Fálkinn - 21.12.1935, Page 7
F Á L K I N N
Síra Hjort hafði dottið nokk-
uð í hug í sama bili og gestur-
inn kom inn: — Hver veit nema
þessi gestur kynni að stýra hest-
um fyrir sleða? Ef svo væri
gæti gesturinn unnið sjer inn
skilding, sem honum væri ekki
vanþörf á, með þvi að hlaupa i
skarðið fyrir hjáleigubóndann.
En þegar hann athugaði mann-
inn betur þá varð hann þó i
vafa. Það var ekki um að vill-
ast, að maðurinn var umrenn-
ingur, en samt ....
„Gerið þjer svo vel að setjast,
hr. Holm!“ sagði hann og benti
honum á stól við gluggann. „Jeg
vona að þjer sjeuð hressari í
dag. Hafið þjer sofið bærilega.“
„Má jeg þakka prestinum inni-
lega“, sagði liann með djúpri
rödd, „fyrir gestrisnina, sem
þjer hafið sýnl mjer! Og má jeg
um leið biðja afsökunar á því,
að jeg gegn vilja mínum hefi
hakað yður ónæði og fyrirhöfn".
„Blessaðir, minnist þjer ekki á
það“, svaraði presturinn og hristi
liöfuðið glaðklakkalega. „Tyllið
þjer yður nú og við skulum
rabba dálítið saman. Segið þjer
mjer eittlivað af sjálfum yður
— þjer segist heita Holm — en
hver eruð þjer eiginlega?"
Gesturinn leit hægt kringum
sig og athugaði stofuna hátt og
lágt með sama rannsóknar-
augnaráðinu og kvöldið áður.
Svo andvarpaði hann og laut
höfði.
„Jeg er ókunnur maður“,
sagði hann lágt og það var eins
og röddinn titraði dálítið. „Ó-
kunnur maður gagnvart yður -
og öllum í veröldinni! Ókunnur
maður, sem fjekk að dreyma
það, að hann væri kominn heim
á jólanóttina“.
„Ja, afsakið þjer, ef spurning
mín hefir verið of nærgöngul!“
sagði presturinn og hnyklaði
brúnirnar eins og það sigi í
hann. Honum fjell illa þegar fólk
talaði i gátum. „Leyfist mjer að
spyrja hvert þjer ætlið vður
hjeðan?"
„Áfram ....“ svaraði gestur-
inn alvarlega og benti þreytu-
lega út um gluggann, þar sem
sá út á veginn fyrir handan snjó-
þakinn garðinn. „í gær kvöldi
hjelt jeg, að leið mín væri á
enda. En nú veit jeg ekkert livar
ákvörðunarstaðurinn er“.
Presturinn ræskti sig og lag-
aði á sjer gleraugun. Það var
auðsjeð á honum, að honum
þótti. Honum hafði ekki gengið
annað en gott til með spurning-
unum, en það lá við, að honum
væri svarað útúr.
„Nú, jæja“, svaraði hann
kuldalega. „Mjer kemur þetta
auðvitað ekki við. En svo mað-
ur víki að öðru. Kunnið þjer að
stýra ökuhestum?"
Þessi spurning kom auðsjáan-
lega gestinum á óvart. Sem
snöggvast varð liann vandræða-
legur en svo brá fyrir brosi á
andlitinu.
„Stýra hestum ....?“ tók
liann eftir. „Já — jú, að minsta
kosti stýrði jeg oft hestum þeg-
ar jeg var ungur stúdent í gamla
daga“.
„Hvað segið þjer ....;“ tók
presturinn fram í, og mintist nú
latnesku setningarinnar frá kvöld
inu áður. „Stúdent .... segið
þjer?“
Brosið hvarf af vörum gests-
ins og augnaráð hans varð hvik-
andi og flöktandi.
„Það er langt síðan!“ sagði
hann fljótt og þurlega. „Jeg
meinti aðeins, að þcgar jeg var
ungur ók jeg oft fyrir föður
minn þegar hann . . . . ! Nú ....
jæja, en ef liestarnir eru þægir,
þá ætti jeg að geta tjónkað við
þá og þori að hætta á það, ef
prestinum er þægð i því“.
„Já, það eru þcir!“ sagði presl-
urinn. „Þeir eru gamlir og ein-
staklega viðráðanlegir. Jeg keypti
]iá eftir fyrirrennara minn í em-
hættinu!“
„Einmitt það“, sagði gestur-
inn lágt. „Ó, drottinn minn . .“
Sira Hjort liristi höfuðið. Hon-
um varð æ ljósara, að þessi und-
arlegi gestur hans væri „undar-
legur“ að meiru en einu leyti.
Hann leit á klukkuna og það
kom óðagot á hann.
„Tíminn hleypur frá manni!“
sagði hann. „Og nú man jeg, að
þjer hafið vist hvorki fengið
vott eða þurt ennþá. Viljið þjer
ekki koma með mjer, jeg skal
láta hana dóttnr mina annast
um það“.
Hann gekk á undan gestinum
fram í göngin og áfram að borð-
stofudyrunum.
„Agnes!“ kallaði hann og sneri
sjer svo að gestinum, forviða
vfir þvi að liann stóð kyr, en
kom ekki á eflir honum.
Gesturinn stóð þarna eins og
stirnaður, náfölur i andliti, eins
og hann væri orðinn að klaka.
Bláu augun voru slór og star-
andi og horfðu á vegginn and-
spænis. Áður en presturinn náði
að spyrja nokkurs var maðurinn
farinn að riða og titra, alveg
eins og hann væri að falla í ó-
megin. En hann gat varist fall-
inu. Agnes, sem var komin inn
i dyrnar, horfði forviða á mann-
inn og þilið á víxl.
„llvað gengur að honum,
pabbi?“ spurði hún.
„Jeg veit það ekki, telpa mín!“
svaraði presturinn. Honum var
farið að finnast þessi gestur æði
undarlegur.
„Er það myndin þarna, sem
þjer urðuð svona lirædchir við?“
spurði hann og var ekki laust við
óþolinmæði i röddinni. „Það er
ekkert að hræðast liana!“ Og
hann fór að segja honum frá
myndinni, til þess að gera hann
rólegri. „Þetta er mvnd af ekkju
fyrirrennara míns sem fylgdi
honum i gröfina nokkrum mán-
uðum eftir að hann dó. Jeg
keypti hana af dánarhúinu, vegna
þess að engir erfingjar gáfu sig
fram. Hún var indælis kona sem
mjer var ákaflega vel til! En
....“ Honum datt alt í einu
nokkuð í hug. „Þjer hafið máske
einhverntíma sjálfur kvnst frú
Ho. . . .Hohn?“
Honum varð ósjálfrátt á að
stama, þegar hann nefndi nafn-
ið, því að gesturinn hjet saina
nafni.
„Drottinn minn!“ sagði hann
lágt. „Gæti það hugsast að .... ?
Nei, síra Holm átti engin börn“.
Hann þagnaði og lagaði fálm-
andi á sjer gleraugun.