verðum við að láta líkið liggja lijerna. Þvínæst verður líkskoðun að fara fram samkvæmt lagafyrirmælum, lík- ast til einhverntíma á morgun. Aðeins að venjulegum íyrirmælum sje hlýtt, en síðan getur útförin farið fram hvenær sem er. Og svo — já, og svo verðum við að laka til óspiltra málanna að finna morðingjann! Þetta liggur altsaman mjög beint við“. „Þjer lialdið ennþá, að hjer sje um morð að ræða?“ spurði jeg. Manners sneri á yfirskeggið og horfði yfir- lætislega á mig. „Hvar eru peningarnir, demantshringur- inn, slifsnálin, vasahókin og öll önnur verð- mæti?“ spurði hann storkandi. „Nei, herra kapteinn, þetta er alveg eins og jeg liefi sagt: morð og rán“. „Jeg geri ráð fyrir að þjer reynið að gripa inorðingjann þar sem liann reynir að selja ránsfenginn ?“ spurði jeg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.