Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 32
30
F A L K I N N
Heimagert skáktafl.
Raunasagan af sykurgrísnum.
Það var vist árið, sem jeg var á
níunda árinu, að mjer hugkvæmdist
]jað á Þorláksmessu, að í þetta
skifti yrði jeg að gefa jólagjafir
eins og aðrir gáfu mjer, að minsta
kosti yrði jeg að gefa blessuninni
henni mömmu minni eitthvað. Af
því að hann yngri bróðir minn og
jeg áttum sparibyssuna saman þá
varð jeg að segja honum frá áformi
mínu og fá samþykki hans. Spari-
byssan okkar var ekki þannig, að
það væri hægt að komast í hana
hvenær sem var, ónei, þetta var grís
úr gleri og þessvegna var okkur
nauðugur einn kostur að slátra hon-
um í þágu hins góða málefnis. í
maganum á honum reyndust að vera
"fimtíu aurar, og með þessi auðæfi
upp á vasann lögðum við upp i
kaupferðina.
Við vorum ekki í neinum vafa
um hvað við ættum að kaupa. Svo
lengi höfðum við vitað af sykur
grísnum í glugganum hjá bakaran-
um og svo oft höfðum við staðið
við gluggann og skoðað hann. Við
gátum ekki hugsað okkur neina
sælu meiri en að verða eigendur
að slíkri fyrirmyndar skepnu. Og
núna, þegar við höfðum peninga
upp á vasann, þurftum við ekki að
standa fyrir utan gluggann, klemma
nefinu á rúðuna og gægjast, heldur
gátum við farið beint inn í búðina
og skoðað. Þar voru margir grísir
sainan komnir og mjög líkir þeim,
sem var í glugganum og loks völd-
um við einn úr — þann sem okkur
sýndist vera feitastur. Við fóruin
heim með grisinn og eftir að við
höfðum látið skrjáfa rækilega í um-
búðapappírnum til þess að gera
mömmu forvitna fálum við grísinn
í gömluni koparkatii.
Við höfðum ekki verið gerðir leið-
ir á sælgæti, og jeg get vel trúað
ykkur fyrir því, að mjer var ómögu-
legt að sofna um kvöldið, þvi að
jeg var altaf að hugsa imi góðgætið
i koparkatlinum. Bróðir minn svaf
eins og steinn, en jeg barðist grimmi-
legri baráttu við sjálfan mig og
henni lauk með þvi, að jeg læddist
fram úr rúminu og fram i felu-
staðinn og vakti grísinn af værum
hlundi. Jeg ætlaði bara að skoða
hann dálitla stund — ekki gat það
skaðað neitt. Jeg skoðaði hann lengi
og komst loksins að þeirri niður-
stöðu, að rófunni væri eiginlega al-
veg ofaukið, mjer væri óhætt að jeta
hana, þvi að enginn mundi taka
eftir þó hana vantaði. Og þetta gerði
jeg og lagði svo grísinn aftur rófu-
lausan ofan í ketilinn, skaust svo inn
í rúmið aftur og var svo heppinn að
sofna áður en sykurkvoðubragðið
var horfið af tungunni á mjer.
Þegar jeg vaknaði morguninn eft-
ir hafði jeg ekki sem hesta sam-
visku, leit út undan mjer til bróður
míns og eftir að hafa sannfærst uin
að hann hefði ekkert orðið var við
næturferðalag mitt, ákvað jeg að
fara og skoða grísinn nú við dags-
birtu líka. En jeg var sem skelfingu
lostinn þegar jeg sá, að nú vantaði
aðra afturlöppina á grísinn líka.
Þegar jeg kom inn og sneri mjer
við sá jeg að bróðir minn teygði
yfirsængina sína upp yfir höfuð.
Jeg gleymdi nú alveg því, sem mjer
hafði orðið á kvöldinu áður, og á-
Skák er bæði skemtilegt og gagn-
legt tafl, sem þið getið hafl mikla
ánægju af að iðka. Líklega hafið þið
lært mannganginn en ef svo er ekki
þá skulið þið fyrir alla muni biðja
einhvern að kenna ykkur hann, jeg
efast nefnilega ekki um, að þið
þekkið einhvern sem lcann skák, og
skákmenn eru svo áhugasámir um
eflingu íþróttarinnar að þeir eru
fúsir til að kenna. En hjerna ætla
jeg' bara að sýna ykkur, hvernig þið
getið húið ykkur til taflið á auð-
veldan hátt, ef þið eigið það ekki til.
Sjálfur vígvöllurinn, taflborðið, ei
auðveldlega gerður. Þið fáið ykkur
pappaspjald og skerið það í fer-
hyrning og skiftið honum i 8 sinn-
um álta reiti og málið annanhvorn
reit svartann. Gott er að líma Ijer-
eftsræmu á hrúnina á taflborðinu,
svo hún flosni ekki. Líka er hægt
að fá fyrir lítið verð i búð tiglaðan
vaxdúk og hann er ennþá betri.
Taflmennirnir eru í tveinnir jafn-
feldist hann nú með mikilli háværð
— sem komst alla leið gegnum þykk-
ustu yfirsæng — og sagði að nú
hefði hann gjöreyðilagt jólagjöfina.
Hvað ætli hún mamma kærði sig
um grís, sem ekki einu sinni gat
staðið? Nú var ekki um annað að
gera en að skera af grísnum hinar
þrjár lappirnar og láta eins og hann
hefði verið skapaður svona! Jeg
framkvæmdi þetta þungbæra skyhlu-
verk og át lappirnar þrjár, en síðan
vafði jeg limlest kvikindið inn í
brjefið aftur og lagði það ofan í
eirketilinn. Svo sem tveim klukku-
tímum seinna þegar jeg fór aftur
að líta eftir grísnum, varð mjer fyrst
fyllilega Ijóst hve aumingjalegur gris-
inn var orðinn. Hann hafði alveg
mist fallega gljáann á skrokknum,
svipurinn var raunalegur og eyrun
lafandi, og svo andaði hann frá
sjer sterkri fægilögslykt, sem hann
hafði fengið að láni úr katlinum, og
var alveg gjörólíkt lyktinni, sem
hafði verið af honum i bakaríinu.
Nei, þá var belra að afmá öll ein-
kenni þess að þetta hefði nokkurn-
líma verið grís. Jeg gerði það með
jiví að bita af honum trýnið og
eyrun og nú var ekki annað eftir en
búkurinn, og af því að rautt silki-
band var sitt i hvorum enda, mátti
gera sjer í hugarlund, að þetta væri
hjúga.
En ekki get jeg sagt, að jeg væri
hreykinn af gjöfinni þegar átti að
fara að færa mömmu hana um
kvöldið. Jeg hafði ætlað mjer þetta
stórum flokkum og er annar hvítur
en hinn svartur. I hverjum flokki
er konungur, drotning, tveir bisk-
upar, Iveir riddarar, tveir hrókar og
átta peð. Alt þetta fólk búum við
til úr korktöppum og verða það 32
tappar alls. Þú notar tvær stærðir
af töppum, helminginn litla tappa i
peðin og hinn helminginn, stærri
tappa í mennina. Til þess að greina
flokkana að setur þú magabelti á alla
tappana, svart á annan, en hvítt á
hinn. Svo skerð þú út pappamyndir
eftir fyrirmyndunum hjerna á mynd-
inni, konungurinn og drotningin eru
með kórónur, biskupinn með væng
og riddarinn með hesthaus og erú
þessi einkenni fest ofan á tappann
i skorur, sem þú gerir í þá með hníf.
Á hrókana límir þú ræniu með hök-
um eða stöllum á. En peðin eru
„höfuðfatslaus".
Svo er taflið lilbúið. Ef þjer tekst
vel við smíðina geturðu búið til
svona tafl og gefið það í jólagjöf.
hlutverk en var svo hæverskur að
láta bróður minum það eftir.
Jeg man ennþá grunsemdarsvipinn
á mömmu þegar hún vafði velkta
brjefið, sem einu sinni hafði verið
bleikrautt, utan af bögglinum og tók
fram skítgráan marsípan-mola, sem
meira að segja hafði minkað um
helming, síðan jeg hafði seinast far-
ið höndum um hann. Mamma leit
fyrst á mig og svo á bróður minn og
fór svo að skellihlæja, en varla hef-
ir hún þó verið sem best ánægð
með okkur, og jeg verð að segja, að
hann bróðir minn hafði valdið mjer
vonbrigðum. Verst þótti mjer að jeg
hafði ekki verið hótinu betri sjálfur,
annars hefði jeg svei mjer tekið i
lurginn á honum fyrir. Við vorum
oft mintir á þessa jólagjöf, og árið
eftir þegar við spurðum möminu
hvers hún óskaði sjer mest í jóla-
gjöf þá svaraði hún að sig langaði
elcki lil að eignast nfeitt eins mikið
og eitt pund af grænsápu!
*