Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1937, Blaðsíða 2

Fálkinn - 20.11.1937, Blaðsíða 2
2 FÁLRINN ------ GAMLA BÍÖ ----------- Zigeunarstúlkan. Talmyncl frá Iiadio Pictures eft- ir skáldsögu Sir James M. Barrie „The little Minister“. Aðalhlutverkið leikur: vATHARINE HIiPBURN. Myndin sýnd bráðlega. Gamla Bíó sýnir bráðlega mynd, sem nefnist „Zigeunastúlkan“, og ger- ist i smábænum Thrums í Skotlandi um 1840. Bæjarbúar hafa nýlega fengið ungan prest, sem er fullur af áhuga fyrir starfi sínu. Hann er ó- kvæntur, en býr með aldraðri móð- m sinni. íbúar bæjarins eru mestalt vefarar, mestu friðsemdarmenn að undanteknum Rob Dow, sem er óeirð aimaður og drykkfelldur. En lió hitn- aði liehlur blóðið í vefurunum er kaupið var lækkað við þá fyrir tveim mánuðum, og afleiðingin var sú, að vefararnir tóku sex lögregluþjóna, sem sendir voru frá nágrannabæ ein- um, búndu þá á vagn þeirra og sendu þá heim. Nú bjuggust vefarnir við liefndum, og því konm þeir sjer sam- an pm að geyma lúður í gömlu myll unni í útjaðri bæjarins og skyldt blása þrisvar i hann, ef hætta væri á ferðum. Eitt kvöld var presturinn á gangi úti í skógi og hittir hin.i ungu og fögru Zigeunastúlku Babbi, sem var fósturdóttir Rintouls lávarð- ar, er átti höll skamt frá bænuni. Hafði lávarðurinn fyrir mörgum ár- um fundið hana og veitt henni besla uppeldi. En um þetta lætur hún prestinn ekert vita. Babbí veit, að hermannasveit er á leiðinni til þess að kenna vefurum að hlýða, og hún fær prestinn til þess að fara með sjer til myllunnar og blása í lúður- inn. Safna vefarnir nú liði og búast tii varnar að áeggjun Babbís, þrátt t'yrir úrtölur prestsins, og þeir taka a móti hermönnunum með grjótkasti. Jafnvel presturinn hrífst með. En eins og vænta má eru bæjarbúár of- urliði hornir. Upp frá þessu tekst nú kunningsskapur milli Zigeuna- stúlkunnar og prestsins, sem, þrátt fyrir marga erfiðleika, endan á far- sælan hátt. Þetta er skemtileg og spennandi mynd. Búið er að finna upp niðursuðu- dósir, sem sjóða má niður í meira en eina tegund samtímis, svo i dós- ir.ni getur verið fullkomin rnáltið, með tveim eða fleirum rjettum. -------- NÝJA BÍÓ. ------------- Hertoginn Ieitar næturstaðar (LA KERMESSE HEROIQUEL Stórglæsileg og bráðskemtileg frönsk kvikmynd, sem fyrir sjer- stætt listgildi hefir verið ui 1 gjcirvallan heim sæmd heiðurs- verðlaunum, sem ein af allr.i bestu myndum er gerðar voru síðastliðið ár. AÖalhlutverkið leikur ein af frægustu leikkonum Frakka: FRANCOISE ROSAY ásaml JEAN MURAT, BERNHARD LANCRET o. fl. Leikurinn gerist í „Flandern árið 1616. Nýja Bíó sýnir á næstunni ágæta franska mynd, sem kvikmyndadóm- ncfnd Bandaríkjanna dæmdi bestu mynd ársins, og nefnist hún „Her- toginn leitar næturstaðar“. Myndin fer fram í smábænum Boom í Fland- ern i byrjun 17. aldar, og er bygð yfir heldur broslegan sögulegan at- bltrð. Það var á dögum Filippusar 3. Spánarkonungs, og spánskir mála- liðsmenn fóru með hernaði í Fland- dern. Einn góðan veðurdag frjettir borgarstjóri og bæjarstjörnarmeð- limir í Boom, að Olivarez hertogi óski að leita sjer gistingar í horginni ásamt hermönnum sínum. Þessi fregn sló á þá miklum ótta, því að Spán- verjarnir voru illræmdir fyrir fram- ferði sill, hvar sem þeir komu. Þeir tóku því ]>að hetjubragð, að allir karlmenn borgarinnar földu sig, en borgarstjórinn sjálfur ljest vera dauður. Iíonurnar i borginni taka nú til sinna ráða, og undir forustu borgarstjórafrúarinnar taka þær á móti hertoganum og mönnum hans við borgarhliðið, og framkoma þeirra fellur liertoganum svo vel i geð, að þeir fá ekki annað af sjer en að koma kurteislega fram í alla staði. En hvorki borgarstjórafrúin nje konur annarra virðulegra borg- ara víkjasl undan smá-ástaræfintýr- um, og kvenfólkið í Boom gleymir seinl þcssarri æfintýraríku og glað- \æru nótt. Morguninn eflir heldm hertoginn og menn hans leiðar sinn- ar kvaddir með virktum af kon- unurn, og karlmennirnir, hetjurnar í Boom, geta nú aftur skriðið fratn úr fylgsnum sínum. Saga ]iessi er sögð með óendanlegri glettni og ó- svikinni, franskri fyndni. Til þess að umhverfið svaraði lil tímans, var lieii borg bygð upp fyrir mynda- tökuna. Aðalkvenhiutverkið, borgar- stjórafrúna, leikur besta leikkon i Frakka, Francoise Rosay, en her- togann leikur hinn þekkti snillingur Jean Murat. Nlynd þessi hefir hvar vetna fengið óskorað lof og verið sýnd ósiitið mánuðum saman i kvik- myndahúsum erlendis. Jón Bjcirnason, Austnrgötu 36 Hafnarf., varð 70 ára 15. þ. m. „SKIPAHATIÐ* OG KIRKJUAFMÆLI. Kirkjan í Hornbæk á Sjálandi hjelt nýlega hátíðlegt 200 ára afmæli sitt með minningarguðsþjónustu, þar sem konungur var viðstaddur. Ennfrem- ur var haldin svonefnd „skipahátíð" fólgin í því, að liin fjögur gömlu skipslíkun kirkjunnar voru borin í skrúðfylkingu um göturnar og liengd upp í kirkjunni. Efst er mynd úr kirkjunni og sjest Fuglsang-Dam- geard Sjálandsbiskup þar fyrir ail- ari, að neðan I. v. skipaskrúðgangan og t. h. konungurinn ásamt sóknar- prestinum, Höjstrup á leið til kirkj- unnar. SPONSK BORN. Myndirnar hjer að ofan eru af spönskum börnum, sem dveljast i Ardrup i Danmörku og flutt hafa verið úr ættlandi sinu vegna borg- ai astyrjaldarinnar. Á efri myndinni sjást börnin á smíðastöð nokkurri i grend við heimili sitt, en neðri myndin sýnir nokkur þeirra, þa' sem þau eru að leika sjer á þrihjóli

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.