Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N Pjetur Björnsson skipstjóri á Goðafossi varð 60 ára 20. f. m. Magister Viljálmur Þ. Gíslason verslunarskólastjóri verður fertugur 16. sept. Sigurður Þorsteinsson fast- eignasali á Rauðará, er sjötugur 10. f). m. Jóakim Jóakimsson snikkari á ísafirði verður sjötugur 17. j). m. - MARGT ER MANNA GAMAN. Þessar rólur eru eitt af því, sein l'ólk er keniur á Parísarsýninguna hefir sjer til skemtunar. Þær þeyt- ast í hring með miklum hraða, en ekki er það fátítt, að farþegarnir spúi í þeim. Samt er mikið sóksl eftir ])vi að komast i hringróluna. SONUR ROOSEVELTS FORSETA, sem einnig heitir Frank Delano, kvæntist nýlega ungfrú Ethel Dupont og er faðir hennar einn af stór- iðjuhöldum Bandaríkjanna og svæs- inn andstæðingur forsetans. Sjást þau hjónin hjer á ferðalagi í bil. Ethel Dupont var á ferð í Reykja- vik í fyrra ásamt föður sinum, með einu skemtiferðaskipinu. MEÐ PLÓGINN Á BAKINU. Hjer er tíska að bera skófluna um öxl, en bændurnir i Kína eru það fremri, að þeir bera píóginn og herf- ið á bakinu þegar þeir fara að yrkja rís-akrana. Áhaídið sjest hjer á myndinni. Það er hægt að bera það á bakinu vegna ]>ess hve ófuil- komið og lítið það er. THOMAS WATSON heitir þessi maður og er amerík- anskur iðjuhöldur. Hann var í sum- ai kosinn forseti alþjóðasambands verslunarráða fyrir tímabilið 1937- ’39. FANGELSIÐ SEM GRIÐASTAÐUR. Þegar verkfallsóeirðir eru í Bárida ríkjunum ber það þráfaldlega við, að lögreglan lætur vinnufúsa menn í steininn, til þess að vernda þá fyrir aðsúg verkfallsmanna. Hjer sjest einn slíkur bak við stálgrind- urnar og þar bíður liann þangað til honum er óhætt að fara heim lil sin, „MÁ JEG FÁ SAMBAND VIÐ JÖRÐINA?" Talsímaáhöld eru nú komin í flest- ar stærri áætlunarflugvjelar í Banda- ríkjunum. Þegar einhver farþeginn þarf að fá talsímasamband við stöð . á jörðinni" kemur þernan með tal- símaábaldið og setur það í samband hjá sæti hans, og svo er beðið um samband „við jörðina”. Líka má fá samband við aðrar flulcvielar sem WINDSORPRESTURINN TIL AMERÍKU. Enski fátækrapresturinn R. And- erson Jardine, sem gaf saman her- logann af Windsor og frú Simpson. fór i sumar i fyrirlestraferð lil Bandaríkjanna. Ágóðinn af fyrir- lestrunum verður eflaust mikill, en á allur að renna til ýmiskonar líkn- arstarfsemi. Hjerna er presturinn. OLYMPIUVÖLLURINN HELGAÐUR. Næstu Olympsleikir fara fram i Tokíó og er undirbúningur þegar hafinn. Hjer á myndinni sjást jap- anskir prestar á ferð um völlinn, sem á að verða Ieikvangur 1940 og blessa þeir landið, að sínum sið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.