Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Laxinn og hættir hans. Eftir ÓLAF FRIÐRIKSSON. Þegar vorar fer laxinn aö leita upp i árnar, og er að þvi fram eflir sumri. Eru það einkum stærstu laxarnir, sem ganga fyrst á vorin, miðlungs- stærðin í mai og júní, og smá- laxinn í júlí og ágúst. Allur er lax þessi feitur og fallegur, og er erindi lians upp i árnar að hrygna. í árstrauminum er hann sjálfur fæddur og upp al- inn, og þangað fer hann til þess að auka kyn sitt. Því þó hann dvelji mikinn hluta æfinnar í sjó, þá er áin heimkynni hans, og hrogn hans klekjast ekki nema í ósöltu vatni. Laxinn fer samt ekki strax að hrygna, þegar hann er geng- inn í ána. Hrogn (egg) kven- fiskanna og svil (sæði) karl- fiskanna, eru ekki þroskuð, ];egar laxinn gengur i ána, og eru það ekki fyr en á haustin, eða komið er fram á vetur, og ])á fyrst hrygnir hann. En all- an tímann þangað til heldur hann kyrru fyrir i ánni og ét- smátt og smátt, en karlfiskur- inn jafnframt svilunum, og er hann þá lítið eitt fyrir framan liana í straumnum. Svoleiðis er nú farið þeirra ástamálum. Sumir segja að laxinn dvelji lengi nálægt þar, sem liann lief- ir hrygnt, og víst er, að nokkuð af laxinum dvelur í ánum fram á næsta vor, en dr. Bjarni Sæm. segir, að allur þorrinn af laxi leiti til sjávar aftur fyrir jól. Þegar laxinn fer aftur til sjáv- ar, er hann orðinn grindhorað- ur. En hann er fljótur að fitna þegar harin er kominn í sjóinn, og er sagt frá einum laxi, sem var 5 kg., þegar honum var slept 31. marz, en veiddist aftur eftir 37 daga og var þá 10,6 kg. Hann hafði því þyngst um meira en 1 kg. á viku! íslensku árnar eru svo litlar, en hins- vegar svö hreytilegar, þar sem ógurlegur vöxtur getur komið i þær um hávetur, þegar þær eru minstar, að þetta veldur oft miklu tjóni á lifi laxanna. Það er, fyrstu 5 til 6 vikurnar og taka enga aðra fæðu til sín á meðan. Þegar seiðin eru orðin 10 til 16 sm. löng halda þau til sjáv- ar. En af því íslensku árnar eru kaldar, og lítið að jeta í þeim, eru þau venjulega orðin 3 til 4 vetra, áður en að þau ná þess- ari stærð. Einstaka seiði er þó búið að ná þessari stærð tveggja ára, en sum hinsvegar ekki fyr en þau eru 5 ára. í suðlægari löndum, þar sem árnar eru hlýrri, og meira æti, vaxa laxaseiðin langtum hrað- ar, og eru orðin stærri, þegar þau ganga til sjávar, enda þótt þau geri það mikið fyr. Þegar seiðin koma í sjóinn koma þau í hlýrra umhverfi, og er þar nóg að éta. Þau vaxa líka ótrú- lega liratt, þannig, að þau eftir árið eru húin að þrefalda eða fjórfalda lengd sína, og 15 til 25 falda þyngdina! Nokkuð af laxinum gengur aftur í árnar eftir að hafa aðeins verið lið- ur þá lítið eða ekki neitt, enda er litla fæðu að hafa fyrir stóra og marga fiska í litlum ám. En hann er líka svo vel feitur, að hann þarfnast engrar fæðu, enda er álitið, að það sé ekki nema þriðji hver lax, þegar best lætur, sem hægt er að ginna til þess að smakka á ána- maðki eða fallegri flugu lijá laxveiðamönnunum, en að tveir af hverjum þremur löxum heri það aldrei við að bíta á. Laxinn gýtur þar, sem straumur er og möl í hotni og botnsdýpt %—1 stika. Hann grefur sér gróp allstóra, eins- konar hreiður sem er alt að hálfa stiku á dýpt, og þar gýt- ur kvenfiskurinn hrognunum eru heldur ekki nema tíundi hver lax, (eftir rannsóknum norska fræðimannsins Knut Dahl), sem nær því að ganga tvisvar i ár hér á landi. Hrognin klekjast á 5 lil 6 mánuðum í íslenskum ám. Hrogn laxins eru hlutfallslega stór, (þvermál yfir % sm.) og er talið, að í hrygnu sem er 10 kg. á þyngd séu fram undir 20 þús. hrogn, en hlutfallslega meira eða minna í þeim, sem stærri eru eða minni. Þegar laxaseiðin koma úr hrogninu eru þau um 1% sm. á lengd, og ekkert lík fullorðnum laxi. Hangir stór skjóða við þau framarlega að neðanverðu, og nærast þau á þvi, sem í lienni Neðsti l'ossinn i Ell- iðaúnum, sem 60 til 70 laxar sáust stökka upi> á hálftima. ugt ár í sjónum (smálaxinn). Aðrir ganga eftir tveggja ára dvöl í sjó, og eru þá venjulega 5 til 6 kg., og enn aðrir dvelja samfellytt þrjú ár í sjó, og eru þá venjulega 10 til 12 kg. Lax- ar sem eru stærri en þetta, eru sumpart eldri laxar, en sum- part laxar, sem vaxið hafa hraðar en venjan (eða þetta hvorttveggja). Seiði, sem voru á niðurgöngu, hafa þrásinnis verið merkt, og hafa þær merkingar sýnt, að laxinn leitar aftur upp í sömu árnar og hann kemur úr. Hvernig laxinn þekkir aftur ána sína, vita menn ekki, eða hvernig hann ratar aftur heim vfir víðan sjá, því hann fer langt. Merktir laxar, sem veidd- ust við norðurströnd Þýska- lands og í dönsku sundunum, l.afði verið slept 1—2 árum áð- ur í fljót í Norður-Svíþjóð. Það er þó ekki fyr en nýlega, að mönnuni hefir verið ljóst, hve víðförull laxinn er. Fyrir 30— 40 árum fóru fram tilraunir hæði i Skotlandi og í Noregi um merkingu á niðurgöngu- laxi, þ. e. laxi, sem búinn var að hrygna. Sýndu þær tilraunir að laxinn gengur aftur í sömu ána og liann er áður búinn að hrygna í, en ekki veiddust aft- ur nema þrír af hverjum lmndrað löxum. Fyrir tveim árum tóku tveir norskir vís- indamenn, þeir Knut Dalil og Svend Sömme, sjer fyrir hend- ur, að merkja niðurgöngulax með svo greinilegu merki, að víst væri að þeir, sem veiddu liann, tækju eftir merkinu og vissu þegar í stað, hvert þeir ættu að snúa sjer með það. Var merkið lítil málmþynna, sem fest var með vír við fremri bak- ugga. Alls voru fyrsta árið (1935) merktir 209 laxar, og > varð niðurslaða þessara merk- inga næsta óvænt, hæði að því leyti, hvað margir veiddust aftur, og hinu, að þær sýndu, hve langförull laxinn er. Nær helmingur laxanna veiddust aftur (98), og flestir þeirra með ströndum Noregs. Sumir þeirra voru komnir svo langt, þegar þeir fengust aftur, að þeir hlutu, rniðað við dagatöluna frá því að þeim var slept, að liafa farið að minsla kosti 100 kílómetra á sólarhring! Furðu- legast var þó, að sumir veidd- ust aftur við Suður-Sviþóð, við Skotland, og við Norður-Rúss- land, fyrir botni Hvítahafs. Er síðastnefnda vegalengdin eins i og frá Noregi til Islands, aftur lil Noregs, og í annað sinn til íslands! Tilraunir þessar voru endurleknar 1936 og var lík niðurstaða Jieirra. Voru sams- konar tilraunir þá gerðar i Skotlandi, og fekst lax i Nor- cgi, er þar hafði verið merktur. Ekki er að efa, að íslenski lax- inn er álíka viðförull. Það mun flestum verða minnisstæð sjón, að sjá laxa stökkva upp fossa, en það geta þeir, þó þeir séu þriggja stika háir, ef hylur er við fossinn. Stökkva laxarnir þá nokkurn hluta af þessu í loftinu, hafa sig inn í foss-fallið, og synda það sem á vantar upp móti því. Laxveiðamenn hér við Elliða- árnar, sáu eitt sinn milli 60 og 70 laxa stökkva, á hálfri stundu, upp neðsta fossinn í Elliðaánum (sem er rjett ofan við hrúna). Höfðu þurkar geng- ið lengi áður, en þennan dag verið lileypt af áveituengi á Elliðavatni, og við það grugg- ast áin, Hafa þá laxarnir hald- ið, sem safnast höfðu saman við ósana, að vöxtur væri kom- inn í ána.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.