Fálkinn - 21.12.1935, Qupperneq 38
36
F Á L K 1 N N
A. J. JOHNSON, BANKAFJEHIRÐIR:
FEMÐASÖGUBMOT
ryótshlíð, Þórsmörk, Eyjjafjóll
og nokkrir drættir að leiðarlýsing Rangárþings m. m.
Rungárfold með tign á tindum,
töfrahýran hvamm og lund,
fjallaskart i fögrum mgndum,
fríðan völl og blómagrund.
(Þ. G.)
Það var laugardagur i síðari
hluta júlímánaðar 1933, einn af
jjeim fáu yndislegu dögum, er komu
á sumrinu hjer sunnanlands. Sólin
gylti voga og víkur Kollafjarðar,
og Esjan, gimsteinn Reykjavíkur,
var kiædd sínum dýrasta og feg-
ursta skrúða.
Það var þvi úvenjubjart og ljetl
yfir ferðamannahóþnum, sem var
að leggja af stað austur til „fjall-
anna bláu“ og „bændabýlanna
þekku“, sem Steingrímur kvað um,
og tiihlökkunin mikil, að geta hrist
af sjer, þó ekki væri nema um
stund, hversdagsmollu höfuðborgar-
lifsins.
Ferðin var farin á vegum Ferða-
fjelags Islands, og heitið til fegursta
hluta Rangárþings, Fljótshlíðar,
Þórsmerkur, og Eyjafjalla. Til far-
arinnar var fenginn einn af stærstu
bílum landsins er þá voru til, enda
var traust ferðafólksins á honum
áreiðanlega ekki vitund minna, en
miljónamæringa Evrópu og Ame-
ríku„ á hinum fljótandi höllum, er
sigla milli Southampton og Nesv
York, og traustið á bílstjóranum
(Páli Sigurðssyni) held jeg að hafi
verið fult eins mikið, og traust
hersveita Þýskalands á Hindenburg,
í ófriðnum mikla.
Á mínútunni kl. 3 s. d. var keyrt
uppúr höfuðborginni, og ferðinni
haldið áfram viðstöðulaust, sem
leið liggur, yfir Elliða-ár, framhjá
Árbæ, Baldurshaga, Gunnarshólma1)
(ekki þeim sem kendur er við Gunn-
ar Hámundason) Lögbergi, Kolviðar-
hól og Hveradölum, austur á Kamba-
brún. Ekki getur maður maður sagt,
að þessi leið liggi yfir frítt eða frjó-
samt Jand, en þó er það altaf að
verða fríðara og lilýlegra með vax-
andi gróðri. Væri gaman að fá skóg-
argróður i Svínahraun, eins og cr
I d. í Aðaldalshrauni í Aðaldal.
Sjálfsagt væri þetta vel mögulegt, ef
fje og góður vilji væri fyrir hendi.
1) Gunnarshólmi ]jessi er mjög
snoturt nýbýli, en nafnið á ekki við,
því hjer er enginn „hólmi“. Gunn-
arsstaðir væri rjetta nafnið, því
staðarlegt er heim að líta, og stofn-
andi og eigandi heitir Gunnar.
En fjallasýn af þessari leið, lii
Esjunnar, Hengilsins, Vífilfells og
Suðurfjalla, er dásamlega fögur.
Af lvambabrún er talið að vera
eitt fegursta og tilkomumesta útsýni
á íslandi. Þaðan sjest yfir suð-vest-
ari hluta stærsta dalsins á landinu
og víðfeðmasta, sem venjulega er
nefndur Suðurlandsundirlendi, og
tekur yfir Árnes- og Rangárvallasýsl-
ur. Austarlega í þessum mikla dal,
gengur fjallarani suðvestur i hann
(Þríhyrningur, FJjótshlíðarfjöIl,
Vatnsdalsfjall.Hvolsfjall) ogsker hann
í sundur að nokkru, og myndast
minni dalur, langur og allbreiður
að vestanverðu, milli þessa fjalla-
rana og Eyjafjallajökuls. Er Fljóts-
hlíðin meðfram þessum dal að norð-
anverðu undir Fljótshlíðarfjöllum,
Þórsmörk og Goðadal fyrir botni
lians, en Eyjafjallajökull að sunn-
anverðu. Rennur Markarfljót með
fylgivötnum sínum (Þverá, Affahi
og Álum niður þennan dal til sjáv-
ar, og hefir gert honum margar og
þungar búsifjar.
Efti.r stærri dalnum renna stór-
árnar Ölfusá (Hvítá) og Þjórsá. Voru
þær fyrstu ótemjurnar hjer á landi,
sinnar tegundar, sem lagt var beisli
við, og Jiafa þær síðan orðið að
lúta mannanna vilja. Var brú sett á
Ölfusá 1891, en Þjórsá 1895. Af
Kambabrún sjást báðar þessar elfur,
renna langan veg eftir grænum
grundum, uns þær kasta sjer í faðm
Atlantshafsins.
Nokkru austar í dalnum renna
Rangárnar ytri og eystri, en samein-
ast Þverá neðarlega í byggð nokk-
uð neðan við Bjóluhverfi, og eftir
það heita þessar þrjár elfur Hólsá,
og feJlur hún til sjávar austan vert
við Þykkvabæinn. Af Kambabrún
sjest lengst í fjarska, Seljalandsfoss
undir Eyjafjöllum, eins og silfur-
band, þar sem hann steypist vestur
at' Seljalandsmúlanum úr 63 metra
hæð. Éftir að hafa „horft yfir Jand-
ið fríða“ stundarkorn af Kamba-
brún, var farið niður Kamba, og
yfir Ölfusið, fallega sveit og búsæld-
arlega, sem Jiggur afarvel við rækt-
un.
Þegar kemur austur fyrir Ingólfs-
fjall, fagurt fjall og svipmikið, sem
ber nafn fyrsta landnámsmannsins,
opnast dalurinn meira, og fjalla-
hnjúkarnir taka við hver af öðrum,
eins og „risar á verði við sjóndeild-
arhring“, (Kálfstindar, Laugardals-
og Biskupstungnafjöll, Jarlhettur,
Bláfell, Kerlingafjöll, Hreppafjöll,
Búrfell, Skarðsfjall o. s. lrv.) Getur
engán undrað, þó kvæðið alkunna
„Þú bláfjallageimur“ sje til orðið á
þessum sJóðum, og fleiri slík, er
lýsa aðdáun og hrifningu. —
Áfram, áfram, þaut bíllinn, yfir
brúna á Ölfusá, í gegnum nýja
|n>rpið, sem er að myndast í kring-
um ,,Tryggvaskála“, húsið, sem
Tryggvi Gunnarsson bygði, er hann
slóð fyrir smíði Ölfusárbrúarinnar,
yfir Flóann með áveituskurðina úr
Flóaáveitunni til beggja handa —
og rangt væri að nefna hjer eftir
„svarta Flóa“ eins og til forna —
yfir Þjórsárbrúna, og austur i
Rángárhjerað. Milli Þjórsár og ytri
Rangár eru þrír hreppar. Ása-
hreppur næst sjó, Holtahreppur í
tniðið og Landmannahreppur aust-
ast (efst). Nokkru austar en mið-
svæðis milli ánna, liggja tveir bíJ-
vegir út af þjóðveginum. Liggur
annar lil suðvesturs unt Meiri-
Tungu að Ási i Ásahrepp, sem er
þingstaður hreppsins. Hinn (Land-
mannabraut) liggur til landnorðurs,
framhjá þingstað Hollahrepps Mar-
teinstungu, að prestssetrinu Fells-
múla á Landi; en í framhaldi af
Landmannabraut, er nú ruddur bil-
vegur alla leið að Landmannahelli
á Landmannaafrjett ca. 55 km. frá
Fellsmúla.
Neðan við Marteinstungu er af-
leggjari af Landmannaltraut, að
Ilaga í efri Holtum.
Frá Ægisíðu, sem stendur á vest-
ari bakka ytri Rangár liggur bíl-
vegur af þjóðbrautinni niður í
Þykkvabæ, og annar upp meS
Rangá að Árbæ. Er fyrirhugað að
sú braut liggi um Snjallsteinshöfða,
Austvaðsholt, á Landmannabraut
hjá Iíöldukinn.
Milli Þykkvabæjar og Bjólu- og
Vetleifsholtshverfa í Ásahreppi, Jigg-
ur stærsta engjastykki landsins Safa-
mýri. Árlegur heyskapur úr henni
er ca. 23—25 þús. heyhestar, og hef-
ir hún þó aldrei verið teigslegin
nema grasleysisárið mikla 1881. Góð-
ur sláttumaður sló (með orfi og ljá)
áður fyr, 40—50 hesta á dag, þar
sem Joðnast var, enda náði grasið
vel i mitti á meðal karlmanni. Safa-
mýri er tiJ orðin fyrir áveitu úr
Þverá. Fram til 1923 rann nokkur
hluti af henni yfir Safamýri í gegn-
um Djúpós, en það ár var gerð
ramger fyrirhleðsla í ósinn, og þar
með tekið fyrir ágang Þverár á
mýrina. Síðan liefir Safamýri þorn-
að upp, en sprettur líkr ver en áð-
Merkjárfoss í Fljótshlíð.
ur, enda er nú fyrirhuguð áveita á
hana að nýjn. Öll er Safamýri sljett,
og nú unnin með vjelum að mestu
leyti.
Miðhreppurinn, Holtahreppur ber
nafn með rentu, því „holtin“ i hon-
um eru mörg, þó liklega sjeu þau
ekki óteljandi, eins og eyjarnar á
Breiðafirði. Öll eru þau grasi vaxin,
en á milli Jiggja stærri og minni
mýrarfJákar. Holtin öll, þ. ,e. báðir
hrepparnir (Holta og Ása) .eru einu
sveitirnar lijer á landi, sem sá er
þetta ritar þekkir, sem mætti gera
að samfeldu túni að heita má. Ligg-
ur mikill fjársjóður falinn i hinum
frjógva og auðunna jarðvegi, á þessu
svæði, er mun taka yfir 5—6 hundr-
uð ferkílómetra, og gæti vafalaust
klætt og fætt fólk svo skiftir lugum
þúsunda. Fyr á öldum liafa Holtin
verið skógi vaxin eins og nafnið
bendir til, því orðið „holt“ þýðir í
fornu máli skógur, sbr. og málshátt-
inn „oft er í holti heyrandi nær“, þ.
e. oft getur einhver verið nálægur i
skóginum og heyrt, þó ekki sje liann
sýnilegur. Mómýrarnar i Holtunum
sýna líka áþreifanlega leifar skóg-
anna þar, því í hverri mógröf er
mikið af „lurkqm", — fúnum skóg-
arleifum — og eru sumir 5—6 cm.
í þvermál.
Ekki þykir „sveitin mín“ fögur
nú; þó er fjallahringurinn fagur
þaðan að líta, en hún á „ærin auð“
ef menn kunna, og geta notað hann,
— og það verður einlwerntima
þungt lóð á metaskálunum.
Næsta sveit, Landsveit, á aftur á
móti marga fagra bletti' innan sinna
vjebanda, — þó að hún hafi á liðn-
um öldum ldotið mörg sár og stór,
af völdum eldgosa og uppblásturs —
t. d. upp með Þjórsá, Skarðfjall og
umhverfi þess einkum sunnan og
vestan, Rjettarnes, þar sem hinar
landfrægu Landrjettir eru haldnar
hvert haust, og inn með Rangá, alt
inn á Rjúpnavelli, móts við Heklu.
Spölkorn norðaustan við Rjettanes.
Marleinstunga í Holtum.
Oddi á Rangárvöllum.
Efri-Hvoll.