Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 4
4 FÁL.KIN N BJARGVÆTTUR ÁRSINS 1937. Það er orðið rangmæli að segja, að stóriðja sje ekki til á íslandi. I sumar hefir landið haft verksmiðju- rekstur, sem sennilega skilar afurðum sem nema altað helmingi af öllum útflutningi landsmanna á árinu. Síldarverksmiðjurnar á íslandi hafa aukist og margfaldast á síðari árum, og í ár fer það sam- an, að síldárgengdin hefir verið meiri en í manna minnum, og afurðirnar hafa mikið til verið seldar fyrirfram, með góðu verði. Það er því síst ofmælí þó sagt sje, að síldin hafi orðið bjargvættur þessa árs. I. Það hefir löngum verið orð- lak manna, er sildveiðar ber á gómá, að sá átvinnúyegur sje happdrætti, sem að vísu stund- um gefi háa vinninga, en stund- um verri en nokkurl happ- drætti, ])ví að hann gleypi þá miklu meira en í hættu var lagt, skili fólki bjargarlausu í kaupstaðinn aftur eftir hábjarg- ræðistimann og geri úlgerðar- mennina gjaldþrota. Það hefir þvi miður verið talsvert satt í þessu. MikiII gróði góðæranna hefir freislað margra lil að leggja á tæpasta vaðið og stund- um fara með meira kap])i en forsjá og hælta of miklu. Þvi að við síldveiðar var, eins og kunnugt er ekki aðeins sú hættan við dyrnar, að sildin veiddist ekki, heldúr lika hitt, að hún veiddist of vel. Ýmsum ei í minrii, hvernig fór eitt góða veiðiárið. Það varð svo mikið framboð af sild, að hún fjell niður fyrir sannvirði eða varð óseljanleg, alveg eins og fer um kaffið hjá Brasiliumönnum eða hveitið í Canada og Bandarikj- unum. Markaðurinn var of þröngur. ()g þó er íslensk síld ein hesta síld í heiminum. Á siðari árum hafa menn því orðið einhuga um, að takmarka söltun sildar lil þess að tryggja það, að markaðurinn offyltisl ekki. En hvað átti þá að gera við síldina, sem umfram varð? Þar kom síldariðnaðurinn lil sögunnar. Það er rúmur mark- aður í heiminum fyrir síldar- olíu og sildarmjöl og þessvegna virtist sú leið ein opin, að koma hjer upp síldarverksmiðjum eða sildarhræðslum, til þess að nota sjer gengdina, sem hjer er við land af þessum silfúrglitr- andi smáfiski, þegar vel lætur. Og nú er svo komið, að það er ekki nema hrot af þeirri síld sem veiðist, er vel árar, sem fer í salt og tunnur. Síldar- hræðslurnar taka hróðurpart- inn af síldinni, hræðslan er orð- in stóriðja, sem í ár hefir orðið til þess að hjarga afkomu landsins undir hinum erfiðú kringumstæðum, sem þjóðin á við að bú.á um þessar mundir. Hvernig byrjaði þetta? Það byrjaði fyrir 20 árum með því, að norskir menn komu hjer með ófullkomin tæki lil ])ess að vinna olíu úr síld, í smáum stíl. Norðmenn voru þá fyrir nokkrum árum byrjaðir að hræða síld heimafyrir, en þeim var kunnugl um, að hjer var sildargengdin meiri en þar, því að þeir höfðu þá um 30 ára skeið stundað síldveiðar við ís- land. Þrir eru þeir taldir, sem byrjuðu á þessari atvinnu hjer. Einn var Thormod Bakkevig, sem reisti vcrksmiðju á Siglu- firði fyrir 150 mála vinslu á sól- arhring. Annar var Evanger, sem reisti um likt leyti verk- smiðju handan Siglufjarðar, á Staðarhóli, fyrir um 500 mála afköst. Sú verksmiðja varð fyr- ir snjóflóði og' eyddist árið 1924, en súmt af vjelum hennar hefir lil skamms tíma verið í notkun i öðrum síldarbræðslum hjer á landi. Þriðji Norðmaðurinn, sem hóf hjer síldarbræðslu var Söhstad, sem kom allmikið við sílldarútgerð hjer á landi á síð- ustu áratugum. Skömmu síðar voru stofnuð fjelög um að reka hræðslu á skipum og var annað danskt en hitt norskt. Á Ön- undarfirði hafði verið stofnað fiskmjölsverksmiðja, sem siðan var hreytt í síldarbræðslu og er nú kölluð Sólbakkaverksmiðj- an. Og upp úr hvalvciðastöð á Iiesteyri var stofnuð síldar- hræðsla; sú verksmiðja var síð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.