Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Biaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirtram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent. Biskupsvígsla á Hólum. Skraddaraþankar. Núna i sumar var íslenskur leið- sögumaður að fylgja amerikönskum hjónum um Reykjavíkurbæ, og leið- in lá upp á Skólavörðuholt, þangað sem minnismerki Leifs heppna stendur. Leiðsögumaðurinn Ijet l'erðafólkið lesa áletrunina aftan á fótstallinum, þar sem nefndur er ,,first discover of America“. Og svo stóð þarna lika, að Bandarikjaþjóð- i i hefði gefið minnismerkið, i til- efni af þúsund ára afmæli alþingis. Gesturinn frá Ameriku var maður um sextugt, ineð skínandi gulltennur i munninum og fasta drætti i and- litinu, eins og margir Ameríku- nienn. Hann segir við leiðsögu- manninn: „Jeg vissi hvorugt! Hvorki að það hefði verið íslendingur, sem fyrstur fann Ameríku, nje að þið ættuð löggjafarstofnun, sem væri orðin þúsund ára. Ef jeg tryði ekki því, sem letrað er i stein, þ'á mundi jeg rengja þetta. Jeg hefi aldrei vit- að annað, en að Columbus hati fundið Ameríku lyrstur manna“. Leiðsögumaðurinn fór að segja honum frá, með hvaða atvikum það varð, að Leifur lenti i Vínlandi hinu góða forðum, og frá Þorfinni Karls- efni. Maðurinn tókst allur á loft og þótti auðsjáanlega vænt um upplýs- ingarnar, þó að sýnilega hefði hann eytt meiri tírna af æfi sinni i tölur og fjárhagsáætlanir en i' rækt við sina eigin sögu. Dæmið er hjer tekið til þess að sýna, að mestur fjöldi þeirra manna, sem lifir í heiminum, veit miklu minna um ísland en við sjálfir höldum. Alþingishátíðin mun að vísu hafa tvöfaldað ísland i meðvit- und heimsins, — en það var svo lítið þá, sem liægt var að tvöfalda. Siðan hefir verið hafið starf fyrir því, að auka kynni útlendinga at' landinu, i þvi augnamiði, að draga hingað ferðamenn í þeim tvenna titgangi, að þeir verði tekjulind og að þeir dreifi frá sjer staðgóðri þekkingu um landið, þegar þeir koma heim. Enn er þetta svo ungt, að enginn dómur skat lagður á það. En það er vafalaust, að hingað er liægl að veita sívaxandi straumi ferðamanna, eftir því sem viðbún- aður er til fyrir þá í tandi. Ferða- fólk með áætlunarskipunum mun hafa orðið öllu minni í sumar en undanfarin ár, vegna þess að eitt af slærstu skipunum i íslándssigling- um fórst í vor, og ekki koin annað i staðinn og ennfremur var skip, sem haldið hefir verið úti í sum- arferðum til íslands undanfarin ár, tekið úr áætlun. En máske var þetta gæfa, þegar litið er á, hvernig veðráttan hefir verið í sumar. .4 höfuðdaginn, sunnudaginn ann- an en var vígði biskup íslands sira Friðrik Rafnar sóknarprest á Akur- eyri til eftirmanns Hálfdáns Guð- jónssonar prófasts, sem vígslubiskup i Hólastifti hinu forna. Veður varð ágætt þennan sunnudag og fjöi- menni mikið samankomið, bæði úr nærsveitunum og þó ekki síst af sóknarbörnum síra Friðriks, sem höfðu lagt land undir fót alla leið frá Akureyri. Er talið að um þús- und manns hafi verið viðstatt vígsl- una. Meðal viðstaddra voru 32 prest- ar, því að svo hafði verið til stilt, að lialda prestaþing dagana næstu á undan vigslunni. Ýmsir sunnlenskir prestar voru þarna viðstaddir, sem nú sóttu Hóla heim i fyrsta sinni á æfinni. Vígsluathöfnin liófst kl. 1 með þvi að hinuin miklu, frægu klukkum hinnar fornu dómkirkj u var sam- liringt. Segir þjóðsaga, að þær sjeu steyptar upp úr Likaböng. Gengu nú klerkar allir til kirkju, fremstir biskupsþjónarnir við vígsluna, þeir síra Ingólfur Þorsteinsson og síra Guðmundur Benediktsson en næstir dr. Jón Helgason biskup og Rafnar biskupsefni, þá síra Ólafur í Arn- arbæli og síra Friðrik á Húsavík, báðir í fullum skrúða, nieð því að þeir þjónuðu fyrir altari, þá vígsluvottarnir fjórir, sira Stefán á Völlum, síra Björn á Auðkúlu, síra Guðbrandur á Hofsós og síra Óskar a Siglufirði. En á eftir þeim aðrir viðstaddir prestar í tvísettri röð. Hófst nú guðsþjónustugjörðin. Síra Sigurður á MöðruvÖIlum las bæn í kórdyrum en vigslu lýsti sira Óskar Þorláksson og las upp „vita" síra Friðriks biskupsefnis. Hófst nú vigsluathöfnin með víxlsöng biskups og safnaðar á latínu og þvínæst ftutti biskup ræðu sína og lagði útaf orðunum „Sjálfur lifi jeg ekki fram- ar, lieldur lifir Kristur í mjer“, og fanst öllum mikið til um ræðuna. Að lokinni ræðunni lásu vígslu- vottarnir kafla úr ritningunni og þvínæst fór sjálf vígslan fram, en arinnar gengu allir viðstaddir prest- ai til altaris. Síðdegis sama dag hjelt sira Benjamín Kristjánsson fvrirlestur um Guðmund biskup góða, en um kvöldið var veisla á HólumG fyrir alla prestana. Ber gestijm þeim, sem saman voru komnir á Hólum þennan dag, samán um, að athöfnin öll hafi verið með svo miklum hátíðablæ, að þeir muni minnast hennar lengur en flestrn sungið var á eftir „Víst ertu, Jesús, kongur klár“. Að því loknu stje liinn nývígði biskup i stól og lagði útaf sögunni um tíu líkþráa og var ræð- an bæði skörulega og inniíega flutt, og mun liafa snortið hvern einasta mann viðstaddan. Á eftir ræðunni var sungið „Ó, þá náð að eiga Jesú“. Um sex hundruð manns munu hafa rúmast i kirkjunni meðan á vígslunni stóð. en aðrir hlýddu á athöfnina fyrir utan opnar dyr kirkjunnar og glugga. í tok athafn- samkoma, er þeir hafa upplifað um æfina. Hjer birtast nokkrar myndir frá vigslunni. Efst er mynd af hinum nýja vígslubiskupi, sira Friðrik Bafnar. Þá koma myndir úr kirkj- unni, sem nýlega hefir fengið gagn- gerða aðgerð innanstokksmuna og verið færð í sitt fyrra liorf. Efst t. li. er mynd af þeim dr. Jóni biskupi og Friðrik Rafnar vígslu- biskupi fyrir utan dyr Hóla-dóm- kirkju, en næsta mynd er af bisk- upi Jóni fyrir altari og sjest i bak- sýn nokkur hluti hinnar merkilegu altaristöflu kirkjunnar. Vigsluþegi krýpur við gráturaar, en vígslu- vottar standa sinn hvoru megin altaris. — Neðsta myndin sýnir t. v. nokkurn hluta Hólakirkju og skóla- húsið, en á framanverðri myndinni sjest ganga prestanna til kirkju, sem iýst er hjer að ofan. *fi Alll með Islenskum sktpuro1 »fi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.