Fréttablaðið - 28.09.2009, Síða 14
14 28. september 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Eitt af því mikilvægasta sem huga þarf að við endurreisn
íslensks efnahagslífs er hvernig
tryggja má að hagkerfi framtíðar-
innar geti skilað landsmönnum
sem bestum lífskjörum á næstu
árum og áratugum. Í þeirri vinnu
þarf augljóslega bæði að horfa
til þess sem vel var gert á undan-
förnum árum og þess sem fór
úrskeiðis. Við þurfum að byggja
á því fyrra og koma í veg fyrir
að það síðara geti endurtekið
sig. Við getum einnig horft til
reynslu annarra landa af alvar-
legum efnahagsáföllum og hvað
hefur gefist vel og hvað illa við að
vinna á þeim.
Reynsla annarra landa kennir
að á samdráttartímum kann að
virðast freistandi að reyna að
styðja við illa stödd fyrirtæki
með því að gefa þeim afslátt af
eðlilegum samkeppnisreglum.
Það er líka við því að búast að
raddir þeirra sem vilja vernda
innlend fyrirtæki fyrir erlendri
samkeppni verði háværar.
Reynsla annarra landa kennir
líka að þetta er reginfirra. Það
leysir engan vanda, ekki einu
sinni til skamms tíma, að draga
úr samkeppni á samdráttar-
tímum. Það örvar ekki efnahags-
lífið. Þvert á móti. Fyrir tæki sem
búa ekki við aðhald eðlilegra sam-
keppnisreglna setja upp hærra
verð, framleiða minna, fjárfesta
minna, setja minna í vöruþróun
og leit að nýjum mörkuðum og
veita færri atvinnu en þau sem
búa við heilbrigða samkeppni. Ein
helsta skýring þess hve Banda-
ríkjamönnum gekk hægt að vinna
sig út úr heimskreppunni á fjórða
áratugnum er einmitt þau mistök
sem þeir gerðu þá með því að
draga úr aðhaldi með samkeppni
fyrirtækja.
Þegar Finnar lentu í djúpri
efnahagslægð í upphafi tíunda
áratugarins var þeim þetta ljóst.
Mikilvægur þáttur í viðbrögðum
þeirra við efnahagsvandanum
var að efla samkeppniseftirlit
þar í landi, m.a. með nýjum laga-
heimildum. Samkeppniseftirlitin
á Norðurlöndum draga þetta
skýrt fram með dæmum frá fleiri
löndum í sameiginlegri skýrslu
þeirra um samkeppni í fjármála-
kreppunni sem út kom fyrr í
þessum mánuði.
Á fjórða áratugnum kom
einnig skýrt í ljós hve skelfi-
legar afleiðingar það hefur ef
einstök lönd reyna að vernda sinn
heimamarkað til að vinna gegn
samdrætti. Innflutningshöft í
einu landi valda þarlendum neyt-
endum beinum skaða. Um leið
og önnur lönd svara í sömu mynt
skaðast útflytjendur einnig. Toll-
múrar og innflutningshöft valda
á endanum tjóni fyrir alla. Því er
það mjög mikilvægt, jafnt fyrir
Ísland sem önnur lönd, að reyna
ekki að varpa vanda eins lands
vegna efnahagssamdráttar yfir
á nágrannana með vanhugsuðum
aðgerðum. Það hefur aldrei gefist
vel.
Virk og heilbrigð samkeppni
er nauðsynleg forsenda þess að
íslenskt efnahagslíf geti náð vopn-
um sínum á ný. Það er vissulega
erfitt að ganga í gegnum djúpan
samdrátt efnahagslífsins en því
má ekki gleyma að við getum
og munum fyrirsjáanlega vinna
okkur út úr vandanum. Umrótið
skapar jafnframt margvísleg
tækifæri. Margt má hugsa upp á
nýtt. Við þurfum ekki og eigum
ekki að endurreisa þær fyrir-
tækjasamsteypur og þau eignar-
haldsfélög sem tröllriðu íslensku
efnahagslífi undanfarin ár. Við
getum líka og munum skipuleggja
nýtt og heilbrigðara fjármála-
kerfi frá grunni. Nýtt hagkerfi á
að geta risið með fleiri, smærri
og fjölbreyttari fyrirtækjum, ein-
faldara og gagnsærra eignarhaldi
og mun eðlilegri dreifingu arðs af
starfsemi þeirra.
Endurreist fjármálakerfi
Íslendinga leikur lykilhlutverk í
þessari vinnu. Mjög mikilvægt er
að þegar lánastofnanir koma að
fjárhagslegri endurskipulagn ingu
fyrirtækja á næstu mánuðum
verði horft til samkeppnissjónar-
miða. Gagnsæ og fagleg vinnu-
brögð lánastofnana eru jafn-
framt nauðsynleg til að tryggja
að skilið verði milli feigs og
ófeigs í fyrirtækjaflórunni með
skynsamlegum hætti. Þau fyrir-
tæki eiga að fá að lifa sem geta
skapað verðmæti og skilað arði
í harðri samkeppni við eðlilegar
aðstæður. Það er hins vegar
engum greiði gerður með því að
halda fyrirtækjum á lífi sem ekki
þola náttúruval heilbrigðs mark-
aðar.
Íslenskt efnahagslíf byggir
þrátt fyrir allt á afar sterkum
stoðum. Því má ekki gleyma að
jafnvel áður en útrásarbólan bjó
til óraunhæf lífskjör og keyrði
neyslu landsmanna upp úr öllu
valdi var afar gott að búa á
Íslandi. Lífskjör höfðu aldrei
verið betri í sögu landsins og
stóðust vel samanburð við það
sem best þekkist erlendis. Þótt
við þurfum að leggja talsvert á
okkur á næstu misserum til að
leysa skammtímavanda höfum við
ekki tapað neinu af því sem þurfti
til að búa svo vel. Við höfum jafn-
framt alla burði til að gera enn
betur á næstu áratugum.
Höfundur er viðskiptaráðherra.
Samkeppni á samdráttartímum
GYLFI MAGNÚSSON
Í DAG | Samkeppni
UMRÆÐAN
Guðmundur Magnússon skrifar um
kreppu og kjaraskerðingu
Öryrkjabandalag Íslands leggur þunga áherslu á að í næstu fjárlögum verði
þær skerðingar sem lagðar voru á líf-
eyrisþega í sumar dregnar til baka. Því
lengri tími sem líður er meiri hætta á að
þær festist og þau loforð að þetta væru
aðeins tímabundnar ráðstafanir gleymist.
Eftir mikla vinnu lagði nefnd á vegum
félags- og tryggingamálaráðuneytisins fram drög
að skýrslu um nýskipan almannatrygginga með
tillögum að breytingum á kerfinu. Þar er margt
áhugavert og jákvætt, en ÖBÍ gerir þó nokkrar
athugasemdir og hefur skilað umsögn þar um. Þar
er lögð áhersla á að kjör lífeyrisþega verði ekki
skert meira en orðið er.
Í drögunum er lagt til að einfalda kerfið, sem
er að sjálfsögðu til bóta. Þó er vert að hafa í huga
að ýmis sértæk úrræði eru nauðsynleg, s.s. bóta-
flokkurinn aldurstengd örorka sem var komið á til
að jafna stöðu þeirra sem eru fæddir með fötlun
eða fatlast ungir og nauðsynlegt er að hann falli
ekki niður við 67 ára aldurinn, ens og nú.
Aðrir bótaflokkar sem ekki má skerða og
verður heldur að bæta í eru, t.d. maka-
og umönnunarbætur, bensínstyrkur og
bætur vegna mikils lyfjakostnaðar.
Samhliða var önnur nefnd að störfum
sem átti að gera tillögu að nýju örorku-
mati og aukinni atvinnuþátttöku með
bættri starfsendurhæfingu. Enn er ekki
komin niðurstaða í þá vinnu en hún er
væntanleg á næstunni. Hér er um mjög
vandasamt verk að ræða og ekki von að
verði að veruleika alveg á næstunni. Þó
ætti að vera mögulegt að efla starfsendurhæf-
inguna nú þegar, eins og staðið hefur til árum
saman.
Kreppur eru tækifæri til endurskoðunar og
nýbreytni. Það er því mikilvægt að Öryrkjabanda-
lag Íslands og stjórnvöld taki höndum saman til
að vinna að betra samfélagi þar sem mannréttindi
og aukin lífsgæði eru lögð til grundvallar. Stönd-
um saman, virðum hvert annað og vinnum saman
að bættu samfélagi. Kjörorð Evrópusamtaka fatl-
aðra eru: Ekkert um okkur án okkar.
Höfundur er varaformaður ÖBÍ.
Norrænt velferðarkerfi á Íslandi III
GUÐMUNDUR
MAGNÚSSON
Holl mjólk
hraustir krakkar
Á alþjóðlega skólamjólkurdeginum, 30. september, býður Mjólkur-
samsalan öllum 50.000 grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skól-
unum. Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna,
foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna.
Mjólk er
góð!
Gleymd‘ ekki þínum minnsta
Utanríkisráðherra minnti ágætlega á
að á Íslandi er margt sem enn stend-
ur, þótt annað hafi hrunið, í ræðu á
Allsherjarþingi SÞ um helgina.
Hann sagði og að vinir okkar og
norræn fjölskylda hefðu ekki yfirgefið
okkur í hremmingunum. Össur
nefndi eina þjóð sem hefði skorið
sig úr: Pólland. Það myndi ekki
gleymast að Pólverjar hefðu
boðið okkur lán að fyrra bragði.
En einn ónefndur lítill bróðir í
norrænu fjölskyldunni skar
sig líka úr. Kom ekki
hlutfallslega miklu
stærra óumbeðið lán
– og skilyrðislaust
– frá Færeyjum?
Jafnrétti til útflutnings
Össur reifaði einnig í ræðunni að
ríkisstjórn hans hefði stuðlað að
auknum rétti kvenna til að taka þátt í
friðarferli á stríðshrjáðum svæðum.
En Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir,
varaborgarfulltrúi Samfylkingar, sá
sig nýskeð knúna til að segja
af sér, sem formaður
vinnuhóps um áhrif
efnahagshrunsins á
stöðu kynjanna.
Hún kveðst í DV
ekki nenna
að vera
formaður í
nefnd sem
ekki starfar,
og
kennir öðrum ráðherra Samfylkingar
um vandræðin.
Hvorki rugl né rasismi hér
Netmiðlar sögðu fyrstir frá því í gær
að kona hefði stungið fimm ára
stúlku í brjóstið. Viðbrögð netverja
létu ekki á sér standa. Sú
sem var fyrst til að tjá
sig um fréttina á einni
síðunni vildi helst vita
hvort stungukonan væri
íslensk. Mátti skilja á
skrifunum að það væri
ólíklegt, því konan
með eggvopnið væri
„eitthvað rugluð“.
klemens@frettabladid.isO
furlaun og fjallháir bónusar forstjóra fjármálafyrirtækja
tilheyra fortíðinni á Íslandi, að minnsta kosti í bili, en
eru ennþá deiluefni annars staðar. Þetta mál var meðal
annarra sem leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims
ræddu á fundi sínum í Pittsburgh á dögunum.
Þjóðhöfðingjarnir veltu þar fyrir sér hvort og þá hvernig hægt
væri að koma böndum á ofurkjör bankamanna. Umfram allt hina
hraustlegu bónusa, sem sumir bankastjórarnir eru þegar farnir að
taka frá fyrir sig og sína helstu undirmenn, þótt bankarnir séu ein-
göngu á lífi vegna þess að stjórnvöld hafa ausið inn í þá gríðarlegum
fjármunum frá skattborgurum.
Eins og gefur að skilja fellur almenningi þetta framferði banka-
mannanna vægast sagt þunglega. En þrátt fyrir að leiðtogarnir hafi
flestir ef ekki allir lýst sömu skoðun náðist ekki samkomulag á fund-
inum um leiðir til að taka á málinu.
Háværustu gagnrýnendur græðginnar í fjármálageiranum,
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, þurftu að sætta sig við tiltölulega
mildilega ályktun um efnið. Talið var að Barack Obama og Gordon
Brown hefðu beitt sér gegn harðorðari útgáfu.
Eftir viðtal, sem birtist við breska forsætisráðherrann á BBC í
gær, er hins vegar ljóst að það hefur ekki verið hann sem kom í veg
fyrir afgerandi yfirlýsingu Pittsburgh-fundarins til höfuðs bónusum
bankamanna.
Í spjalli við sjónvarpsmanninn Andrew Marr var Brown harðorður
um meðvitundarleysi stjórnenda breskra banka. Hann sagði að þeir
skildu ekki hversu mikinn skaða þeir hefðu unnið hagkerfinu og að
hann hygðist neyða bankana til að hegða sér með ábyrgari hætti.
„Við ætlum að taka til í þessu kerfi í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Brown
og boðaði hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til í heiminum.
Meðal annars vill hann banna bónuskerfin sem talin eru eiga veru-
legan þátt í hruni fjármálalífs heimsins; annars vegar með því að
ýta undir mikla áhættusækni fjármálafyrirtækja og hins vegar með
beinu fjárstreymi út úr sömu fyrirtækjum til hlutfallslega fárra ein-
staklinga, í formi gríðarlega hárra hvatagreiðslna. Hinn fallni banki
Lehman-bræðra borgaði til dæmis út í reiðufé að minnsta kosti 5,1
milljarð Bandaríkjadala til valinna starfsmanna árið áður en hann
fór á hausinn. Er sú upphæð um það bil á pari við gjörvalla Icesave-
ábyrgð Íslands, til að setja hana í sæmilega skiljanlegt samhengi.
Það er sannarlega verðugt verkefni að freista þess að taka á launa-
og bónusmálum fjármálageirans. Helsta markmiðið hlýtur að vera að
tengja hvatakerfin við langtíma afkomu, fremur en að horfa aðeins
til stutts tímabils eða stöðu hlutabréfa á tilteknum degi á markaði.
Góð byrjun gæti til dæmis verið að setja lög sem banna að stjórn-
endum sé greitt í hlutabréfum, eða þeir geti keypt bréf á öðrum
kjörum en aðrir. Eigendum fjármálafyrirtækja, og fulltrúum þeirra
í stjórn, á hins vegar að vera frjálst að borga stjórnendum eins há
laun og þeim sýnist.
Ef viðkomandi stjórnendur hafa nógu mikla trú á fyrirtækjum
sínum geta þeir keypt hlutabréf í þeim á almennum markaði, fyrir
eigið fé og áhættu, eins og hverjir aðrir fjárfestar.
Eigið fé og áhætta:
Bónusar
bankamanna
JÓN KALDAL SKRIFAR