Fréttablaðið - 28.09.2009, Page 17

Fréttablaðið - 28.09.2009, Page 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Þessi kistill er ættargripur og má ætla að hann hafi verið smíðaður í kringum 1880,“ segir Edda María Baldvinsdóttir, sem á fallegan trék- istil með loki. Hún heldur mikið upp á hann enda á hann sér langa sögu innan fjölskyldunnar. „Lang- afi minn, Baldvin Baldvinsson frá Hamraendum, keypti þennan kistil á uppboði árið 1910 á Ketils stöðum í Hörðudal. Þá var það hreppstjór- inn sem sá um að bjóða upp hlut- ina og þar á meðal þennan fallega kassa,“ útskýrir Edda. „Langafi geymdi síðan brennivín og skro í kistlinum enda gat hann læst honum,“ segir hún og hlær. „Síðan erfði afi minn, Guðmund- ur Baldvinsson, kistilinn á fimmta áratugnum. Hann geymdi í honum nótnabækur og blöð og fleira sem hann var að semja. Pabbi minn, Baldvin Guðmundsson, tók svo við og loks kom kistillinn til mín um aldamótin,“ segir Edda. Og hvað geymir hún í honum? „Það er ýmislegt smálegt eins og málningardót sem ég nota þegar ég tek mig til og föndra eitthvað fallegt,“ segir hún glaðlega. Hún segir kistilinn sterkan og heillegan þrátt fyrir háan aldur. „Maður getur í það minnsta áhyggjulaus fengið sér sæti á honum.“ Kistillinn hefur hlotið heiðurssess á heimilinu. „Hann er það fyrsta sem sést þegar maður gengur inn og það síðasta þegar maður fer út. Ef ég þyrfti að láta frá mér öll húsgögn væri hann það síðasta sem ég myndi sleppa hend- inni af.“ solveig@frettabladid.is Geymdi brennivín og skro Edda María Baldvinsdóttir á forláta kistil sem langafi hennar keypti á uppboði árið 1910. Kistill þessi hefur í gegnum tíðina geymt allt frá brennivíni og skroi til nótnabóka og málningarpensla. GAMALDAGS GLERHURÐARHÚNAR geta virkað skemmtilega í eldhúsinu eða baðherberginu sem handklæða- hengi. Svo getur líka verið fallegt að blanda saman mismun- andi húnum sem oft má finna á flóamörkuðum. Edda María Baldvinsdóttir tyllir sér á kistilinn sem hefur tilheyrt ættinni í um hundrað ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.