Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Merkilegasta hannyrð í eigu Múha- meðstrúarmanna er dúkurinn helgi sem sjest hjer á myndinni. Dúkur- inn hefir undanfarið verið geymd- ur Kairo, og vakir fjöldi her- manna yfir honum dag og nótt, en nú hefir hann verið fluttur til hinnar heilögu borgar Mekka og þar verður hann framvegis. 1 dúk- inn eru ofnir langir og valdir kafl- ar úr kóraninum, biblíu Muha- meðssinna. Hjer sjest hermálaráðherra Þjóð- verja, von Blomberg marskálkur. Myndin er tekin i Rómaborg. Myndin hjer að ofan er úr einni af skotgröfum hermanna stjórn- arhersins við Madrid. Það er hlje á bardaganum, svo að hermenn- irnir fá að eta i friði. Eins og sjá má á myndinni er búningur her- mannanna mjög ósamstæður, því að stjórnin hefir ekki haft ein- kennisbúninga handa öllu liði sínu. Lundúnabúar eru ýmsu vanir og kippa sjer ekki upp við að sjá fíla og úlfalda leidda um göturnar, en samt sem áður ráku þeir upp stór augu, þegar þeir sáu sjón þá sem myndin til vinstri sýnir. Mað- ur og kona voru að fara í búðir og höfðu með sjer sinn björninn hvort, eins og hunda í bandi. Birni þessa höfðu þau náð í austur í Himalayaf jöllum og tamið þá, annars hefir stúlkan, sem heitir May Leslie, gert mest að því að temja tígrisdýr, en ekki er þess getið að hún hafi hætt sjer með þau út á göturnar í London,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.