Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Side 45

Fálkinn - 21.12.1935, Side 45
F Á L K 1 N N 43 Dalssel við Eyjafjöll. Steinar undir Eyjafjöllum. Stóra Dimon. þeirri sögu er til orðin þessi al- kunna vísa. Þrasa kista auðug er undir fossi Skóga, hver sem þangað fyrstur fer, fœr þar auðlegð nóga. En í hvert skifti sem tilraun var gerð til að ná gullkistunni uppúr kerinu, sýndust Skógabæirnir standa i björtu báli. Þrasi gamli hefir vilj- að geyma og gæta skildinganna sinna sjálfur, og ekki viljað að þeir kæmust i óverðugra hendur! — Meðfram öllum Eyjafjöllum er mikið undirlendi og grösugt, og er þar mikil b-'ggð. Þó Eyjafjöll sjeu öll fögur og tilkomumikil, þykir flestum ferðamönnum fallegast i Skarðshlíð, Drangshlíð, Drangshlíð- ardal og Skógum. — Við Skógafoss var komið á ieið- arenda, og eftir að hafa skoðað fossinn vel og rækilega, var lagl af stað vestur með fjöllunum, að Stein- um, þar drukkið kaffi, og síðan haldið vestur að Seljalandi. Þar varð að fá hesta og fylgd yfir Mark- arfljót að Dalsseli. Að Dalsseli var kominn stór Stein- dórsbíll og áttu hans „bifknúðu hjól“ að æða með hópinn til Reykjavíkur um kveldið. Dalssel (uppliaflega líklega „seÞ‘ frá Stóra-Dal) er einn af hinum svo- nefndu „Hólmabæjum“. Eru það ö hæir, sem standa á hólmum milli Markarfljóts og Álanna. Þeir til- heyra Eyjafjöllum. Áður en brúin kom á Markarfljót, (og eftir að Þverárbrúin var byggð) var Dalssel endastöð Reykjavíkurbílanna á leið- inni austur, og ’þaðan flutt yfir Markarfljót að Seljalandi, en þar tóku við bílar frá Vík í Mýrdal. En meðan engin brú var til yfir vötn- in, fóru sunnanbílarnir að Hlíðar- enda í Fljótshlíð, og þaðan var þá flutt yfir vötnin að Hamragörðum eða Seljalandi. Var það all-löng leið, Úr Stóraenda. Krossáraurar og í bak- sýn Eyjafjallajöknll. og oft erfitt ferðalag, ekki síst þeg- ar inörg smábörn voru með í för- inni, eins og stundum kom fyrir. Vegurinn frá Dalsseli og norðvestur á brúna á Þverá hjá Hemlu, liggur skamt fyrir ofan efstu bæi í Land- eyjuin, nema Ossabæ og Hemlu. Þar er farið vestan við túnið. Af þessari leið blasir við lítið en fallegt einstakt grasigróið fjall upp á aurunum. Það hjet til forna Rauða- skriður. Þar hefir verið skógur á dögum Njáls og Gunnars, og áttu þeir sameiginlegt skógarhögg þar. í Rauðaskriðum byrjuðu húsfreyjurn- ar á Hlíðarenda og Bergþórshvoli vígaferli sín, og þar biðu Njálssynir og Ivári uns þeir sáu Þráinn Sig- fússarson leggja af stað frá Stóra- Dal í sína siðustu ferð. Því miður hefir liið forna nafn ekki haldist á fjallinu. Um aldir hefir það verið nefnt Stóra Dimon (þ. e. stóra tvífjall), en Litla Dimon (litla tvífjall) er stutt fyrir neðan Marlcarfljótsbrúna, og hefir áll úr Markarfljóti áður fyr skilið það frá landinu. 1 björtu og góðu veðri er mjög gott útsýni af Stóra Dimon til Þórs- merkur (norðanverðrar), Fljótshlið- arinnar, yfir Landeyjar, og til Vest- mannaeyja. Mjög auðvelt er að ganga upp suðaustur hornið á Dimon, og gerir það nú orðið margt ferðafólk, þegar veðurskil- yrði eru hagstæð. Hefði Stóra Dímon ekki verið til, er vafasamt að hægt hefði verið að byggja brú yfir Markarfljót, (nema þá með margfalt meiri kostnaði), því alt grjót i brúna og hinn mikla 2 km. langa varnar- garð frá henni, er þaðan tekið. Á öðrum slað var ekki grjót að fá, fyr en þá langt í burtu. Og viðhald mannvirkjanna við Markarfljót, byggist á grjótnámun- um í Stóra Dimon. Um Austur Landeyjar liggur bíl- vegur niður með Álunum að vestan- vei ðu, að Mi&ey, og mun vera fyrir- hugað að hann liggi þaðan vestur eftir hreppnum. Annar vegur liggur niður austurbakka Affallsins að Ilallgeirsey. Þrjú systkin, er hjetu Hildir, Hallgeir, og Ljót, námu Landeyjar allar. Bæi sina nefndu þau i höf- uðið á sjálfum sjer, og eru þau bæjarnöfn til enn í Landeyjum, Hildisey, Hallgeirsey og Ljótar- staðir. Ossabær (eða Vorsabær) Hösk- uldar Hvítanesgoða, er fyrir löngu kominn í eyði; hefir hann verið nokkiið sunnar og vestar, en sá Ossabær, sem nú er til, og þjóð- vegurinn liggur um. Þar er nú upp- blástur, og ömurlegt um að litast. Ilvitanes, þingstað Höskuldar, telur Matth. Þórðarson fornmenjavörður sig hafa fundið, miðja vega milli Affallsins og Hemlu. Er það dálítið nes, sem Eyjarfljót myndar örstutt frá bæ, er áður hjet „Brók“, en nú Hvítanes, síðan 1920. Fann Matthías í þessu nesi búðartóftir 1927, sem hann telur liklegt að sjeu frá Hvitanesþingstað. Þjóðvegurinn liggur þarna rjett hjá. Affallið skii- ur Austur og Vestur Landeyjar. Er Bergþórshvol! á ytri bakka þess neðarlega. Þar er nú prestssetur. Bergþórslivoll er tvímælalaust eitt kunnasta bæjarnafn á lapdinu. Er hugsanlegt að til sje nokkurt mann- barn á landinu, sem ekki þekkir nafnið á bæ Njáls, Bergþóru, Skarphjeðins, Gríms, Helga og Kára? Stórbýlið Hemla er á eystri bakka Þverár, stutt frá brúnni yfir hana. Frá Hemlu liggur bílbraut niður í Vestur Landeyjar, um Akurey og Álfhóla, og á hún síðar að liggja austur eftir sveitinni að neðan- verðu að Bergþórshvoli. Landeyjar eru allar flatlendar og víðast mjög grösugar. Eru þar mik- il engjalönd, og því ágætar bú- jarðir. — Frá Þverárbrú, að Stórólfshvoli er ekki nema spottakorn, og þegar þangað var komið var ferðahópur inn búinn að fara hringinn i kring- um eystri dalinn, (sem áður er getið) meðfram öllum Eyjafjöllum, og síðan þvert yfir milli Selja- landsmúla og Hvolsfjalls. Var nú spýtt duglega bensíni á þann gula frá Steindóri, og haldið beina leið heim til höfuðstaðarins. Ferðalagið hafði staðið yfir í ca. 54 klst., þar af var verið á ferða- lagi í 30 st. Ferðast var nál. 380 km., ým- ist með bifreiðum eða á hestbaki. En enginn var þreyttur og allir ánægðir, og gátu áreiðanlega af heilum hug tekið undir þessi orð rangæisku skáldanna (G. D. og G. G.) að „leiðin til fjalla, hún laðar oss alla, sem ljómandi musterisdyr“ og að „æskugleðin aldrei dvín, upp við blessuð fjöllin mín“. A. .1. .lohnson. Hjer skeður aldrei neitt er ein merkasta bókin sem út hefir komið í óir; hún byggist á áhrifaríkum og sönnum atburðum daglegs lífs á nýtísku sjúkraluisi. Heppilegasta jólagjöfin verður Hjer skeður aldrei neitt.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.