Fálkinn - 15.02.1936, Page 15
F Á L K 1 N M
15
Wmmmmá
SUESSKIJRÐURINN.
í sambandi við hernað ítala og
Abessiniumanna hefir margt verið
rætt u’m Súesskurðinn, sem er nauð-
synleg fararleið, bæði fyrir ítali, til
þess að ná til nýlenda sinna í Eri-
treu, en þar er bækistöðin fyrir aðal-
innrás þeirra í Abessiníu norðan-
verða, og eins til Somalilands, þar
sem þeir einnig eiga nýlendur, er
þeir hafa notað til innrásar í sunn-
anverða Abessiníu. Þegar þetta er
ritað, eru jafnvel liorfur á, að suð-
urherir ítala muni reynast sigur-
vænlegri til þess að yfirbuga Abess-
iníumenn og norðurherirnir. — Út-
lend blöð fluttu fregnir um það,
þegar í byrjun ófriðarins, að Bret-
ar mundu neyta valds síns og loka
Súesíjkurðinum, til þess að afstýra
flutnin'gi hermanna og hergagna til
vígstöðvanna, en svo hefir þó ekki
r’eynst. Þó að Bretar eigi mikinn
íneirihluta i fyrirtæki því, sem Súes-
skurðurinn byggist á, líta þeir þó
fremur á það sem hreint atvinnu-
fyrirtæki en sem varnartæki í ófriði,
svo framarlega sem hann ekki snert-
ir Miðjarðarliafið sjálft eða Austur-
lönd. — Hjer að ofan er mynd af
ítölsku kaupfari á leið um Súes-
skurðinn. — En litla myndin sýnir
uppdrátt af skurðinum, frá Port
Said til Sues, ásamt Rauðahafinu.
Hermann Göring
átli 43. ára afmæli í
janúar og hjelt svo
eftirminnilega upp ii
það að jafnað er til
veislanna i þann tíð,
sem ,,junkararnir“
voru i mestum ha-
vegum í Þýskalandi.
Hjelt hann þetta
samkvæmi í Ríkis-
öperunni og stóð það
fram á morgun. Þar
voru 2100 gestir en
hver varð að greiða
50 mörk fyrir að-
ganginn og ekki gátu
aðrir fengið aðgang
en persónulegir
kunningjar Görings
eða aðrir, sem höfðu
fengið áskorun um
að koma. Þarna var
i)ll stjórnin viðstödd
nema Hitler og
Göbbels. En þaö
munaði líka mikið
um, að þá skyldi
vanta.
Leikhúsið hafði verið lokað
marga daga vegna undirbúnings og
gerður úr því danssalur. Ivostaði
10.000 mörk að gera breytinguna.
Voru salirnir blómum skreyttir, gos-
hrunnar voru í hverjum krók og
kílómetrar af silki og flaueli hengdir
tipp til prýði á veggina.
Þarna var krónprinsinn í spariein-
kennisbúingi sínum. Sat hann i
stúku ásamt vinum sínum og nokkr-
um ljósliærðum meyjum. August
Wilhelm var þarna líka, í einkenn-
isbúningi S.A.-manna. í annari stúku
sat Ferdinand fyrverandi Búlgariu-
konungur og sló takt þegar Wienar-
G. Helgason & Melsted h.t.
valsarnir vortt leiknir og brosti til
dansmeyjanna, þó gamall sje.
í stúku Görings og konu hans var
m. a. Mafalda prinsessa dóttir Ítalíu-
konungs og Filippus prins af Hess-
en maður hennar. — Myndin er
af Hermann Göring og frú hans,
mestu hefðarkonu Þýskalands
þangað lil Hitler giftist.
Bandarikjastjórn hefir veitt 250.000
dollara til þess að auka skilyrði til
skemtiferða um vestur-indisku eyj-
arnar, sem fyrrum voru danskar.
Er talið að hægt sje að auka ferða-
strauminn þangað afar mikið. Fjenu
verður fyrst og fremst varið til vega-
bóta og gistiskálabygginga.
Talið er að um 200 inanns hafi
frosið í hel í Bandaríkjunum í vetur
fram undir janúarlok. Hafa kuld-
arnir verið óvenjulega miklir þar,
t. d. hafa rneiri kuldar verið i
Boston en nokkurntíma á undan-
förnum 33 árum. Og Niagarafoss-
arnir eru frosnir.
----x----
Einkennilegur gestur hefir undau-
farnar vikur heimsótt skrifstofur
ýmsra velgerðarstofnana i Kaup-
mannaliöfn. Kemur liann inn og af-
hendir stofnunum að gjöf fimni til
tíu þúsund krónur, tekur kvittun
fyrir, stílaða á „Danielsen, Kongens-
gade í Odense“ og fer síðan. En við
nánari eftirgrenslan er enginn Dan-
ielsen til á þeim stað i Odense, sem
hann nefnir. Hefir þessi ókunni vel-
gerðarmaður gefið nálægt 50.000
krónur á þennan hátt,