Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Side 42

Fálkinn - 21.12.1935, Side 42
40 F Á L K I N N inn meS Eyjafjallajökli að norðan- verðu. Eru jjá ekki önnur vatnsföll á leiðinni en Krossá, og tvær smá- ár aSrar. í Langanesi hittust hóparnir, eins og áætlaS var. ÁS var þar góða stund i ágætu haglendi, og síðan haldið viðstöðulaust inn í Fagraskóg. Á þeirri leið eru tvær ár Jökulsd og Steinholtsá. Koma þær ofanúr jökl- inum og renna í Markarfljót. Geta þær verið slæmar yfirferðar vegna slraumhörku og stórgrýtis, ef mikið valn er í þeim. Enginn skógur er nú í Fagraskógi, aðeins grasivaxnar brekkur og hvammar. Land þetta hefir vafalaust verið fegurra, er Jörundur goði fór eldi yfir það, og lagði það undir hof sitt. Úr Fagraskógi liggur leiðin inná Krossáraura. Krossá kemur undan Goðalandsjökli og rennur milli Þórs- merkur og Goðalands i Markarfljót. Er hún straumhörð og oft ill viður- eignar. Þegar kemur inná aurana, sem eru stórgrýttir og mjög slæmir fyrir hestfætur — blasir Álfakirkja við til hægri handar einkenni- legur tindur, og sýnisl í fljótu bragði vera gat í gegn um hann, en svo er ekki. „Gatið“ er litbrigði bergtegundanna. Yfir Krossá er farið framundan Stóraenda á Þórsmörk. Blasir Goðalandið þá vel við, og er þar allhrikalegt og stórfenglegt um að litast. Utigönguhöfði gnæfir þar yfir, en nafn dregur hann af l>vi, að þar hefir fé oft gengið úti. Slóriendi er fallegur dalur grasi vaxin með skógi vaxnar hlíðar alt i kring (mynd 11). Er þar annar aðal áningarstaður ferðafólks. Nokkru innar er fíúðarhamar. Fyrir innan hann eru miklar og fagrar skógartorfur, en erfitt er þangað að komast, vegna þess að Krossá rennur nú venjulega fast undir hamrinum, og er óreið vegna straums. Sigurður Vigfússon forn- fræðingur segir i ferðasögu fyrir 52 árum (í Árb. Fornl.fjel.) að Búðarhamar sje 30 faðmar á hæð, (ca. 68 m.) og að þá hafi verið grænar brekkur og flatir fyrir neð- an hamarinn, norðan við Krossá. Nú er Krossá fyrir löngu búin að sópa þessu fagra landi burt. Þó Eyjafjallajökull sje svipmikill og tignarlegur til að sjá, hvar sem er af Þórsmörk, cr hann þó tignar- legastur frá Búðarhamri. Fyrir botni Krossáraura eru Teigstungur og Múlatungur, upp að jökli, en Goðaland að sunnan. Til þess að komast úr Stóraenda í aðaldalinn á Þórsmörk, Húsadal- inn, verður tvisvar að fara yfir Krossá, fyrst á líkum staS og komið var, og síðan aftur á móts við Langadalinn. Sá dalur liggur langt norður í Mörkina, vestur undir há- um hnjúki, sem heitir Valahnjúkur (458 m.) Langadalur er nokkuð djúpur og allur grasi gróinn, en skógur í hlíðunum. Er farið norður eftir honum til að komast í IJúsa- dalinn. Á þeirri leið er Snorrariki svo kallað. Er það hamar úr mó- bergi, og hellir upp i berginu. Afar- mikið er af mannanöfnum og ár- tölum grafið í bergið kringum hell- ismunnann, en upp i liann er ein- slígi höggvið í móbergið. Sennilega hefir flóttamaður er Snorri hjet, átl þetta „ríki“ um stundarsakir, ein- hverntíma á fyrri tíð, og nafnið þar frá komið. IJúsadalur er vestan í Þórsmörk, og stærstur af dölunum þar. í hon- um er allmikið graslendi, og mikill skógur. Um eða eftir aldamótin 1800 bygði Sœmundur Ögmundsson hóndi i Eyvindarholti — faðir sjera Tóm- asar á Breiðahólstað, og langafi greinarhöf. en langa-langafi ritstj. Fálkans Sk. Sk. og fylgdarmannsins Sig. Tómass. — bæ í Húsadal, og bjó þar í 2 ár. Sjest en glöggt móta fyrir tóftunum af bæ hans. Sagt er að honum hafi fundist vetrarríki of mikið á Þórsinörk, og þvi hætt þar búskap. Sæmundur hafði og eitt sinn útibú i Stóra Dimon, og sjest þess enn merki1). Ekki kunna sagnir frá því að herma, að neinn annar en Sæmund- ur hafi húið á Þórsmörk síðan á tíð Njáls, en þá voru þar þrir hæir. En þeir sem námu land á Þórsmörk i upphafi, voru tveir bræður, að þvi er Landnáma segir,Ásbjörn og Stein- finnur, Reyrketilssynir. Ásbjörn helgaði guðinum Þór landnám sitt, og kallaði Þórsmörk. Og síðan hefir „mörkin“ fagra það nafn borið. Norðan við Húsadalinn eru Hamra- skógar; er það mikið skóglendi, og nær norður að Þröngá, en sú 4 rennur eftir hrikalegu gljúfri víð- ast hvar sunnan úr Goðalands- eða Þórsmerkurjökli, norðvestur í Mark- arfljót, og skilur að Þórsmörk og Almenninga. Austan við Almenninga eru Emstrur og er þar afrjettur Hvolhreppinga. Liggur syðsti Fjalla- baksvegar, eða Flosaleið, um Þórs- mörk, Álmenninga, Emstrur og Mæli- fellssand austur í Skaftártungu. Markarfljót rennur norðan við Þórs- mörk í gljúfrum, en norðan við það er afrjettur Fljótshlíðarmanna nefnd ur Grænafjall. Er hann grösugur og her því með rjettu þetta glæsilega nafn. Þórsmörk er dásamlega fögur og einkennileg. Þar eru háir hnúkar með þverhnýpum björgum. Ein- kennilegir tindar, hellar og básar. Milli hnúkanna og tindanna, eru svo grasi og skógivaxnir dalir (stærri og smærri) en hlíðar dalanna og fellanna flestar skógi klæddar. Landslagið er svipmikið og tignar- legt en fagurt um leið. Er því ekki að undra þó málarar og ferðafólk sæki þangað. Nú hafði ferðafólkið skoðað það af Þórsmörk sem hægt er að sjá á einum degi þegar farið er úr byggð og í byggð aftur. Mest gaman væri að geta dvalið þar í hcila viku, því altaf væri hægt að sjá eitlhvað nýtt 1) Sæmundur bóndi var sonar- sonur Högna „prestaföður“ á Breiða- bólstað, en móðir hans Salvör Sig- urðardóttir var af Ásgarðsætt, afa- systir Jóns Sigurðssonar. á hverjum degi, og það gera sumir sem liafa til þess tíma. Var nú lagt af stað úr Húsadalnum, eftir að á- gætur myndatökumaður (Gissur Eras- musson) hafði lekið m> ad af hópn- um á hestbaki, og haldið suðut mörkina, og yfir merkurranann — vestasta hornið á henni — og fyrir sunnan hann yfir Krossá í fjórði sinn. Er sú leið ógreið og verður sumstaðar að teyma hestana upp og niður hálsa og linjúka, og gæta verð- ur vel að grjótfluginu undan fótum þeirra. En af henni er fagurt útsýni og tignarlegt hvert sein litið er. Til austurs yfir Þórsmörk og til Goða- landsjökuls — sem líka er sundum lcallaður Geitlandsjökull eða Þórs- merkurjökull — til norðurs yfir Fljótshlíðarafrjett, (til Grænafjalls, Einhyrnings og Tindfjalla) til vesl- urs til Fljótshlíðarinnar, og til suð- urs til Eyjafjallajökuls. Þegar komið er yfir Krossá, er farin sama leið til baka og komin var um morguninn framhjá Álfa- kirkju og vestur í Fagraskóg. Þar ; brekkunum var áð stundarkorn, og siðan haldið vestur að Stakkholts- gjá. Stakkholtsgjá skerst langt inn í liá- lendisbrúnina sein er norður af Eyjafjallajökli. Er hún svo löng, að 12—15 mínútna reið er inn í botn á henni. Hamraveggirnir eru þver- hnýptir og margir tugir metra á liæð. Inn í botninum falla 2 fossar ofan í hana afarháir en vatnlitlir. Þar er gjáin orðin svo þröng og dimm, að eigi fæst nægilegt ljós til að taka myndir. Öll er gjáin hrika- leg og tilkomumikil, og skoða hana allir sem leið eiga nálægt henni. Líkur eru til, að Stakkholtsgjá (og Bleikársgljúfur í Fljótshlíð) hafi ii]iphaflega myndast við jarðskjálfta. Hálendisbrúnin hafi rifnað i slik- um náttúruhamförum. En vitanlega hefir vatnsrensli um aldaraðir hjálp- að til að sljetta hamraveggina, og færa botninn neðar og neðar. Þegar komið var út úr gjánni var liaklið vestur í Langanes. Þar skift- usl leiðir. Fólkið sem kom austan undan Fjöllum um morguninn, og var okkur samferða um Þórsmörk- ina, ætlaði nú vestur í Fljótshlíð, en okkar hópur austur undir Eyja- fjöll. Var nú skift um hesta og fylgd- armenn, og hjelt svo hver hópurinn sína leið. Um þetta leyti sló yfir þoku og fór að sudda úr henni. Þótti okk- ur þetta miður, því nú var eftir að koma i Nauthúsagil, og skoða reyni- viðartrjeð sem áður hefir verið get- ið um. Við tókum því það ráð að heita á Strandakirkju. Var ákveðið að hún skyldi fá sína krónuna frá liverju okkar ef upp yrði stytt, og þokan horfin, er við kæmum í Naut- húsagil, — það er kippkorn fyrir innan efsta bæ undir Eyjafjöllum að vestan verðu — Stóru Mörk — og ef bjart og gott veður yrði daginn eftir, en þann dag ætluðum við að fara austur með Eyjafjöllum að sunnanverðu, austur að Skógafossi, og til baka aftur alla leið til Reykja- víkur. Strandakirkja varð strax við áheitinu. Eftir svo sem 10 minútur var komið þurt og gott veður, og næsta dag var veðrið eins og við liöfðum beðið um. Um nótlina gisti sumt af hópn- um i Stóru Mörk, en hitt á Selja- landi. Er sá bær undir Seljalands- múla, litlu sunnar en Seljalandsfoss. Næsla morgun snemma var lagt af stað frá Stóru Mörk og niður að Markarfljóti þar sem verið var þá að byggja brúna yfir það. Sú hrú er mesta brú landsins eins og kunnugt er, 242 metrar á lengd. Hún mun standa eigi langt frá þeiin stað, er Skarphjeðinn liljóp sitt annálaða 12 álna hlaup yfir Markarfljót milli höfuðísa, og vó Þráinn Sigfússon föður Höskuldar Hvítanesgoða, er hann var að koma úr hoði Runólfs goða i Stóra Dal. Frá brúnni var haldið niður að Seljalandi. Á þeirri leið er Stóri Dalur, i dálitilli kvos inn í l'jöllin. Þar bjó Runólfur goði höfðingi mik ill á þeirri tíð er Njála gerist. Þar bjó einnig faðir hans Úlfur örgoði, ættfaðir hinna færgu Oddaverja —- og Sturlunga. Stóri Dalur var síðar um nokkurt skeið höfðingjasetur. Þar bjuggu m. a. þrír feðgar í röð, þeir Eyjólfur Íögmaður sonarsonur Árna Dalskeggs, sem áður er getið, Einar sonur lians sýslumaður, er átti fyrir konu Hólmfriði Erlends- dóttir sýslum.1) Var hún dótturdótt- ') Til er spádómur fyrir Erl. sýslum. þegar hann var unglingur i Skálholti og er liann svona, (sbr. Sýslumannaæfir): Erlendur var ung- ur sveinn í Skálholti á dögum Gott- sveins biskups, en þá var þar prest- ur Sveinn spaki Pjetursson. Hjer um 1444 skyldi síra Sveinn um vetur- inn embætta á Torfastöðum, (í Bisk- upstungum) og kvaddi Erlend með sjer til ferðar, sem svein sinn. En þá þeir komu í hólana fyrir sunnan Hrosshaga brast á foraðsveður, svo þeir viltust og því næst lögðust þeir fyrir. Erlendur var þá lítt harðn- aður og tók að kala. Prestur þæfði hann til hita. Erlendur kvaðst aldrei komast þaðan með lífi. Prestur bað hann bera sig vel, ,þvi gott kemur lijer á eftir, og verður okkar önnur æfi, þá er jeg er orðinn biskup í Skálholti, en þú fær dóttur Þor- varðar rika á Möðruvölluni og hús- frú Margrjetar“. Erlendur mælti: „Það má vel ske, að þjer verðið biskup i Skálholti, en það aldrei, að jeg fái svo ríka og velborna konu svo fátækur sem jeg er hjá henni“. „Efa þú aldrei guðs miskunn", sagði prestur, „því svo mun verða sem jeg segi, og það til merkis þá þú ríður til kaupa, mun koma slík lielliskúr, að menn munu varla þykj- ast muna slíka“. Að morgni ljetti upp hríðinni, og fóru þeir til Torfa- staða. Það var á orði að Sveinn prestur skildi lirafnamál, eða hefði sagnaranda í hrafnsliki. Spádómur- inn rættist því 16 árum síðar eða 1460 giftist Erlendur Guðríði dóttur Þorvarðar ríka á Möðruvöllum. Spádómurinn rættist einnig að því er Svein sjálfan snerti. Hann varð nokkru siðar Skálholtsbiskup.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.