Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 50

Fálkinn - 21.12.1935, Blaðsíða 50
48 k* F A L K I N N NÝJA BÍÓ sýnir 2. dag jóla: Tunglskins-sónatan Töl'randi saga um mátt tónanna og um hina eilífu þrá mannshjartans eftir því, sem aldrei verður náð. Tekin af Columbia undir stjórn David Burton. Hljómleikunum stjórnaði Louis Silvers. Aðalhlutverk: Blossom Bailey leikmær....... ELISSA LANDI John Hunters auðkýfingur . FRANK MORGAN Toni Zukowski tónskáld . . JOSEPH SCHILDIvRAUT Elinor Yates, kona Ilunters . DORIS LLOYD | Hvarvetna þar, sem þessi mynd hefir ver- íð sýnd hefir hún grip- jg fgjk föstum og heill- andi tökum. Lifið sjálft er sýnt með svo listrænum og eðlileg- um hætti, instu tilfinn- ingar mannsins tala þar viðkvæmu og hríf- andi máli til allra — máli sem allir skilja. Hugnæmt efni og snildarlegur leilair vinna saman að því, að gera myndina 'i&íMMmL ógleymanlegt listaverk. Sýnd á annan dag jóla! GLEÐILEG JÓL! mm p GAMLA BÍÓ sýnir 2. dag jóla: Jólamynd 1935: Káta ekkjan Glæsileg og hrífandi söng- og talmynd í 10 þáttum eftir hinni lieimfrægu ópereltu Franz Lehar. Mynd þessi er gjör- ólik öðrum mynd- um, sem áður hafa verið búnar til und- ir sama nafni. Hinir gullfallegu söngvar og töfrandi valsar, njóta sín lijer sem aldrei áð- ur, enda eru aðal- hlutverkin í liönd- um liinna glæsilegustu kyikmyndaleikara sem völ er á: JEANETTE MACDONALD OG MAURICE CHEVALIER. Það er mynd sem mun hrífa hvern og einn. GLEÐILEG JÓL! KÁTA EKKJAN. Hinn 30. þ. m. eru liðin 30 ár síðan hin fræga óperetta Lehars var sýnd í fyrsta skifti, í Wien. Aldrei hefir nokkur óperetta fengið jafn glæsilegar viðtökur. Frægð hennar harst út um allan heim, lögin úr henni voru leikin á hverjum skemtistað og Leliar varð heims- frægur. Og enn heldur hún þeim titli að vera frægasta ópcretta heimsins. Hún hefir verið leikin á 24 tungumálum og eitt árið var hún sýnd 18.000 sinnum á ýmsum leik- húsum veraldar. Fyrir 22 árum var hún kvikmynd- uð í fyrsta sinn, með Wallace Reid og Ölmu Rubens i aðalhlutverkun- um. Og 12 árum síðar tók Metro- Goldwyn, sem þá var nýtt fjelag kvikmynd af henni með John Gil- bert og Mae Murray, en Erich von Stroheim sá um leikstjórnina. Þetta voru livorttveggja þöglar myndir. Eftir að hljómmyndin kom til sögunnar varð fyrst tækifæri til að kvikmynda óperettuna, svo að hún nyti sín til fulls. Og þegar Metro-Goldwyn varð tíu ára valdi það „Kátu ekkjuna** til þcss að gera úr henni afmælismynd fjelags- ins og má nærri geta, hvort ekki hefir verið til vandað eftir föngum. Leikstjórnin var falin galdramann- inum Lubitsch, sem með hug- kvæmni sinni hefir gert myndina skemtilegri en óperettan var nokk- urntíma á leiksviði. Og aðalhlut- verkin voru falin hinum ágæta franska „charmör“ Maurice Che- valier og hinni fögru leikkonu og söngkonu Jeanette MacDonald. Franz Lehar var sjálfur kvaddur til Ameríku til þess að vera með i ráðum og hvert hlutverk skipað á- gætum leikkröftum. Þar á meðal Everett Horton, George Barbier og Unu Merkel. Og árangurinn varð ómótstæði- legur. Hinir „matvöndustu“ útlendu gagnrýnendur geta ekki sagt mynd- inni neitt til lasts, en eiga ekki orð til að lofa hana. Þeir segja, að Maurice Chevalier hafi aldrei tek- ist betur upp en í þettá sinn og að hinir fyrri „óperettuprinsar", sem hann hafi leikið, sjeu ekki nema skuggi hjá lífvarðarkapteininum, sem fær það hlutverk að ná ástum kátu ekkjunnar, svo að hún giftist ekki úr landi og kotrikið, sem leik- urinn gerist i, missi ekki af auð- æfum hennar. Og Jeanette Mac- Donald er töfrandi bæði að sjá og heyra. — Myndin verður jólamynd á GAMLA BÍÓ og það þarf ekki að efast um, að hún verður sótt af miklu fjölmenni. TUNGLSKINSSÓNATAN. Söngelskir menn þekkja hina meistaralegu Tunglskinssónötu Beet- hovens, sem talin er meðal allra bestu listaverka, sem nokkurt tón- skáld hefir nokkurntíma samið. Þó að myndin, sem NÝJA BÍÓ liefir valið sjer íyrir jólamynd i ár beri nafn hennar, þá.er myndin þó ekki söngmynd, eins og t. d. hinar frægii Schubertsmyndir, sem hjer hafa verið sýndar, heldur er nafnið táknræns eðlis. Tunglskinssónatan er ímynd þess fagra og göfga, sem aðeins andinn skapar, en sem eng- inn getur keypt sjer fyrir peninga. Tilgangur myndarinuar er að sýna lu’ár og óskir manns, sem „getur veitl sjer alt“ sem kallað er ■— ríks manns, sem að jjví er virðist baðar i rósum, en er ]jó ekki gæfusamur. Hann á þrár, sem hann fær ekki uppfyltar, þrátt fyrir öll auðæfi sin, vonir, sem aldrei rætast. Þessi riki maður er orðinn 49 ára og dettur alt i einu i hug, að draga sig í hlje frá kaupsýsluslörf- unum og nota timann til þess að lifa lifi æskumannsins. Sjálfur hefir hann enga æsku átt, peningarnir hafa slolið henni frá honum. Hann segir konu sinni frá þessu, en hún lieldur að hann sje geggjaður og gcgnir honum ekki, en kýs frémur að lifa áfram samkvæmislífinu, sem hún hefir vanist við. En þá hittir hann unga stúlku, sem honum finst vera ímynd þeirrar æsku, sem hann þráir svo að njóta, og fer með henni til París og þau njóta lífsins. Þar hitta þau tónskáldið Toni, sem áður hefir verið kenn- ari auðkýfingsins og í honum fær auðkýfingurinn keppinaut. En stúlk- an vill ekki bregðast hinum ríka vini sínum, þó gamall sje og fer aftur með honum til Ameríku. En loks skilst honum, að þrátt fyrir alt, eigi þau ekki samleið. Hann hefir mist æskuna fyrir fult og alt — hún kemur aldrei aflur. Og stúlkan hverfur til tónskáldsins, en auðkýfingurinn til fyrri starfa sinna og — konunnar. Þessi unga stúlka er leikinn af Elissu Landi og hefir hún tvi- mælalaust aldrei leikið betur. En þó ber af leikur auðkýfingsins, sem er i höndum Frank Morgans. Þessi ágæli leikari hefir reist sjer minnis- varða með leik sínum i þessari mynd, sem líklegur er til að varð- veita nafn hans frá gleymsku liingu eftir að hann er dauður. Jafn hug- næman eðlilegan og yfirlætislausan leik og Morgans í þessari mynd, sjer maður því miður ekki nema örsjaldan. Hann er snildarverk og myndin svo heillandi og töfrandi, að það er líklegt, að margir geri sig ekki ánægða með að sjá hana einu sinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.