Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 8
6 F Á L K I N N Wí M 3 F/ik-. F/ak FLII PLÁK Heiðraða húsmóðir! Hversveffna nota önnur þvottaefni, þegar að til er þvottaefni, sem sameinar alla kosti — sem er ódýrt, fljótvirkt og hlífir bæði höndunum og þvottinum? FLIK-FLAK þvær fljótt og rækilega. Þegar þvotturinn hefir soðið stundarfjórðung eru öll óhreinindin horfin og eftir er aðeins að skola þvottinn — og svo eru þjer búnar. Auðveldara getur það ekki verið. — Og ekkert þvottaefni getur gert það betur. Sparið tíma og pen- inga. Látið FLIK-FLAK hjálpa yður með erfiði þvotta- dagsins. Heildsölubirgðir hjá I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN HlVi M MWI IMMMl 'éiVÖV®' m Gesturinn hafði látist falla nið- ur á stól og sat þar álútur og fól andlitið í gaupnum sjer. Nú lyfti liann hægt höfðinu og horfði á prestinn. Og það var kominn nýr hjarmi í áugun, eins og eitt- livað Ijómaði í þeim innanfrá. „Nei“, sagði hann lágt. „Sira Holm átti engin hörn“. En í sömu svipan gerði hann annað, sem fór beint í hága við það, sem hann var að enda við að segja. Hann stóð upp og gekk með útbreiddan faðminn að myndinni. „Mamma ....!“ sagði hann. „Sjáðu, jeg er kominn héim til þín aftur. Þú varst sterkari. Trú þín hefir frelsað mig“. Það varð hljótt í stofunni. Presturinn gat hvorki lirært legg eða lið. Agnes hafði læðst lil hans og lagði hendina á öxlina á honum en einhlíndi á gestinn með opnum og starandi augum. Svo hjelt gesturinn áfram og virtist gersamlega liafa gleymt, að aðrir væri i stofunni en hann og myndin á veggnum. „Jeg finn að þú liefir fyrir- gefið mjer, því að nú er friður í sál minni. En ef þú ekki trúir mjer eftir alt, sem jeg hefi lof- að og hræsnað fyrir þjer, þá lieyr þú nú .... “ Og með djúpri, hreinni röddu, og með liendurnar krosslagðar á hrjóstinu og með lyftu liöfði, eins og hann vildi halda mynd- inni fastri með augunum, fór hann að lesa Faðir Vor, hægt og hægt. Agnes gat ekki tára bundist, þó að hún vissi það ekki sjálf. Aldrei fanst henni hún liafa heyrt þessa bæn iafn fagra og máttarmikla, eins og hún hljóm- aði nú, af vörum gestsins. Og presturinn táraðist hka. Hjort prestur kom í fyrsta sinn of seint til messunnar, í fyrsta skifti á allri sinni löngu prestskapartíð. Og það á sjálf- an jóladaginn. En af því að færð- in var afleit, og ekill prestsins hafði fengið sjúkdómsforföll, fanst engum þetta tiltökumál. — Sjerstaklega þegar svo Teynd- ist, að stólræðan, þó hún væri styltri en ella, var svo grípandi og innileg, að fólk mundi varla sliks nokkur dæmi. Og eftir messu flýtti presturinn sjer af stað heim. Yfir horðum á prestsetrinu var gesturinn fáorður, en þó miklu frjálsmannlegri að öllu yfirhragði en áður. Það var eins og þungri byrði væri ljett af honum. Á eftir gekk hann 'um gólf inni á skrifstofu prestsins, álút- ur og hugsandi. Þegar Agnes kom inn með kaffi á bakka var eins og hann vaknaði af svefni. Hann stóð kyr. „Sira Hjort“, sagði hann. „Jeg hefði helst kosið að fara á burt, ókunnur öllum, eins og þegar jeg kom. En nú eigið þjer kröfu ó skýringu af minni hálfu. — Jeg var einu sinni sonur Holms prests. Jeg er fæddur hjerna og hjer átti jeg einu sinni gæfuríkt æskulieimili“. „Jeg hefi þegar getið mjer þess til“, svaraði presturinn. „En hvað eigið þjer við með þvi að segja, að þjer hafið verið sonur síra Holm? Þjer hljótið enn að vera 66 „Það er það, sem mig langaði til að reyna að útskýra fyrir yð- ur“, tók gesturinn fram í. „Þá skiljið þjer máske betur fram- komu mína, sem óneitanlega lief- ir komið yður einkennilega fyr- ir sjónir — jafnvel líkast því og jeg væri ekki með öllum mjalla“. „Jeg er kandidat í guðfræði“, hjelt gesturinn áfram. „Áfornnð var það, að jeg yrði aðstoðar- prestur föður míns og svo eftir- maður hans í gömlu steinkirkj- unni hjerna uppfrá. Jeg var upp- alinií með þetta fyrir augum frá því að jeg var barn. Hvorugt foreldra minna mun nokkurn- tíma hafa efast um, að jeg mundi ganga þessa braut, sem virtist liggja mjer svo opin. Jeg veit ekki hvort þjer getið skiljið það, sem jeg ætla að segja yður næst. En jeg held að það hafi verið af því, að það var talið svo sjálfsagt að jeg yrði prestur, að þrjóskan kom upp- runalega upp í mjer. Þegar jeg sat i kirkjunni eftir að jeg fór að þroskast og heyrði föður minn tóna og flytja ræðuna, var það stundum, að jeg gretti mig af tilhugsuninni um, að jeg ætti einhverntíma að standa þarna sjálfur og framkvæma þessa at- liöfn, sem mjer fanst svo hjá- kátleg og kjánaleg. Og það fór svo, að jeg fór að hatast við alt, sem lijet kirkja og kristin- dómur. Jæja, jeg skal ekki þreyta yð- ur með aukaatriðum, sem yður sem presti eru óskiljanleg og sennilega særa yður. Jeg varð stúdent, og með sama hatri og óbeit í huga hjelt jeg áfram og fór að nema guðfræði — svo mikil gunga var jeg. Gunga og hræsnari. Því að jeg hræsnaði fyrir foreldrum mínum þegar jeg var heima i námsleyfunum, og þau töldu árin og mánuðina þangað til sú stund kæmi, að jeg vígðist til prests. Hvernig það gerðist — hvern- ig jeg á síðustu stundu fjekk djörfung til þess að viðurkenna sannleikann — veit jeg varla núna. En einn sunudag, skömmu eftir að jeg hafði lokið embætt- isprófi, logaði hatrið og þráinn svo í mjer undir miðri messunni, að jeg stóð upp og rigsaði út úr kirkjunni. Og þegar foreldfar mínir spurðu mig á eftir hvo'rt jeg hefði orðið veikur, fjekk jeg málið, og alt það, sem jeg hafði þagað um frá því að jeg var drengur, fjekk framrás. Foreldr- ar mínir sátu steini lostin. Þau andmæltu mjer ekki og álösuðu mjer ekki. Þau grjetu. En þegar jeg sá tár þeirra varð jeg hams- laus. Jeg leitaði að kröftugustu orðunum til þess að óvirða alt, sem þeim var heilagast. En þeg- ar faðir minn loks leit upp til þess að svara mjer, þorði jeg ekki að hlusta á hann. Jeg fór út og skelti á eftir mjer liurð- inni, lagði pjönkur mínar í ferða- töskuna og fór. En þegar jeg slóð með hendina á lásnum stóð móðir mín i anddyrinu. Hún horfði á mig með mildu en ang- urblíðu brosi og kom til mín. „Ætlarðu ekki að kveðja hana móður þína?“ spurði hún. „Jeg hefi ekkert meira að segja“, svaraði jeg þurlega. „Trúirðu því sjálfur?“ spurði hún. „Minstu i öllu falli þess Frh. á bls. 44.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.