Fálkinn - 21.12.1935, Side 49
FÁLKINN
47
lólakrossgáte*
Lóðrjett. Skýring.
1 glöð. 2 mat. 3 i'jör. 4 brúka
boxarar. 5 bein. (i alvitur. 7 smáríki.
9 á i EyjafirSi. 10 vegljóst. 11 háir.
12 lóga. 13 forseti. 15 numið slaðar.
10 mynd. 18 sama. 20 efni (fæst
úr sykri). 22 fiska. 23. úrgangur úr
eldivið. 24 kosta. 25 tedropinn. 20
kvæðabók eftir konu. 30 lag. 31 jata.
34 er ekki. 37 forsetning (mjög oft
notuð þegar sett er fyrir). 39
handa búpeningi. 40 skeytið.
42 námsgreinina. 43 erfðaskoðun.
44 innst í Hvalfirði. 45 siá ljóma á.
47 hljóm. 49 samtenging. 50 tjón.
51 titan. 53 samkyn. 50 garnið. 57
undir l'ossi. 59 samtíningur. 60
hrygg. 64 hönk. 66 tala. 69 með
tölu. 70 í sýrum. 71 16 síður. 72
fara á veiðar. 79 tekur. 80 með
mestri ákel'ð. 82 svara. 84 fram-
ieiðsla 85 kverimannsnafn. 87 blóm.
89 ríki. 90 afskifti. 93 grikkur. 95
fleirtöluending. 96 dvergur. 97
l'ersk. 98 neitun. 99 báglega. 100
danskt dagblað. 102 spilið. 105 tog-
ari. 108 ógætileg. 110 óhultar. 113
verður að skordýri. 115 gefa hljóð
frá sjer. 117 vatnagróðurinn. 121
húð. 123 bolta. 125 hæfa. 126 há-
vaði. 127 vondir. 128 peninga. 130
titill. 132 nikkel. 134 borg i Ame-
ríku. 135 hláka.
Lárjett. Skýring.
1 fjörður, sem er brúaður. 5 her-
bergi. 8 hrella. 12 vel útlítandi. 14
mælitæki. 17 stjórnmálastefna. 19
sleigst. 21 menn, sem er illa við
konur. 25 dans. 27 á fæti. 28 ílát.
29 laus við. 30 eyja í Miðjarðar-
hafinu. 32 þegar. 33 niðurlagsorð.
35 kona Njarðar. 36 dýr vara. 38
heimskunnur þjóðhöfðingi. 39 riki.
41 norskt karlmannsnafn. 43 leiðar-
ljós. 44 blettur sem verið er að
rækta. 46 kvilli. 48 stjórn. 52 nísk-
ur. 54 raddblæ. 55 endurkastað sólar-
ljós. 58 íláti. 59 hamingja. 61 frurri-
efni. 62 kasta. 63 til lands. 65 litur.
67 skemd. 68 erfingi. 71 biltúr. 73
3 helstu borgir landsins. 74 mál-
fræðihugtak. 75 biblíunafn. 76 ávirð-
ing. 77 sólundar. 78 ómögulegt. 81
illa að sjer í lögum. 83 tæpar. 84
óþægindi. 86 guðspjallamaður. 88
hFeyfing. 89 niður í. 91 öfug
skammstöfun fyrir málm. 92 glæpa-
menn. 94 hlaupi. 96 nafn á ási. 100
fat. 101 hlóð garð hring um. 103
fyrnel'nd. 104 fjáröflunaraðferð. 106
streymdi. 107 kvenmannsnafn. 109
svín. 111 suða. 112 þingeyskt skáld.
113 taka saman. 114 fylgjandi vissr-
ar stjórniriálastefnu. 116 orð. 118
Kaupfjelag ísfirðinga. 119 það sem
þjónar kirkjunnar telja fyrir mestu
120 eftirskrift. 122 þoku. 123 er
sagl. 124 villidýr. 125 ákværða. 129
útskot. 131 sköpulagið. 133 asíu-
menn. 135 í kirkju. 136 örðugleiki.
137 smálækur. 138 selir.
Fræðandi bók.
Vestmenn: Landnúm íslend-
inga i Vesturheimi. Eftir
þorst. /->. Þorsteinsson.
Fyrir skömmu er komin út fræð-
andi bók, sem jafnframt hefir það
til sins ágætis að vera skemtileg og
svo bætist það við, að efnið hlýtur
að vera hugþekkt liverjum góðum
íslendingi. Það er bók Þorst. Þ.
Þorsteinssonar um landnám íslend-
inga í Vesturheimi, sögð á svo
skýran og eðlilegan hátt, að lesand-
inn lifir sig inn í viðburðina. Þetta
er saga um baráttu innflytjandans. alt
frá því að hann yfirgaf æskusveit-
ina á íslandi og þangað til hann
„fjell eða hjelt velli" i nýju álfunni.
Og það gleðilega við söguna er, að
flestir hjeldu velli.
Það þarf lag til þess að segja
svona sögu þannig, að hún fullnægi
kröfum tveggja flokka: annars, sem
vill eingöngu lesa bækur sjer til
skemtunar, og hins, sem einkum
vill lesa sjer til fróðleiks. Höf. hef-
ir tekist að verða við kröfum beggja.
Og J)að J)arf ekki að efa, að bókin
verði vinsæl.
Því miður er ekki rúm til að
segja ítarlegar frá bókinni nú vegna
])rengsla í blaðinu. En í næsta blaði
birtist grein um hana, með riokkr-
um lilvitnunum, sem gefa forsmekk
uin innihald hennar. —
En það skal sagt þegar, að hand-
bragð höfundar er þannig, að eng-
inn mun telja sig svikinn, sem fær
„Vestmenn' í jólagjöf frá kunningja
sinum.
-----x----
P. Lykke-Seest:
Domine quo vadis?
Sagan um l)að, er Pjetur postuli
mætti Kristi á veginum fyrir utan
Rómaborg — Via Appia —, er ein
hin fegursta helgisaga kaþólsku
kirkjunnar og ætti að vera kunn
öllum kristnum lýð.
Eftir bruna Rómaborgar á dögum
Nerós, snerist gremja og hatur borg-
arbúa gegn Gyðingum og hinum
kristna trúarflokki, sem var sakað-
ur um að hafa kveikt í borginni, og
hót'u hermenn Nerós, með fulltingi
skrílsins, skipulagsbundnar ofsókn-
ir gegn þeim.
Einkum var lögð áhersla á l)að,
að ná postulunum Pjetri og Páli,
sem voru stofnendur kristna safnað-
arins. Það þótti mestu varða, að
handsama leiðtogana, því að þá
mundi auðveldara að eyða flokkn-
um að fullu.
Páll var rórriver'skur borgari, og
naut hann þvi nokkurrar rjettar-
verndar.
Pjetri var meiri hætta búin. Þess
vegna fjekk safnaðarráðið hann til
að forða sjer undan ofsóknunum og
hverfa burtu frá Róm. Átti að fara
með hann til strandar, og þaðan
yfir til Sikileyjar, til safnaðarins þar,
sem átti við friðsamlegri kjör að
búa. Hann gæti svo komið aftur til
Rómaborgar, þegar æsingarnar væru
um garð gengnar.
Það tókst, að koma postulanum út
úr borginni. Segir sagan, að einn
morgun um sólaruppkomu, hafi hauu
lagl af stað út Via Appia, og fylgdi
honum aðeins einn lærisveinn. Var
ekki nema nokkurra stunda ferð
þaðan og niður að hafparbænum
Ostia.
Um leið og sólin rís upp yfir
Sabinafjöllin, sá postulinn sýn: Eld-
stólpi mikill og bjartur reis út á
Kampaníuvöllum og kom svífandi í
í áttina til postulans. Blindaður af
ofbirtu og hrifningu fjell hann á
knje og baðst fyrir.
Þegar hann leit upp aftur, hafði
eldstólpinn breytst í mannslíki, er
kom beint á móti honum og stefndi
inn til borgarinnar.
Nú sá Pjetur, að þetta var Kristur,
og krjúpandi á knjánum breiddi
hann faðminn á móti honum og
hrópaði:
„Domine, quo vadis? Herr.i,
hvert ætlar þú?“
Kristur leit á hann og svaraði:
„Til Róma, til að láta krossfesta
mig á ný.
Pjetur laut höfði, með sárri
blygðun. Og þegar hann leit upp
aftur, var Meistarinn horfinn.
Þá reis Pjelur á fætur og sheri
aftur til borgarinnar, til að liða
dauðann á krossi.
En þar, sem Kristur hafði numið
staðar eitt augnablik frammi fyrir
Pjetri, voru förin eftir berar fætur
hans greinilega mörkuð á steinlagð-
an veginn.
Úti á Via Appia, þar sem helgi-
sagan segir að Kristur hafi opin-
berast postulanum, hefir verið reist
viðhafnarlaus kapella (bænahús),
er þar til sýnis nákvæm líking af
steininum með fótsporum Iírists.
Þúsundir guðhræddra manna fara
þangað pílagrímsferðir og krjúpa
niður við steininn, sem stendur i
miðri kapellunni. Það þykir sjálf-
sagt að allir ferðamenn, sem heim-
sækja „borgina eilífu“, fari út á Via
Appia, til að sjá þennan helgidóm.
Á morgana rennur samfeldur
straumur bifreiða og annara skemti-
ferðavagna út heimsfræga veginn,
og allir nema þeir staðar við kap-
elluna „Domine, quo vadis“. Nokkru
lengra út með veginum eru grafhýsi
hinna kristnu i „katakombunum"
Nicolai Bjarnason fyrv. af-
greiðslustj. verður 75 ára 22. þ.m.
Magnús Jónsson fyrv. bæjarfó-
geti í Hafnarfirði, verður 70 ára
27. þ. m.
Herluf Clausen kaupm. verður
W ára 28. þ. m.
og meðfram veginum leghallir og
minnisvarðar tiginna Rómverja frá
keisaratimanum.
Eitl haustkvöld um sólarlagsbil,
þegar lokið var öllum ferðamanna-
straum, gekk jeg með norskum bygg-
ingameistara út að kapellunni. Við
ætluðum að taka ljósinyndir af
henni og steininum helga. En vörð-
urinn sagði, að myndatökur allar
væru fyrirboðnar; við yrðum að
láta okkur nægja þær sinámyndir,
sem hann hefði til sÖÍu. Hinsvegar
væri okkur heimilt að gera riss-
mynd af fótaförum Krists á steinin-
um. Og hann hjálpaði okkur til að
fá þá mvnd sem nákvæmasta.
.4. Jóh.
Herbertsprent prentaði.