Fréttablaðið - 28.09.2009, Síða 15
MÁNUDAGUR 28. september 2009 15
UMRÆÐAN
Valdimar Ármann
skrifar um stýrivexti
Seðlabanki Íslands er samur við sig og held-
ur áfram hávaxtastefnu
sinni og þversögnum.
Engin viðleitni er sýnd
til að koma Íslandi í gang
aftur eða skilja önnur
sjónarmið. Margir hafa
stigið fram og rökstutt það að lægri
vextir myndu auka trúverðug leika
Íslands, losa um innlent fjármagn
sem mun leita í arðbær verkefni
og að lokum þess vegna styðja við
gengi krónunnar.
Tvenns konar stýrivextir
Stýrivöxtum var haldið óbreytt-
um í 12% og innlánsvöxtum í
9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að
rökstyðja að í rauninni væru stýri-
vextir ekki 12% heldur 9,5% sem
eru innlánsvextir innlánsstofn-
ana hjá Seðlabankanum. Rökin
fyrir því að færa ekki stýrivexti
einfaldlega niður í 9,5% voru þau
að þá myndu aðilar (og
þá sérstaklega erlend-
ir aðilar) telja að Seðla-
bankinn væri að veita
peningalegan slaka. Það
lítur því út fyrir að Seðla-
banki Íslands sé með
tvenns konar stýrivexti,
9,5% sem íslenskir aðil-
ar eiga að horfa á og 12%
sem erlendir aðilar (les.
Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn) eiga að horfa á. Þetta
er miður trúverðugt og í rauninni
frekar hjákátlegt og stórlega vegið
að sjálfstæði Seðlabankans með
þessu.
Enn hærri vextir í boði
Athygli hefur vakið og oft verið
minnst á, að íslensku bankarnir
eru „stútfullir“ af peningum;
þeir eru með um 1.880 ma í inn-
lánum og af því eru um 10% í inn-
lánum hjá Seðlabankanum. Nú
ætlar Seðlabankinn að gefa út
innstæðubréf til að draga úr lausu
fé í umferð. Bréfin eru gefin út til
28 daga og mega innlánsstofnan-
ir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25
ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í
mánuði). Skilaboðin eru því þau að
frekar en að hvetja bankana til að
lána þessa peninga út í hagkerfið
til fyrirtækja eða almennings til
að koma hjólum efnahagslífsins í
gang þá er bönkunum boðið uppá
enn hærri vexti en áður, einmitt
með það að markmiði að koma í
veg fyrir útlán banka. Er líklegt
að bankarnir hækki innlánsvexti
sína þar sem þeir geta fengið svo
háa vexti hjá Seðlabankanum?
Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir
þurfa að hækka vexti á 1.880 ma
en fá hærri vexti á einungis 60-100
ma þá stinga þeir vaxtamuninum
frekar í vasann í boði skattgreið-
enda.
„Óþolinmóðu“ fjármagni mútað
Rökin fyrir háum vöxtum eru enn
á þá leið að styðja þurfi við gengi
krónunnar þrátt fyrir gjaldeyris-
höft. Seðlabanki Íslands telur að
mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni
sé enn á Íslandi sem muni leita í
erlendan gjaldeyri við fyrsta (lög-
lega eða ólöglega) tækifæri. Því
þurfi að borga (sumir segja verð-
launa eða múta) þessum fjár-
magnseigendum fyrir að vera í
íslenskum krónum. Seðlabankinn
er ekki að átta sig á því að með því
að borga háa vexti á þessar fjár-
hæðir er í raun verið að stækka
hratt „óþolinmóða“ fjármagnið.
Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“
aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar
reynt verður að losa gjaldeyris-
höftin og hætti þá við að skipta í
erlendan gjaldeyri? Nei, það er
ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að
stækka „óþolinmóða“ fjármagnið
um 8-20% með himinháum vaxta-
greiðslum í boði íslenskra skatt-
greiðenda.
Nýr Seðlabankastjóri virðist
ekki ætla að nota gullið tækifæri
til að endurskoða peningastefnuna
frá grunni. Er það miður.
Höfundur er hagfræðingur hjá
GAM Management hf.
Seðlabanki Íslands heldur þversögninni áfram
VALDIMAR ÁRMANN
UMRÆÐAN
Jón Þór Ólafsson skrifar um
sagnaritun
Þei r sem skrifa
sögubækur
framtíðar-
innar munu
ekki styðj -
ast við blogg
og YouTube
vídeó. Morgun-
blaðið og aðrir
stórir fjölmiðl-
ar verða heim-
ildir framtíðar-
innar. Sá sem ritstýrir þeim í dag
skrifar söguna eins og hún birtist
framtíðinni. Eða eins og George
Orwell orðaði það svo snilldarlega:
„Sá sem stjórnar nútíðinni, stjórn-
ar fortíðinni. Sá sem stjórnar for-
tíðinni, stjórnar framtíðinni.“
Ritstjórinn stjórnar úr brúnni
Þeim sem ekki skilja hve auð-
velt það er fyrir ritstjóra að stýra
umfjöllun í sínum fjölmiðli er
hollt að kynna sér rannsóknir þess
núlifandi fræðimannsins sem mest
er vitnað í, Noam Chomsky. Niður-
stöður hans er að finna í myndinni
„Manufacturing Consent“ sem
hægt er að sjá ókeypis á Google.
Vald ritstjórans og vilji
Er erfitt að ímynda sér að maður
sem var ímynd skipstjórans sem
stýrði þjóðarskútunni inn í ára-
tuga góðærissól vilji birtast sem
best í ljósi sögunnar? Sem ritstjóri
Morgun blaðsins í dag hefur Davíð
Oddsson valdið til að ritstýra
skrifum um fortíðina og stjórna að
hluta í hvaða ljósi framtíðin lítur
hann. Spurningin um trúverðug-
leika Morgunblaðsins og hæfi
Davíðs Oddssonar sem ritstjóra
blaðsins er því þessi: „Hve mikill
er vilji Davíðs til að endurskrifa
söguna?“
Höfundur er borgari.
Saga sól-
konungs:
Endur skrifuð
JÓN ÞÓR ÓLAFSSON
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til
að senda línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og
bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið
er á móti efni á netfanginu greinar@
frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar
sem finna má nánari leiðbeiningar.
Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í
Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum
miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
FLUGFELAG.IS
FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 17.700 KR.*
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS