Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Side 30

Fálkinn - 21.12.1935, Side 30
28 F Á L K I N N JOl.ABI.AÐ BAMNANNA Gullúríð, Sveinn var tvímælalaust forustu- sauðurinn í 1. bekk gagnfræðadeild- arinnar. Hann var upphafsmaður allra strákapara í skólanum og > nánd við hann. A leikvellinum var hann fræknastur í flokki og þó undarlegt megi virðast gekk honum vel í skólanum líka í öllum náms- greinum nema reikningi, en þar leitaði hann hann ráða og hjálpar hjá Jörgen sessunaut sínum, en horg- aði honum hjálpina með því að vernda hann fyrir hinum strákun- Um, því að Jörgén var lítill og per- visalegur og var oft i hættu stadd- ur á leikvellinum þegar ólætin keyrðu úr hófi. Einn drengur enn var í bekknum, sem við þurfum að kynnast, því að hann leikur þýð- ingarmikið hlutverk í sögunni. Það var Friðrik, einstök kveif, sem fór að orga þegar liann fjekk ljelegan vitnisburð. Aldrei datt honum í hug, að skifta svo miklu sem súkkulaði- bita milli sín og hinna drenganna, þó hann væri með vasana fulla. Á hverjum morgni var honum ekið í skólann á skrautlegum bíl, já, hann var einstaklega „fínn“ maður. Einn daginn kom Friðrik í skól- ann, ennþá uppstroknari en liann var vanur, og fyrir utan venjulega smyrslailminn, sem að staðaldri var kringum hárið á honum eins og geislabaugur, lagði af honum fjólu- ilm í dag, svo sterkan að hver al- mennilegur strákur hefði haft ástæðu til að fitja upp á trýnið. —- Er afmælisdagur fjólunnar í dag? spurði Sveinn ósköp sakleys- islega, en allir strákarnir skellihlóu. Eftir svona meðferð datt Friðrik ekki í hug að hafa fyrir að sýna strákunum nýja gullúrið, sem hann hafði fengið í dag, það var vel geymt i vestisvasanum og reyndar var varla vert að taka það upp, því að það var stansað. — Hann hafði dregið það of mikið upp. Þegar skólatiminn var úti fór Friðrik einn heim, til þess að gæða sjer á súkku- laði og rjómakökum í næði, og það er enginn efi á að hann gerði það svo um munaði — það ])urfti ekki annað en að líta á nefið á honum daginn eftir til að sjá það. Hann var ósköp fölur, alveg eins og hann hefði niðtirgang. Jörgen var líka sjerstaklegá fölur þennan dag og varð að biðja um leyfi til að fá að fara heim eftir fyrstu kenslustund- ina. í sama bili og drengirnir voru að búasl til heimferðar eftir erfiði dags- ins kom Friðrik hlaupandi inn í bekkinn. — Hefir nokkur sjeð gullúrið mitt? hrópaði hann. — Ha, áttu gullúr, Friggi, hvernig lítur það út? Hefir það hlaupið frá þjer? Og svona rigndi spurningun- um yfir veslinginn. Þú heldur þó víst ekki, að við höfum stolið því, kallaði Sveinn reiður. í sama bili kom skólastjórinn inn— hann hafði heyrt hávaðann í drengjunum, leit spyrjandi á þá, þvi að hann hafði aldrei orðið þess var, að þeir dveldu í bekknum svo mikið sem sekúudu eftir að kenslustundin var úli. — Herra skólastjóri, gullúrið mitt er horfið, sagði Friðrik og röddin titraði, en óánægjukliður heyrðisl frá hinum drengjunum. — Hvað hefir þú eiginlega við gullúr að gera? spurði Sveinn kank- víslega. — Þögn! sagði skólastjórinn. — Þetta er ákaflega leiðinlegt. En ertu nú viss um, að þú hafir hafl úrið .með þjer i skólann? Friðrik kinkaði kolli. Slúlkan setti sjálf úrið i vestisvasa minn í morg- un og festi keðjulásinn í hnappa- gatið, það er jeg alveg viss um. — Vissi jeg ekki bankabygg! hann klæðir sig ekki einu sinni sjálfur! heyrðist tautað í bekknum. — Væri það ekki hyggilegast að þú talaðir við herbergisþernuna þína fyrst, og segir svo forehlrum þínum um leið, að það sje bannað að ganga með verðmæta hluti á sjer i skólanum. Jeg skal láta setja upp auglýsingu í garðinum, um að þú hafir lýnt úrinu. Hvernig leit það út ? Friðrik lýsti úrinu svo glæsilega, að drengirnir göptu af undrun. Það kom nefnilega fram að þetta var gullúr í tvöföldum kassa og emalje greypl inn í lokið. Tíminn leið og ekki kom úrið fram. Friðrik hefir ekki ])orað að segja frá því heima að hann hafi týnt úrinu, svo að um sinn gerðist ekkert. Eftir nokkra daga kom Jörgen aftur í skólann og var þá enn aum- „Hefir nokknr sjeð úrið mitt?" ingjalegri en hann hafði nokkurn- tíma verið áður. Sveinn bauð hann innilega velkominn og nú þurfti hann ekki að kvíða fyrir reiknings- tímunum lengur. En Sveini hafði brugðið óþægilega við þegar Jörgen dró upp stórt gullúr í miðri kenslu- stundinni, horfði á það, og hlustaði á það ganga og stakk því svo aftur í vasa sinn. Hann var alveg mállaus af undrun — hann sem hafði haft takmarkalaust traust á Jörgen og Irúað á ráðvendni hans. Gat það verið mögulegt, að vinur hans væri þjófur? Sveinn gat ekki trúað þvi, og þó — úrið svaraði alveg til lýs- ingarinnar seln Friðrik hafði gefið á því, og það var ekki oft sem inað- ur sá úr með emalje i lokinu. En honum fanst það ótrúleg bíræfni að taka upp þýfið fyrir augunum á öll- um í bekknum. Væri ekki rjett að vera einlægur og spyrja hann hvern- ig hann hefði komist yfir þetta úr. — Nei, grunurinn málbatt hann. Hann leit hornauga til Friðriks, sem auðsjáanlega hafði þekt úrið líka, því að hann hafði ekki augun af vestisvasa Jörgen, þar sem úrið var. Það fór hrollur um Svein, því að hann hafði þrátt fyrir alt samúð með Jörgen, og hann kveið fyrir þeirri stundu er alt kæmist upp, því að svo vel þekti hann Friðrik, að hann mundi ekki draga neitt af lield- ur segja öllum frá þessu sem hann næði til. Hann sat þarna eins og villidýr sem situr um bráð sina, heitur í kinnunum og með starandi augu, reiðubúinn til að ráðast á fórnardýrið. Það var hringt og Frið- rik flýtti sjer út. Sveinn sat í kuð- ung við borðið sitt, hann hafði ekki rænu á að hlaupa út á leikvöllinn, og þegar skólastjórinn kom að vörmu spori inn í bekkinn og Friðrik sigri hiósandi á eftir honum, varð Sveinn vitni að yfirheyrslunni. Skólastjór- inn sneri sjer að Jörgen. — Jeg heyri sagt að þú gangir með gullúr á þjer, er það rjett? Jörg- en svaraði ekki. Skólastjórinn hjelt áfram og brýndi röddina: — Frið- rik hefir mist úrið sitt, og hann segir að þú hafir alveg samskonar úr i vasanum. Sveinn stalst til að líta á Jörgen, sem var náfölur og skalf allur og krepti hnefana. — Sýndu mjer úrið, sagði skóla- stjórinn, en Jörgen hristi höfuðið. — Jæja, þá verð jeg að láta skoða þig með valdi. í sama augnabliki MARTIN LUTHER. minni, til kenslu barna, en lianda prestunum samdi hann fræðin hin meiri, til notkunar við kensluna. En Luther var ekki aðeins trúarhetja lieldur ljet hann sjer einnig mjög umhugað um öll þjóðfjelagsmál og meðal anin- ars ljet hann styrktarmál fá- tækra miklu skifta. Sjálfur greiddi hann götu fátækra stúd- enta. Árið 1525 gifti hann sig alveg upp úr þurru, Katrínu Bora, sem var 26 ára og hafði verið nunna. Bjuggu þau í klaustrinu í Wittenberg og varð heimili þeirra fyrirmyndin að presta- heimilum seinni tíma. Þau eign- uðust þrjá syni og þrjár dætur. Kenningar Luthers höfðu smámsaman hreiðst út um alt Þýskaland og breiddust smátt og smátt til næstu landa, þó að eigi væri þar í öllu fylgt kcnn- ingum eða tilhögun Luthers. Þannig stofnuðu liæði Zwingli og Calvin til siðaskifta. Til þess að koma samræmi í þann glund- roða, sem orðinn var, boðaði Karl keisari ríkisdag i Augs- burg 1930 og var skorað á for- ingja evangelisku kirkjudeild- anna að koma þar og leggja fram játningar sínar. Luther fór þangað ekki sjálfur en fylgdist með öllu sem gerðist og sam- þykti játningu þá, sem Filip Melankton lagði fram á ríkis- deginum og varð siðar játning lúterskrar kirkju. En viðleitni keisarans varð á- rangurslaus. Ekkerl samkomu- lag náðist á ríkisdeginum og nú gerðu kaþólsku furstarnir banda lag, en siðbótárfurstarnir gerðu þá bandalag á móti. Luther og Melankton gerðu skissu sem varð ærið afdrifarik. er þeir leyfðu Filippusi land- greifa af Hessen að giftast í annað sinn þó hann væri giftur fyrir. Fjekk þetta svo á Melank- ton að hann lagðist veikur og hugðist að deyja. Luther var ekki heilsuhraust- ur maður sjálfur Hann hafði aldrei hlíft sjer og reyndi að jafnaði mikið á sig. Hrjáðu ýmsir sjúkdómar hann um dag- ana og varð liann að lokum að hætta fyrirlestralialdi í W.itten- berg i nóvember 1545 og fáum mánuðum síðar andaðist hann, 18. febrúar 1840, 63 ára gamall, í Eisleben, sama bænum sem hann fæddist. Hann er grafinn í hallarkirkjunni í Wittenberg.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.