Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Side 13

Fálkinn - 21.12.1935, Side 13
F Á L K I N N 11 Borgarstræti i New York. þessarar eyjar. Þar eru vegabrjef þeirra og önnur skjöl skoðuð, þar eru þeir skoðaðir af lækn- um, þar er þeirra peningaforði athugaður, þar er í fæstum orð- um sagt sá hreinsunareldur, sem allir verða að ganga í gegn um, sem setjast vilja að í Bandaríkj- unum og lenda i New York. Bartlioldi vildi að l'relsisstyttan hans skyldi líka lýsa út vfir þenuan stað, til uppörfunar fyr- ir innflytjendur meðan að þeir væru að komast gegn um eld- inn. Og það mun sannarlega ekki vera vanþörf á því. Jeg ef- ast um, að á nokkrum einum stað i veröldinni liafi komið fyr- ir jafn sorglegir viðburðir og jafnmargir þeirra, eins og á Ellis Island. Eitt árið, sem jeg var í siglingum á stórskipunum, er oft fluttu 2—3000 innflytjendur lil Ameriku í einni ferð, man jeg eflir að rúmlega 15.00 manna var neitað um landgöngulevfi, af því að þeir fullnægðu eigi þeim kröfum; sem gerðar voru til veru í landinu. Innflytjendalöggjöf Bandaríkj- anna segir svo fyrir, að skipafje- lögin sjeu skyldug að flytja heim aftur ókeypis alla þá, sem neitað verður um landgönguleyfi. Af þeirri orsök láta skipafjelögin æfinlega fram fara læknisskoð- un á öllum útflytjendum, áður en að skipið lætur úr höfn, og öll skjöl viðkomanda eru grand- gæfilega rannsökuð. Og þó alt virðist vera i besta lagi hjerna megin hafsins, kemur það marg oft fyrir, að yfirvöldin á Ellis Island finna einliverja átyllu til Jíess að víkja fólkinu á burt. Og heimflutningur slikra manna getur orðið æði langur og dýr fyrir skipafjelögin. Dag einn, er jeg var á Ellis Island kom fjrrir atvik, sem jeg aldrei gleymi. Ríkur kaupmað- ur frá Damaskus hafði tekist ferð á hendur til þess að heim- sækja syni sína tvo. Annar bjó í Trinidad í Miðameríku og þangað fór kaupmaðurinn fyrst. Hann tók síðan son sinn með sjer norður til New York til þess að heimsækja hinn soninn, sem var bóndi vestur í landi. Þeir ferðuðust auðvitað á fyrsta far- rými, en það kom i ljós við fyrstu læknisskoðun á skipinu, að sonurinn frá Trinidad var haldinn allhættulegum og smit- sömum augnsjúkdómi. Faðir og sonur voru því báðir fluttir lil Ellis Island og þar var syninum neitað um landgönguleyfi, en faðirinn gat vitanlega farið allra sinna ferða. Nú vildi hann ekki skilja við soninn og þeim var báðum vísað úr landi og skipa- fjelaginu gert að skyldu að'flytja þá heim. Þeir urðu að fara með skipinu aftur alla leið suður til Bahia i Brasilíu og þaðan aftur með sama skipi norður til Trinidad, af þvi að skipið kom ckki við í Trinidad á suðurleið. Krókurinn, sem farinn var til þess að fullnægja lögunum, var um 4000 sjómílur og þaðan fór svo kaupmaðurinn aftur heim til Damaskus. í annað sinn bar það við, að kona nokkur rússnesk, frá Gali- cíu, kom til Ellis Island með þrjú börn sin. Hún var á leið til mannsins síns, sem verið hafði tvö ár í Bandarikjunum og hafði dágóða atvinnu. Ilann liafði sparað peninga til ferðar konu og barna og þrælað eins og hann gat. Þegar þau komu til eyjarinnar og læknir skoðaði þau, voru þau öll heilbrigð. En konan átti ckki alveg nóg fyrir járnbrautarfari vestur í land til mannsins og var því látin bíða þar, þangað til maðurinn gæti sent þeim það sem á vantaði. Peningarnir komu líka en of seint. Skömmu áður veiktust tvö barnanna, þau höfðu smit- ast af skarlatssótt, voru flutt á sjúkrahús eyjarinnar og þar dóu þau bæði nokkrum dögum síðar. Þriðja barnið, lítill piltur 5 ára, hafði ekki áður tekið skarlatssótt og yfirvöldin vildu því ekki sleppa honum inn. Og það var því ekkert annað að gera fyrir móðurina en að láta senda sig henn aftur til Galicíu með eina barnið, sérii hún átti eftir og bíða þangað til maður hennar gæti safnað sjer svo miklu fje, að hann gæti sent henni fyrir fari á ný. Gleðin við hugsunina um að ná samfundum við mann sinn með öll börnin þeirra breyttist i óendanlega djúpa sorg og engum datt í Iiug að hjálpa konunni. Svoná er Ameríka! Stundum ber það við, að for- seti sjálfur tekur í taumana og skipar að sleppa innflytjend- unum inn. Jeg man eftir karli, sem kom til New York með 5 börn sín ófermd. Dóttir lians ' hafði búið í New York í nokk- ur ár og unnið vel fvrir sjer. Hún sendi föðurnum, sem var orðinn ekkjumaður, peninga fyrir fari fyrir alla fjölskyld- una. En það var eitthvað lítils- háttar í veginum með bæði karlinn og börnin, svo öllum var vísað úr landi. Dóttirin tók sjer ferð á hendur beina leið Radiohöllin i New York.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.