Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Side 6

Fálkinn - 21.12.1935, Side 6
4 F A L K 1 N N N^Wlh.x BÁRFOD THORKIL Gesturinn öslaði djúpan snjó- inn með mestu erfiðismunum — liann kom einhversstaðar úr fjarska — utan úr sjóndeildar- hringnum. Honum fanst j)etta sjálfum: það var eins og liann kæmi utan úr einhverri óraun- verulegri fjarlægð, sem hann rámaði varla í, og væri nú loks að koma til sjálfs sin, hægt og undrandi, þegar liann sá dreifðu húsin í litla þorpinu nálgast, eiiis og dökka bletti i hvítri eyðimörkinni. Og lengst undan grilti hann í gömlu steinkirkjuna, sem gnæfði yfir þorpið uppi á háum hrygg. Turninn með hljóðopunum gnæfði yfir nakin trjen um- h.verfis. Hann stefndi beina leið á kirkjuturninn, þar sem klukk- urnar hringdu til lielgra tíða. Hann rakti hvorki veg nje stíg, því að hvergi var slíkt að sjá þarna í hvítu auðninni, en alls- staðar nýfallinn snjó. Og jafn- vel þó að hann hefði sjeð móta einhversstaðar fyrir vegi, þá hefði vel getað hugsast, að hann hefði ekki farið hann, því að hver vissi nema hann væri krókóttari en förumanninum líkaði. Hann liafði farið nógu marga króka! Ókunni maðurinn gekk inn í lágu hlýju kirkjuna. Hann liik- aði eitt augnablik á þröskuld- inum, glúpnaði og fjekk ákaf- an hjartslátt. En þá lieyrðist djúp og hrein rödd um alla kirkjuna, eins og verið væri að ávarpa hann: „Óttist ekki!“ Hanii gekk eitt skref áfram og lokaði hurðinni á eftir sjer. Og svo stóð liann grafkyr, meðan röddin lijelt áfram: „Því að jeg boða yður mikinn fögnuð. í dag er yður frelsari fæddur!“ Hvert einasta orð smaug gegnum merg og bein — það var eins og eyru hans skynjuðu þau ekki heldur liann allur. Og við hvert orð var eins og eitt neyðarár og ein ieiðinleg endurminning fjarlægðist hann og yrði að engu. Hann lagði aftur augun og brosti, og þeg- ar organistinn byrjaði forleik- inn, fann hann ekki betur en að hann væri sjö ára gamall drengur, að smeygja sjer inn í bekkinn hjá henni móður sinni. Ung stúlka færði sig til í bekknum, dálítið undrandi og hikandi, þegar þessi magri og tötralegi maður með óhirt skeggstríið ruddist inn í kirkju- bekkinn prestsfólksins undir miðri messunni. Það var ekki laust við að hún væri hrædd við hann og hún færði sig enn undan, er liann kom sjer fyrir í bekkshorninu. En þegar hún rendi til hans augunum rjett á eftir varð hræðsla hennar að undrun. Því að aldrei hafði henni dottið í hug, að svona blá og barnsleg augu gæti verið í nokkru barnsandliti. Og þegar ræðan var úti lá við að liún gleymdi að syngja jóla sálminn, svo skrítið þótti lienni að heyra murrið i honum, sem átti víst að heita söngur. Undir eins og sálmurinn var á enda hneigði hann sig klaufa- lega til hennar og tautaði al’- sökun í hálfum hljóðum. Svo stóð hann upp og flutti sig á næsta bekk fyrir aftan. Það var kominn merkilcgur gestur á prestssetrið. Að minsta kosti gat hvorki presturinn nje dóttir hans botnað neitt i hon- um. Hann liafði komið á aðfanga- dagskvöldið. Og komið hafði hann nú eiginlega ekki. Hann liafði staðið eins og sinnulaus dula og starað inn um portið á prestssetrinu, þegar síra Hjort og dóttir hans, Agnes, komu heim frá kirkjunni. Agnes liafði orðið fyrri til að koma auga á hann og tók öndina á lofti utti leið og hún sagði: „Þarna er hann!“ En áður en presturinn hafði fengið nokkra skýringu voru þau komin að lionum. Og sumpart af því, að friður jól- anna var í sál prestsins, sum- part af því að orð dótturinnar höfðu gert liann forvitinn, stað- mdist hann hjá manninum, liauð honum gott kvöld og ósk- aði honum gleðilegra jóla. Ókunni maðuri'nn hrökk í kuðung, eins og hann yrði liræddur. Rjett í svip datt prest- inum í hug, að þetta gæti ver- ið umrenningur, sem ætlaðist eittlivað ilt fyrir á sjálft jóla- kvöldið. En honum varð hug- liægra undir eins og förumað- urinn liafði litið bláum og barnslegum augunum á hann. „Jeg sá yður í kirkjunni!“ sagði presturinn nú, er hann mintist þess að hafa sjeð hann standa frammi við kirkjudyr, er hann var að lesa jólaguð- spjallið. „En þjer eruð ekki lijerna úr sókninni?“ Gesturiun hristi höfuðið mæðulega. „Þjer eigið ef til vill langa leið fyrir höndum?“ sagði presturinn. „Vonandi ekki“, svaraði gest- urinn. Röddin var þreytuleg, en hvorki biíur nje sorgmædd. Hann rendi augunum yfir snjó- þakið hálfrokkið umhverfið og hjelt áfram — likast því að lnmn væri að tala við sjálfan sig: „Guð hefir breitt hvitt lín á sængina mína“. En nú brá síra Hjort í brún svo um munaði. Var svo illa komið fyrir þessum aumingja, að hann ætlaði að leggjast til hvíldar í fönninni sjálfa jóla- nóttina? Öðruvísi var varla hægt að skilja þetta. En það mátti aldrei verða. Og að minsta kosti gat ekki hann —- þjónn Herrans — sem einmitt hafði verið að boða söfnuði sínum mikinn fögnuð, ekki hlustað á svona ásetning án þess að taka í taumana. Nei, þetta var enginn boð- flennugestur, sannarlega ekki, sem síra Hjort hafði fengið á jólunum. Þó að hánn væri bæði svangur og kaldur og illa klæddur, hafði presturinn nærri því orðið að beita valdi til þess að koma honum inn úr dyr- unum og í hlýjuna. Hann liafði farið með hann inn í skrifstofuna sína og leitt hann til sætis í hægindastóln- um við ofninn. Þar sat gestur- inn meðan prestur var að fara úr hempunni og i lafafralckann sinn. Svo njeri liann hendurnar makindalega og sagði eitthvað í spaugi um ilminn af gæsa- steikinni, sem lagði framan. úr eldhúsinu inn til þeirra. En gesturinn svaraði því engu. Hann sat þarna og starði kring- um sig í stofunni forviða en eins og úti á þekju, líkast því að hann liefði af einhverjum á- stæðum liugsað sjer, að öðru- vísi væri þarna inni. Presturinn ræksti sig vand- ræðalega og leit á úrið sitt. Honum hugkvæmdist alt í einu, að rjettara væri að láta heim- ilisfólkið vita, að hann hefði haft gest með sjer heim. „Þjer hafið ekki sagt mjer hvað þjer heitið“, sagði hann vingjarnlega. „Holm!“ svaraði gesturinn, í sama hili virtust augu hans lýsa því að hann iðraðist eftir að hafa sagt til nafns síns. „Jacta est alea!“ hjelt hann áfram, eins og liann væri að tala við sjálfan sig og þýddi svo orðin sjálfur með fjarlmga hreim í röddinni.: „Teningun- um er kastað!“ „Hvað segið þjer?“ spurði presturinn forviða. „Með leyfi að spyrja kunnið þjer lat- ínu?“ En presturinn fjekk ekki neitt svar. Gesturinn hafði yfirbugast af hitanum og þreytunni. Hann varp öndinni og höfuðið hneig máttvana ofan á bringu. Ilann var sofnaður. Þetta leysti prestinn úr vand- ræðum. Hann þurfti ekki að láta gestinn kynlega borða með sjer. Þegar síra Hjort hafði kall- að á Agnesi og Maríu vinnukonu til að hjálpa sjer, og þau höfðu lcomið honum til meðvitundar aftur í sameiningu, þá gerði hann ekki betur en að hafa orku til að afklæða sig og taka á sig náðir í gestaherberginu, þar sem búið liafði verið um hann i snatri. Og þegar presturinn lædd ist þar inn til hans, eftir að hann var staðinn upp frá horð- um, svaf gesturinn rólega, með tærðar og magrar hendur undir kinninni. Jóladagsmorguninn gekk síra Hjort fram og aftur á skrif- stofu sinni; hann liafði alveg steingleymt gesti sínum í svip. Meðan hann var að drekka morgunkaffið sitt, hafði liann fengið þá leiðinlegu fregn, að hjáleigubóndinn, sem var vanur að aka með hann til kirkjunnar, hefði orðið veikur skyndilega. Það var barið feinmislega á dyrnar og að vörmu spori kom gesturinn inn. Hann var talsvert bragglegri en kvöldið áður. Hann hafði greitt liár sitt og skegg og hafði auðsjáanlega gert virð- ingarverðar tilraunir til þess að þrífa hæði fötin sín og skóna. Bláu augun voru íóleg, ekki eins flóttaleg og aumingjaleg eins og kvöldið áður og limaburðurinn öllu öruggari og frjálsmannlegri. Hann staðnæmdist rjett fyrir innan hurðina og þegar prestur- inn hauð honum glaðlega „Góð- an daginn og gleðileg jól“, þá svaraði hann aðeins með því að kinka kolli.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.