Fálkinn - 21.12.1935, Síða 40
38
F Á L K I N N
trjágarða fyrir framan. Nokkru inn-
ar er fyrst prestssetrið IireiÖibóls-
staöur, og þá Sámsstaðir. Er staðar-
legt að líta heim á þessa bæi. Breiði-
bólsstaður var fyrrum eitt af bestu
brauðum landsins, enda hafa marg-
ir merkisklerkar setið þann stað,
svo sem Jón Ögmundarson og Ög-
mundur Pálsson (siðar) biskupar;
Högni Sigurðsson „prestafaðir" —
átti 8 syni er ailir urðu prestar —
Tómas Sæmundsson, sonarsonarson-
ur hans o. fl. o. fl. Nú situr á Breiða-
bólstað einn af niðjum Högna próf.;
sá þriðji í röðinni sem staðinn sit-
ur af afkomendum hans.
Á Sámsstöðum munu vera stærstu
tún á Suðurlandi (um 1200 hesta).
Eru þau öll vjeltæk og liggja í halla
móti sól og suðri. Er mikið af þeim
verk Árna bónda Árnasonar, er bú-
ið hefir þar alllengi. Neðan við bil-
brautina gegnt Sámsstöðum, er korn-
riekt Búnaðarfjelagsins, sem Klemens
Kristjánsson stjórnar af miklum
dugnaði og áhuga.
Nálægt miðri Fljótsblíð er Teigur
mikil jörð og falleg. Þar munu þau
eitt sinn bafa búið „barna Hjalti'*
og Anna frá Stóruborg. Hún höfð-
ingjadóttir en hann smárrar ættar
(að líkindum). Er þeirra mjög get-
ið í einni sögu Jóns Trausta. Frá
þeim eru komnar stórar ættir og
merkar t. d. Asgarðsætt, ætt Jóns
Sigurðssonar. Var forsetinn 9. mað-
ur frá Hjalta og Önnu. —
Innan við hlíðina miðja ganga tveir
múlar nokkuð fram úr henni. Heitir
ytri múlinn Hlíðarendi, en sá innri
Eyvindarmúli, en er oftast í daglegu
tali nefndur aðeins Múlinn. Vestan-
undir ytri múlanúm stendur bærinn
Hlíðarendi, hið fornfræga höfuðból.
Fyrsti ábúandi á Hlíðarenda var
Baugur fóstbróðir Ketils hængs, —
er nam Fljótshlíð alla út að Breiða-
bólstað — langafi Gunnars á Hlíð-
arenda Hámundarsonar. Hlíðarendi
var höfuðból og höfðingjasetur um
margar aldir. Þar bjuggu m. a. þess-
ir veraldlegir valdamenn og höfð-
ingjar: Vigfús Erlendsson sýslumað-
ur (síðar lögm. og hirðstjóri), Páll
sonur hans (síðar lögmaður), Árni
Gíslason sýslumaður , Gísli sonur
hans sýslum., Þorleifur Magnússon
sýslum., Gísli Magrtússon sýslum.
(VTsi Gísli), Þorleifur Nikulásson
sýslum. og Vigfús Thorarensen
sýslum. Og þar ólst upp sonur hans
Bjarni Tborarensen skáld og amt-
maður, er í ljóðum sínum sagði
fyrir raunir þærj er Fljótshlíð hefir
orðið að þola af völdum Þverár.
Enga jörð í Rangárhjeraði hafa
setið jafnmargir valdsmenn og
Hlíðarenda. Næsta mun vera Stóri
Dalur. Önnur lielstu sýslumannaset-
ur í hjeraðinu hafa verið þessi:
Ás, Skammbeinsstaðir og Árbær í
Holtum, Stóri Klofi á Landi, Næfur-
holt, Reyðarvatn, Selalækur og Hof
(stóra) á Rangárvöllum, Völlur, Mó-
eiðarhvoll, Vestri Garðsauki, Stór-
ólfshvoll, og Efri Hvoll í Hvol-
hreppi, Vatnsdalur, Núpur, Kolla-
bær, Lambalækur, Eyvindarmúli.
og Barkarstaðir í Fljótshlíð.
Tnnan við Hlíðarendann er bær-
inn Hlíðarendakot. Þar ólst upp
þjóðskáldið Þorsteinn Erlingsson og
um það „kot“ orti hann kvæðið:
„Fyr var oft i koti kátt“, sem hvert
mannsbarn kann. Milli Hlíðarenda-
kots og Múlakots er lítil á sem lieit-
ir Merkjaá. í henni eru fagrir og
einkennilegir fossar. Sýna þeir glögí
hvað vatnið er iðinn verkamaður.
Múlakot er mjög þektur bær á síð-
ari tímum, annarsvegar vegna trjá-
garðanna, sem þar eru, og munu
vera elstu, stærstu og fegurstu trjá-
garðar, sem til eru á sveitaheimili
á landinu, og hinsvegar vegna þess,
að þar má segja að hafi verið mið-
stöð sumarferðafólks um allmorg ár.
Móðurtrjeð í görðum þessum er nú
nær 40 ára gamalt, og er bæði mik-
ið og fagurl, en upphaflega var það
(plantan) flut.t í jakkavasa, austan
úr Nauthúsagili undir Eyjafjöllum,
og er afspringur reyniviðartrjes
sem þar er, og talið er vera itíesta trje
sinnar tegundar, sem til er á land-
inu. Reynitrjeð í Nauthúsagili kem-
ur ofarlega út úr gljúfurbarmi í gil-
inu. Ofan við það svo litið skáhalt,
er gamalt fjárból, og þaðan hefir
það fengið ósvikið fæði, sem gaf
merg i kögla. Dýpt gljúfursins frá
trjenu er ca. 10—18 metrar. Trjeð
hefir 2 aðalstofna. Vex annar í fyrstu
skáhalt út í gljúfrið, en siðan beint
upp í birtu og sól. Ragnar Ásgeirs-
son garðyrkjufræðingur mældi trjeð
1927 og er ekki kunnugt, að það
liafi verið mælt síðan. Honum mæld-
ist ummál þessa stofns vera 1 %
meter, og hæð hans 9 (á meter. Hinn
aðalstofninn vex þvert yfir gljúfrið,
og var 1927 10 metrar á lengd; gild-
leiki stofnsins 140 cm. og ummál
krónunnar 15 metrar. Eru greinar
beggja stofnanna svo veigamiklar að
þær hreyfasl lítið þó karlmaður
gangi eftir þeim. En betra er þeim
sem gengur eftir trjenu sem liggur
yfir gljúfrið, að vera ekki mjög loft-
hræddur. Nokkrir smærri stofnar
liggja út frá aðalstofninum, sem eru
30—90 cm. ummáls, er þeir klofna
frá honum. Vitanlega hefir trjeð
hækkað og stækkað mikið á s.I. 8
árum, og i haust giskaði kunnugur
maður á, að trjeð sem vex upp, væri
orðið 11- 12 metrar á hæð.
Fróðir menn telja að trjeð sje nú
um 200 ára gamalt. Næst stærsta
reyniviðartrjeð, er i bæjargilinu í
Skaftafelli í Öræfum. Er það bæði
stórt og fagurt.
Dagur var nú að kveldi kominn,
og eftir að hafa skoðað trjágarðana
yndislegu í Múlakoti hjelt sumt af
hópnum innað fíarkarslöðum, sem
er næst insti bær í Fljótshlíð, en
sumt varð eftir i Múlakoti og tók
sjer gistingu þar. Leiðin frá Múla-
koti að Barkarstöðum liggur nokk-
uð fyrir sunnan bæinn Eyvindar-
múla, sem dregur nafn af Eyvindi
syni Baugs á Hlíðarenda. Bjó hann
þar fyrstur manna. Og „múlinn“
fyrir innan bæinn, sem áður er
getið, dregur líka nafn af lionum.
Stórmenni hafa oft búið á Eyvind-
armúla, og nú hefir sami æltliður-
inn búið þar óslitið um hálfa
fjórðu öld. Er þessi ættliður af-
komendur Eyjólfs sýslumanns Ein-
arssonar í Stóra-Dal undir Eyja-
fjöllum og konu hans Helgu, dótt-
ur Jóns bislcups Arasonar. En for-
faðir Eyjólfs sýslumanns í Dal, var
Árni Dalskeggur Eyfirðingur, sá er
ásamt Þorvarði Loftssyni (ríka) á
Möðruvöllum, gerði atför að Jóni
Gerrekssyni biskupi í Skálholti
1433 — eða lyrir rúmum 500 árum.
Tóku þeir biskup l'yrir altari í Skál-
holti, setlu hann í poka og drektu
honum í Brúará, og hefndu með
því Kirkjubólsbrennu á Miðnesi".
Úr Múlanum er stórfenglegt útsýni
og fagurt, þegar gott er veður og
bjart. Og svo varð þjóðskáldið
Matthias hrifin af því, að þar fædd-
ust þessi dásamlega vel sögðu
erindi:
Hjer við múlann hef jeg bið --
hlær ei þar við sveitin forna?
fagurgöfga goðum borna,
fíarkarstaðir brosa við.
Hvar sjer augað sviplíkt svið,
hjerna megin hýrufegra,
hinumegin konunglegra
drottins tákn á hverja hlið.
Öðrumegin hágræn hlið,
hvítra fossa silfri slegin,
anganblíð og bogadregin
breiðir faðminn móti lýð,
hinumegin veldisvíð,
vermdar dalinn jökulbreiða.
Sólin gyllir hnjúka heiða
undra kvöldsjón ægifríð.
Hlíðin frá Múlanutíi og inn fyrir
Barkarslaði er svipmikil og fögur.
Niður hana renna margir lækir silf-
urhvítir og kveða sitt ljúflingslag.
Innan við lilíðina er Þórólfsfell. Þar
hafði Njáll (og Skarphjeðinn) bú til
forna, og hefir þá verið þar blóm-
legra um að litast en nú. Á þeirri
tíð hefir Þórólfsfell verið að lik-
indum skógi vaxið. Úr Múlanum
blasir Þórsmörk vel við, til austurs,
og Eyjafjallajökull í suðri, og svo
öll hin beljandi völn, er renna
milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla.
f hlíðinni stutt fyrir vestan Bark-
arstaði er Bleiksárgljúfur. Er það
afar djúpt og langt en eigi breitt.
Eftir því rennur fíleiksá, og er í
henni hár foss inní gljúfrinu. Að
gljúfrinu liggja beggja vegna grasi-
vaxnar valllendis brekkur, með
birkihríslum á bökkum gljúfursins.
Bleiksárgljúfur er stórfengleg og
sjerkennileg náttúrusmíð, og er
*) Orsök Kirkjubólsbrennu var
m. a. sú, að Magnús Ivæmeistari í
Skálholti, er talinn var sonur Jóns
biskups, leitaði ráðahags við Mat-
grjeti dóttur Vigfúsar Holms hirð-
stjóra. Honum var synjað ráðahags-
ins. Safnaði hann þá liði, kom um
nótt með það að Kirkjubóli og
lagði eld i bæinn. Margrjet gróf sig
út um ónshúsið með skærum sínum
og komst þann veg út úr eldinum
hulin í reyk. Hún heitstrengdi að
eiga þann einn, er hefndi brenn-
unnunnar. Varð til þess Þorvarður
á MöðruvöIIum, sonur Lofts ríka.
skoðað af flestu ferðafólki, sem á
leið þar nærri.
Á Barkarstöðum gistum við
(i af ferðahópnum. Helmingurinn
vildi sofa inni í góðum rúmum,
en hinn helmingurinn vildi endi-
lega sofa í heyhlöðu. Voru það
tvær stúlkur og einn piltur. Hvort
stúlkurnar höfðu piltinn milli sín,
dyramegin við sig, eða útí horni
er ekki gotl að vita, því vitanlega
hjelt þessi þrenning þvi vandlega
leyndu. En árrisult var lilöðufólkið.
Kl. 0 að morgni var það búið að
skoða Bleiksárgljúfur, og komið
uppá heiðarbrúnirnar til að njóta
útsýnisins í morgutísólinni. Nú var
að „ræsa“ það sem inni svaf og
gekk það vel. Svo var að fá morguu-
kaffi, og skoða fíæjargil og Tómagil
— einkennilega falleg gil, og sjer-
kennileg, sem eru silt hvoru megin
við túnið á Barkarstöðum, og eng-
inn skyldi láta óskoðuð er þangað
kemur. Er vatn úr Bæjargilinu
beislað uppá heiðarbrúninni skamt
fyrir ofan túnið, og leitt niður
hliðina í pípum og inn í rafmagns-
stöð, og færir það bænum „yl og
ljós“.
Fólkið sem gisti i Múlakoti var
nú komið. Voru nú hafðar hraðar
hendur að búa sig af stað í Þórs-
merkurförina, því kl. 10 áttum við
að vera komin austur yfir vötnin,
austur í Lajiganes, sem liggur norð-
an undir Eyjafjallajökli. Þar átti
hópur af Ferðafjelagsfólki að mæia
okkur, er kom undan Eyjafjöllum.
Fór hann úr Reykjavík 6 klst. a
undan okkur, heina leið austur ið
Skógafossi, og gisti sunnudagsnótt-
ina á Seljalandi og i Stóru Mörk.
Báðir lióparnir áttu svo að verða
samferða 'inná Þórsmörk, og mæt-
ast í Langanesi. Veðrið var yndis-
legt, sólskin og logn.
Nú var lagt af stað niður að
fyrstu kvíslinni í Þverá. Fylgdar-
níaðurinn (Sigurður Tómasson á
Barkarstöðum, ágætur vatnamaður)
gerði nú ýmsar fyrirskipanir, t. d.
að hinir færari og kjarkbetri af
karlmönnunum skyldu halda í
taum hjá kvenfólkinu yfir vötnin og
hafa þær til hægri við sig, þ. e.
undan straum. Ennfremur að það
af fólkinu, sem svimaði í vatninu,
skyldi forðasl að líta ofaní vatnið,
heldur skyldi það horfa á Guðna-
slein, hæsta tindinn á Eyjafjalla-
jökli, og að allir skyldu taka af sjer
hanska eða vetlinga, og halda annari
hendi stöðugt í tauminn en hinni i
fax hestsins. Var öllum þessum fyrir-
skipunum hlýtt, og kannaði vatna-
maðurinn síðan „brotin“, kom svo
yfir aftur, og stjórnáði ferðinni er
hópurinn lagði út í álana. Alt gekk
þe'tta ágætlega og þegar yfir var
komið, gátum við tekið undir það
sem Matthías sagði, þegar hann eitt
sinn var kominn austur yfir vötnin,
„vasklega tókst og vel fór það“.
Nú getur Þórsmerkurferðafólk
losnað við að fara yfir þessi vötn,
ef það vill. Nú getur það farið yfir
nýju hrýrnar (á Þverá og Markar-
fljóti) og inn Merkurnes og Langa-
nes, en svo neilir sljettlendisræman