Fréttablaðið - 28.09.2009, Page 29

Fréttablaðið - 28.09.2009, Page 29
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2009 13híbýli og viðhald ● fréttablaðið ● ● HALTU FLÍSUM FLOTTUM OG HREINUM Gamlar flísar geta litið út fyrir að vera snjáðar þegar þær eru hreinlega skítugar en fita og óhreinindi geta myndað skán sem ekki næst af við venjuleg þrif. Heimilis- fólki eru þó ekki öll björg bönnuð því auðvelt er að bretta upp ermarn- ar og ná fyrri gljáa á flísarnar. Til þess þarf svamp, matarsóda, edik, lyfti- duft og sítrónusafa. Byrjað er að strá matarsóda á svampinn og nuddað yfir óhreinindin. Því næst er sódinn þveginn af með vatni. Þá er hægt að blanda saman ediki, lyftidufti, matar- sóda og smá sítrónusafa í fremur þykka blöndu og borið á flísarnar. Gott er að láta blönduna liggja á í þrjár klukkustundir áður en hún er þvegin af. Athugið að þessi meðferð gildir ekki um náttúruflísar. Kostnaðarsamt getur verið ef stífla kemur upp í rennu á húsi. Miklar skemmdir geta hlotist vegna þeirra sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir, ef að- eins hefði verið skolað úr rennunni ögn fyrr. Hannes Erlendsson, blikksmiður hjá fyrirtækinu Ísloft Blikk- og stálsmiðja, segir nauðsynlegt að spúla úr rennum reglulega, sér- staklega þar sem mikið er af trjá- gróðri. Ekki sé óalgengt að sjá ýmsan gróður gægjast upp úr rennum sem ekki hafi verið þrifn- ar í talsverðan tíma. Það gefi augaleið að rennur í slíku ástandi gegni hlutverki sínu ekki eins og best verði á kosið og hreinsunar sé þörf. „Sumir vilja spúla rennurn- ar á hverju hausti en ég held að það sé nóg að gera það með tveggja til þriggja ára millibili,“ bendir hann á. Hannes segir að fólk þurfi einn- ig að huga að aldri rennanna. Séu þær farnar að taka á sig brúnleit- an lit gæti verið kominn tími til að skipta. Þær rennur sem helst hafi verið notaðar hér á höfuðborgar- svæðinu séu íslensk framleiðsla sem reynst hafi vel þótt þær elstu séu farnar að ryðga eins og geng- ur og gerist í tímans rás. „Síðustu ár hefur færst í vöxt að fólk not- ist við plastrennur eða stálrennur með litað ál sem þarf lítið viðhald. Það þarf þó að gæta að því að þær passi í svokölluð rennubönd sem halda rennunum uppi. Hver fram- leiðandi virðist þurfa að hafa sér- snið á sínum rennuböndum. Sá sem hefur haft íslenskar rennur en ætlar að setja nýjar frá erlend- um aðila þarf því að huga að því að þær innfluttu passi í íslensku rennuböndin.“ - kdk Gott að skola úr rennum Hannes mælir með að menn spúli rennurnar á tveggja til þriggja ára fresti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● ELDFIMAR TEKKOLÍUTUSKUR Húsgögn úr tekki eru jafnfalleg ef vel er hugsað um og þau geta orðið sjúskuð ef enginn hirðir um. Tekkolíu er gott að bera á þau einu sinni á ári en ekki á að láta olíuna liggja lengi á heldur strjúka hana af eftir nokkrar klukku- stundir. Munið þó að tekkolía er mjög eldfim og passið því að henda ekki tuskum með tekkolíu inn í skáp og gleyma þeim þar. Í BYKO hefur verið hægt að fá tekk- olíu í úðaformi sem getur verið mjög þægilegt í notkun. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.