Fálkinn - 20.11.1937, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
Andrew Carnegie — stálkonungurinn.
Hinn 25. nóv. eru liðin hundr-
að ár síðan einn stórgjöfulasti
maður veraldarinnar fæddist, i
Dunfermline í Skotlandi, stór-
iðjuhöldurinn Andrew Carne-
gie. Sannast hin alræmda Skota
níska ekki á honum, því að
segja má að hann hafi ekki
síður varið æfi sinni til þess
að gefa og láta gott af sjer leiða
en til þess að græða peninga.
Hann gerði hvorttveggja í rík-
ara mæli en nokkur maður i
veröldinni, að Rockefeller ein-
um undanteknum. En Carnegie
var stórum vinsælli maður af
samtíð sinni og eftirtíð en
Rockefeller varð. Hann var tal-
inn betri maður og sanngjarn-
Andrew Carnegie.
ari, meira lipurmenni og við-
sýnni og ráðvandari að meðul-
um. Þessvegna stendur meiri
ljómi af nafni hans en annara
auðkýfinga Randaríkjanna og
Tiánn hefir fengið betri eftir-
mæli en nokkur þeirra.
Bretar kalla enn þann dag í
dag Carnegie Skota, en Banda-
ríkjamenn kalla hann Banda-
ríkjamann. Bæði hin ensku-
mælandi stórveldi beggja meg-
in Atlantshafsins telja sjer heið-
ur að |)ví, að hafa átt Carnegie.
En vegna þess að hann vann
æfistarf sitt að mestu í Banda-
ríkjunum, þá mælir sanngirn-
in með því, að hann verði tal-
inn Bandaríkjamaður, þó að
aldrei tæki hann ameríkanskan
borgararjett.
Englendingurinn Herbert Cas
son hefir skrifað stulla og lag-
góða lýsingu á Carnegie fyrir
ti árum. I tilefni af aldarafmæl-
inu (sumar enskar alfræðibækur
telja Carnegie að vísu fæddar.
1835, en það mun vera rangt)
skal þetta stutta æfiágrip birt
hjer á eftir.
„Ef jeg væri spurður: Ilver
var færasti, göfugasti, frumleg-
asti og óháðasti maðurinn i
veröldinni? — þá mundi jeg
verða að svara: Andrew Carne-
gie! Og hann befði líka orðið
rikasti maðurinn í veröldinni.
ef liann hefði ekki gefið sextiu-
miljón sterlingspund.
Jeg get talað um hann sem
breskt mikilmenni, með þvi að
hann var hvorki fæddnr í
Bandaríkjunum né þáði borg-
ararjell þar. Hann var fæddur
í Skotlandi fyrir nálægt 85 ár-
um, og hann átti að hálfu leyti
heima í Skibo i Skotlandi og að
hálfu leyti í New York alla
æfi sína. Hann fór meira en
sjötíu sinnum yfir Atlanlshaf.
Hann var heiðursborgari í 54
breskum borgum. Og árið 1902
var hann kosinn forseti hreska-
stál- og járniðnaðarfjelagsins.
Hann .jós gjöfum yfir bretskar
borgir og sjerstaklega var hann
gjöfull við Dunfermine, fæð-
ingarslað sinn. Svo að við get-
um með fullum rjetti kallað
liann bretskan.
Carnegie hafði alla æfi sína
kjörorðið meira. Hann aflaði
meira gaf meira gerði
meira en nokkur annar hefir
gert, að Rockefeller máske und-
anteknum.
Carnegie fæddisl í ofurlitlum
kumbalda. Faðir hans var vef-
ari blásnauður og síóánægð-
ur einskonar alþýðuforingi
þar á staðnum.
Þegar Andrew var tiu ára
gamall stúfur hafði hann safn-
að saman 4 shillings og 6 pence
og keypli hálfan kassa af app-
elsínum fyrir það. Hann gekk
hús úr húsi til að selja þær og
græddi 2% shilling á verslun-
inni. Þegar hann var þrcttán
ára neyddust foreldrar hans til
að flytja til Bandaríkjanna
vegna atvinnuleysis. Þau fóru
veslur með lítilli seglskútu og
voru 49 daga að komast vestur
yfir haf (ekki á 16 tímum í
flugvjel).
Andy litli fjckk þegar at-
vinnu sem spóludrengur í ull-
arverksmiðju og hafði 5 shill-
ings i kaup á viku. Faðir hans
rjeðst í bómullarverksmiðju og
móðir hans varð þvottakona.
Þau áttu heima í bakgötu, sem
gekk undir nafninu Berfæll-
irigatorgið.
Eftir nokkrar vikur var Andy
„forframaður“ og gerður að
kyndara fyrir 7 shillings á
viku. Ári síðar varð hann síma-
sendill fyrir 12 sh. á viku.
Skólamentun fjekk hann litla
sem enga, en hann las mikið.
Bókhneigð hans dró athygli
góðs manns, sem hjet Anderson
og var ofursti, að lionum. Ilann
hauð þessum unga dreng frá
Skotlandi að nota bókasafn sitt
eins og hann lysti.
Þetta bólcasafn skapaði Car-
negie. Það gerði úr sendlinum
full])roska leiðtoga annara
rnanna. Þegar, liann var 17 ára
hafði hann lært símritun til
fullnustu og nú bar svo við að
áríðandi símskeyti kom einn
daginn, þegar símritararnir
voru fjarverandi, og hann fór
að tækinu og tók á móti skeyt-
inu. Þella var brot á reglunum,
en hann hækkaði í tigninni
undir eins og var gerður sim-
ritari með 24 shillings kaupi á
viku.
Tveimur árum síðar tók hann
aftur i taumana og afslýrði þá
járnbrautarslysi. Þetta var líka
á móti reglunum, en liann
hækkaði í tigninni og varð rit-
ari járnbrautarstjórans.
Hann lagði kaup sitt til hlið-
ar og keypti liluti í allskonar
fyrirtækjum. Hann var ritari
við járnbrautirnar i tiu ár
aðstoðarmaður æðsta mannsins
við brautirnar.
Hann var fullur af athafna-
löngun. Þegar aðrir liikuðu, þá
framkvæmdi liann. Þegar
prinsinn af Wales kom í lieim-
sókn til Pittsburg, til dæmis,
þá vatt ungi Carnegie sjer að
Iionum og spurði: „Langar yð-
ur til að aka á eimreiðinni?“
Og svo fóru tilkomandi kon-
i.ngur Englands og konungur
stálsins skemtilegustu ökuferð
saman, með eimreiðarstjóran-
um.
Þegar Carnegie var tuttugu
og sjö lagði hann fyrstu 200
dollarana i steinoliufyrirtæki.
En hann lagði meira í Pullman-
fjelagið, sem álti upptökin að
svefnvögnunum i Ameriku. Og
þegar hann var tuttugu og níu
ára keyþti hann sjötta hlutann
i litlu stálbræðslufjelagi fvrir
1780 pund.
Þetta var vesælt fjelag og
lítið. Það borgaði engan arð.
Það rambaði á barmi gjald-
þrotsins. Hinir hluthafarnir
liöfðu gefið upp alla von um
viðreisn þess, svo að Carnegie
keypti hluti þeirra. Það sem
okkur vantar er ekkerl annað
en meiri viðskifti. Og svo sagði
liann lausu hjá járnbrautarfje-
laginu og varð sölumaður fyrir
fjelagið — fór að selja járn.
Hann fjekk stærri pantanir og
fyrir hærra verð. Hann keypti
betri vjelar. Ilann vann eins og
liestur. Það leið ekki á löngu
þangað lil hann varð það sem
við mundum kalla ríkur. En
það nægði ekki Carnegie. Hann
vildi meira.
Þrjátíu og eins árs kom hann
til Englands og sá stálteina í
Derby. Og i Sheffield sá liann
Bessemer-stálsuðu í fyrsta skifti
og varð hrifinn af. Hann flýtti
sjer lieim aftur til Bandaríkj-
anna og setti upp Bessemer-
stálsuðu. Hann tók lán hjá öll-
um, sem hann þekti og lánað
gátu. Ilann hætti öllu, sem hann
hafði, í stál. Og árið 1881 var
hann orðinn mesti stálframleið-
andinn i heiminum. Hanii hafði
15.000 manns í þjónustu sinni.
Arið 1899 vildi hann selja
slálfyrirtæki silt og bauð með-
eigendum sínum sinn part fvrir
31.000.000 sterlingspund. En
þeir voru of lengi að hugsa sig
um, svo að Carnegie bauð
Rockefeller hlutina fyrir 50
miljónir og skyldi helmingur-
inn greiðast út i liönd. Rocke-
feller þótti verðið of liátt; svo
að nú einsetti Carnegie sjer að
koma hlutunum i liærra verð.
Það var eins og áður, að við-
kvæðið var: meira.
Hann hóf miskunnarlausa
samkepni gegn keppinautum
sinum, svo að þeir einsettu sjer
að kaupa hann út úr stáliðn-
aðinum, hvað sem ])að kostaði.
Þeir borguðu honum 90.000.000
pund í skuldabrjefum og liluta-
brjefum. Og Carnegie varð rík-
asti maður veraldar. Hann
hafði 3 miljónir punda í „eftir-
laun“. „Bravó“, sagði liann, —-
„nú er jeg laus við kaupsýsl-
una“.
1 aðalatriðunum voru lífs-
reglur Carnegie í kaupsýslunni
þessar: 1) Framleiðsla í stórum
stíl, 2) Fullkomnustu vinnuvjel-
ar, 3) að einskorða sig við
sömu framleiðsluna. „Settu öll
eggin þín í sömu körfuna og
gættu svo körfunnar vel“, sagði
hann, 4) Að forðast að skifta
sjer af smámununum. Hann
stjórnaði venjulega fyrirtækj-
um sínum úr fjarlægð, 5)
Ferðalög. Hann hafði trú á þvi,
að hafa altaf gætur á utanað-
komandi áhrifum, 6) Daglegar
skýrslur frá öllum stjórnendum
sínum, 7) Lágt kaup en góð
umboðslaun handa aðstoðar-
mönnum sínuni, og umboðs-
launin greidd i hlutabrjefum,
8) Að Iáta ágóðann jafnan
renna inn í fyrirtækið, 9) Að
hagnýta sjer nýjungar í efna-
fræði og vjelfræði, 10) Hátt
kaup, mikill ágóði og lítill
reksturskostnaður.
í góðgerðarstarfsemi sinni
hafði Carnegie líka ákveðna
stefnu að hjálpa þeim, sem
reyndu að hjálpa sjer sjálfir.
Hann gaf aldrei neitt lil að
lijálpa þeim sem „sukku“. Hann
trúði ekki á góðgerðastarfsemi
i venjulegum skilningi.
Hann reisti 3.000 bókasöfn,
svo að fólk gæti lesið bækur
eins og han gerði og fullkomn-
að sig sjálft. Hann varði 12 mil-
jón sterlingspundum til þessara
bókasafna. Aldrei hefir vitur-
legra og göfugmannlegra verk
verið unnið en þetta — að
opna dyrnar að þekkingu fyrir
miljónum manna í öllum ensku-
mælandi löndum. — Hann gaf
10 miljónir sterlingspunda lil