Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1937, Side 6

Fálkinn - 20.11.1937, Side 6
F Á L K 1 N N (> ÞAt) var hráköld nóvembernótt. Eric Lancester slóð á götuhorni i einu fátæklegasta hverfinu í Lond- on og var skelfing kait. Tveimur tímuin áður hafði hann liafl góðar líkur til þess að eignasl álitiega upphæð, en áður en hann kom á a ftalaða staðinn, bar sem hann og fjelagar hans ætluðu að skifta arðinum af kænlegu ]>retta- hragði, hafði lögreglan skorist 1 málið og handtekið fjelaga hans. iiric liafði verið svo forsjáll að doka ofurlítið við áður en hann fór inn í húsið — Þessvegna var var hann frjáls ferða sinna, en al v eg auralaus. Yfirleitt var þetta nú ekkert eins dæmi hjá honum, en samt var það Lýsna raunalegt — núna, þegar hann var búinn að leggja niður fyrir sjer hvernig hann ætlaði að nota pen- ingana. En hann huggaði sig við að það höfðu verið fjelagarnir, sem höguðu sjer eins og fífl. Litfl luigg- un! Núna vantaði liann tilfinnanlega góða máltíð og stað til þess að sofa á, en á þeim slóðum sem hann var núna, var hvorugt að fá. Þeg- ar liann hafði hugsað sig um dá- litia stund steig hann inn í fyrsta slrætisvagninn sem fór lijá. Hann fór upp í þaksæti og hafði ekið góðan spöJ þegar miðasalinn kom að laka gjaklið. Hann káfaði í vös- um sínum og spurði á meðan hvorl vagninn staðnæmdist ekki á stöð. sem var hvergi nærri ökuleiðinni. „Við förum ekki i þá átt“, urr- aöi miðasalinn. „Þjer eigið að fara með nr. 42 þangað“. „Það er ergilegt", muldraði Erie og staulaðist ofan stigann. An þess að borga. Með þríendurteknum misgáningi af sama tagi komst liann ókeypis til Piccadilly og þar fór hann af. Hann gekk góðan spöl undir regnlilífinni hjá ungri stúlku — og afsakaði það með sinu ómótstæðilega brosi. Þeg- ar hann kom að stóru veitingahúsi kvaddi hann stúlkuna með brosi og fór fór inn. Hann hengdi hattinn sinn i fatageymsluna —• og fór inn um vindudyrnar. Þar var hvergi sæti að fá, eins og hann hafði gert ráð fyrir svo að hann fór u! aftur og tók hattinn sinn af snag- anum og valdi sjer um leið falleg- uslu regnhlifina, sem hann sá. „Hjer er aldrei borð að fá“, sagði hann við dyravörðinn. „Það losnar víst sæti rjett strax „Jeg má ekki vera að því, að biða. Jeg á annríkt“. f Iítilli búð, í hliðargötu nokkuö frá, seldi hann regnhlífina fyrir fimm shillings og fór inn á lítinn, ódýran veitingastað. Hann horðaði ágæta máltíð fyrir tvo shillings, en nú var eftir að vita hvar hann ætti áð sofa í nótt. Hann benti skol- brúna Grikkjanum, sem átti veit- ingastaðinn: „Er nokkur uppi?“ Fiigandinn kinkaði kolli og rendi augunum inn i ganginn innst í veit- ingasalnum. Eric greiddi reikning sinn og hvarf svo inn í ganginn. Þaðan fór hann upp mjóan stiga og inn í litla stofu, á aijnari hæð. Þar var verið að spila við tvö borð. Af því að allir voru að sinna spilun- um settist Eric við það borðið sem nær var og fór að horfa á. Við það borð voru þrír karlmenn og einn kvenmaður. Hann veitti henni mesta athygli. Hann hafði sjeð hana áður, en ekki svona nærrh Hún gat verið um það bil 28 ára, laglega vaxin en helst til of mögur i andliti. Eric, sem hafði vit á þess- konar, gat vel sjeð, að hún gæti orðið Ijómandi falleg, ef hún gengi vel klædd og hárið færi nógu vel. George Goodchild: Spila-þjófurinn. Iin brátt leiddist hugur hans að öðru. Hann sá að stúlkan spilaði falskt. Að vísn einkar sniðuglega cn þó ekki svo, að Eric gæti ekki sieð það. Mótspilarar liennar virt- ust ekki taka neitt eftir því. Þeir ljetu hana moka að sjer vinniiigun- iim, Fíric var spurður hvort liann vildi spila og hann játti því. Hann tapaði eins og manni sæmdi og liætti þegar síðasti pennyinn var búinn. Svo ljet liann sjer duga að horfa á, og aftur sá hann, að stúlkan liafði rangt við. „Þú ert heppin, Anna, murraði einn af spilurunum. „Mjer þykir slæmt hvað þú tapar, Tommy“, sagði hún. „Það drepur mig ekki. Einhver verður að fá góðu spilin". Korteri síðar sagðist hún ekki vilja spila mcira og bauð spilur- unum góða nótt. Eric fór rjett á eft- ir og náði i liana í stiganum. „Jeg held það væri ekki svo vit- laust, að við töluðum ofurlítið sam- an, Anna‘“, sagði hann. „Afsakið þjer, jeg er að flýta mjer“. „Jeg Jíka. En við drekkum nú kaffibolla saman, upp á þinn kosln- að og spjöllum svolítið saman“. „Sá þykir mjer vera frekur!“ „Sama gæti jeg sagt um þig. Verð- urðu samferða?" sagði hann bros- andi. „Hvað viltu tala við mig um?“ ,,Fyrirtæki“. „Jeg læt mjer einu gilda um slíkt“. „Æ, nei, gerirðu það? Hefirðu t. d hugsað um, að það var spaðagosi i siðustu fjórum spilunum, sem þú lagðir á borðið? Eða þá lieppni, að Tommy liafði gleymt að hann kast- aði sarna spilinu af sjer fáeinum mínútum áður? I>að er hættulegt spil, Anna?“ Það kom kipringur i varirnar á henni. Ilún kinkaði kolli til þess að játa, að hún tæki uppástungu hans. Eric náði í þjón, sem vísaði þeim inn í sjerherbergi. Þau báðu um tvo bolla af kaffi og líkjör. „Og þú færð ánægjuna af því að horga, Anna“. „Þetta er nú meiri frekjan ....“ „Jeg þori að veðja um, að þú þorir ekki að sýna mjer það sem þú geymir í töskunni þinni?“ „Hversvegna skylid jeg ekki jiori að sýna jiað?“ „Þú þarft þess ekki, Jeg veit liað. Jeg hefi sjeð menn vera skotna fyr- ir minna. Þetta endar með skelfingu hjú lijer“. Hún starði i augun á lionum: „Þú liefir máske rjett að mæla“, sagði húii. „Það var heppilegt, að bján- arnir höfðu ekki eins skörp augu og þú‘“. „Það getur vel hugsast að Jieir verði glöggskygnari einn góðan veð- urdag og heimti að fá að sjá liað sem þú liefir i töskunni þinni, og finni þá þessi aukaspil ]iín . . . .“ ,,I)ei, jiei ....!“ „Jæja, hvernig list þjer á, að við tökum upp samvinnu?“ Hann leit hvast á liana: „Þú slekkur bara niður tíma á svona fimta flokks stað, eins og þessum hjerna. Þ’ú litur vel út, erl fallega vaxin og þú ert ung. Það er máske ekki fyrirmyndar orðbragð, sem þú notar, en það er vist hægt að lag- færa l>að . . . . “ „Já, en . . . .“ „Lofaðu mjer að taia út. Jeg hefi einmitt brotið allar brýr að baki mjer og verð að taka upp á ein- hverju nýju. Jeg jiarf samverka- mann í spánýtt spil, spil s'em ekki veltur á pennyum heldur pundsseð'- um. En jiessi smábrögð sem þú notar, geta orðið jijer að falli þegar minst varir“. „Haltu áfram — haltu áfram!“ „Þú veist ]>að vel sjálf, að j>ú stendur á eldgig, og það er einmitt ótlinn við það, scm setur á þig stimpilinn. Þessvegna erlu orðin svo skinin í framan. Það sem þú þarfn- ast, er samverkamaður, sem sýnir þjer íeiðina, sem þú átt að fara“. „Jeg hefi yfirleitt ekki hugmyml um, hver þú ert“. „Eric Lancester - ungur maður. vel uppalinn og á ennþá falleg föt. Hvað áttu mikla peninga?“ „Hundrað sterlingsþund“. „Það er nóg til að stofna fyrir- tækið. Við verðum að fá okkur góða íhúð á góðum stað. En ]>að athug- iim við nú á morgun. Skál, fjelagi!“ Hann lyfti líkjörglasinu. Anna horfði á hann, eins og hún lijeldi enn að hanii væri ekki með öllum mjalla. Svo hló hún og klingdi glas- inu við hann: „Skál, f.jelagi!“ Sex niánuðuni siðar fór Lancester og frú að verða kunn í bridge-heim- inuni, og jafnvel frúr á bestu heim- iluiii fóru að veita frú Lancester at- hygli jiegar l>ær J>urftu að velja sjer nýja kjóla eða hatta. Anna Lancaster var gjörbréytt. Gamli flóttasviþurinn var horfinn úr andlitinu. kinnarnar sællegri en áður .... komnir í þær spjekoppar. Við og við talaði hún sjóaramál af verstu tegund, en ]>að gerði hún aðeins þegar hún var ein með fje- laga sínum. Annars var hún tígu- leg og örugg í framgöngu. Fatabirgðir hennar virtust vera ólæmandi, og fólk liorfði á liana með forvitni, livar sein hún fór. Og Eric með gljákemda hárið og í föt- iinum frá besta skraddara borgar- innar, var henni ekki síðri. Þessi stórkostlega breyting hygð- isl á nýju bridgekerfi, sem Eric fjekk stórfje fyrir að skrifa um i eitl stærsta blað borgarinnar. Ilann syndi ótvíræða ritmenskuhæfileika. en ekki lókst honum að sannfæra suma sjerfræðinga í spilinu um það, að nokkuð nýtt kæmi fram í kenn- ingum hans. Samt fjekk hann fjölda iiemenda sem voru fúsir á að greiða honum alt að ]>ví pund fyrir hverja kehslustund. „Hvað sagði jeg?“ sagði Eric við Önnu. „Er þetta ekki betra en að sitja og svikja með ásúln undir borðinu?“ „Þú ert snillingur!“ sagði Anna. „Jæja, að miiista kosti hefi jeg talsvert vit á fólki. Til þess að liafa heppnina með sjer, verður maður að láta lita svo út, að maður hafi verið heppinn lengi. Þessvegna er svo erfitt að byrja ný fyrirtæki. En nú er siglingaleiðin hrein framund- an“. „En það eru margir, sem ekki trúa á spilakerfið ]>itt?“ Við látum sem við vitum ekki af þeim. Aðfinslur þeirra eru aug- lýsing fyrir okkur. Eitt geta þeir ekki skýrt: að við vinnum altaf“. „Það segir ]>ú rjelt“, sagði hún og brosti. En orð Erics um að siglingaleiðin væri hrein, voru ekki alveg rjett. Það voru ýmsir greindir menn sem liöfðu illan bifur á Lancester og frú hans, og einn góðan veðurdag var það, að niaður einn fór til Scotlaiid Yard og var visað inn til McLean glæpamálanjósnara. „Jeg lieiti Munroe“, sagði hanii. „Jeg er formaður í Axton-klúbbnum, Þjcr hafið víst lieyrst hans getið?“ „Bridge-klúbbur?“ „Sá tignasti í London, já. „Málið er dálítið illa vanið, þvi að ]>að snertir tvo meðlimi klúhbsins“. „Hm! Er nauðsynlegt að blanda lögreglunni í ]>að?“ „Já, jeg lield ]>að. Hafið l>jer lieyrt getið um hr. Lancaster og frú?“ Já. Lancaster hefir l'undið upp nýtt þridge-kerfi, er ekki svo?“ „Hann segist hafa gert það, já“. „En þjer trúið þvi ekki?“ „Nei, bæði jeg og fleiri meðlim- ir Axtons-klúbbsins eruin sannfærð- ir uni, að hann og kona lians sjeu þvælleiknir og samviskulausir fals- spilarar". llann varði mestum liluta kvöldsins tit þess að horfa á hvernig hjónin spiluðu, en fann ekki neitt athugavert.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.