Fréttablaðið - 28.09.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 28.09.2009, Síða 11
MÁNUDAGUR 28. september 2009 Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Sjóðheitur VETUR Bókaðu betur í vetur á www.plusferdir.is Skráðu þig í netklúbb Plúsferða og vertu fyrstur til að fá bestu tilboðin! Engin bókunargjöld ef bókað er á netinu. Tenerife Verð frá: 110.350kr. Sértilboð frá Tropical Playa á Tenerife: Vikuferðir í október og nóvember. Verð miðast við 2 fullorðna í stúdíóíbúð með hálfu fæði. STJÓRNSÝSLA Sendiráð Íslands í Washington flytur um mánaða- mótin í nýtt húsnæði. Er það í eigu sænska ríkisins og hýsir meðal annars sendiráð Svíþjóðar í borginni. Flutningar voru óumflýjan legir þar sem eigandi eldra húsnæðis- ins, sem sendiráðið var í í fimm- tán ár, ætlar að nýta það undir aðra starfsemi. Í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að flutningur sendiráðsins skapi umtalsverð tækifæri til hagræðingar og auk- innar hagkvæmni í rekstri. - bþs Sparað í utanríkisþjónustunni: Leigt af Svíum undir sendiráð INDÓNESÍA, AP Talið er að Akbar Risuddin hafi slegið heimsmet þegar hann kom í heiminn, en hann var 8,7 kíló á þyngd og 62 senti- metrar á hæð við fæðingu. Ekki er vitað til þess að þyngri börn hafi fæðst. „Ég er mjög ánægður með að barninu mínu og móður þess heilsist vel,“ sagði Muhammad Hasanuddin, faðir drengsins. Drengur inn kom í heiminn á mánu- dag, og var tekinn með keisara- skurði sökum þyngdar. „Ég vona bara að ég hafi efni á að kaupa nógan mat fyrir barnið, hann drekkur miklu meiri mjólk en önnur börn,“ sagði Hasanuddin. - bj Fæddi þyngsta barn í heimi: Nýfætt barn vó 8,7 kíló STÓR Akbar Risuddin ber höfuð og herð- ar yfir jafnaldra sína á fæðingardeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁM Fyrirtækið Sjóvá afhendir Forvarnahúsinu tvo skrikvagna að gjöf í dag og verða þeir notað- ir við ökukennslu á vegum Öku- kennarafélags Íslands. Skrikvagn er hjólabúnaður sem er settur undir venjulegan bíl en með honum má lyfta bílnum lítillega upp svo að veg- grip minnki. Þannig má með ákveðnum æfingum auka skiln- ing á akstri við erfiðar aðstæð- ur eins og í hálku, bleytu eða lausamöl. Það hefur lengi verið baráttumál Ökukennarafélags Íslands að áhættuvarnar akstur verði tekinn upp sem skipulagð- ur námsþáttur. - fb Áhættuvarnarakstur hefst: Skrikvagnar til ökukennslu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.